Efast um að borgin kaupi fleiri smáhýsi Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. október 2021 20:00 Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar. Vísir/Einar Smáhýsi fyrir heimilislausa hafa nú verið ónotuð í geymslu í rúmt ár þar sem erfiðlega hefur gengið að finna þeim samastað. Formaður velferðarráðs Reykjavíkur segir andstöðu við málið hafa komið sér á óvart og efast um að borgin kaupi fleiri smáhýsi. Reykjavíkurborg keypti alls tuttugu smáhýsi, sem hugsuð eru sem tímabundin lausn fyrir heimilislausat fólk. Fimm hýsum hefur verið komið fyrir í Gufunesi og þá er nú verið að koma öðrum fimm fyrir í borginni en samþykktar hafa verið staðsetningar í til dæmis Laugardal og á Höfða. Ekki hafa allir verið á eitt sáttir með fyrirætlanir borgarinnar og borið hefur á nokkuð háværri andstöðu íbúa við fyrirhugaða smáhýsastaði, til dæmis í Hlíðum og Laugardal. „Það hafa komið upp fordómar og hræðsla og annað slíkt, aðeins meira heldur en ég bjóst við, en mér finnst við vera að læra mjög mikið á þessu, ekki bara við í pólitíkinni og inni í kerfinu heldur bara við Reykvíkingar,“ segir Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar og borgarfulltrúi Samfylkingar. „Það hafa ekki allar lóðirnar gengið upp sem við höfum farið af stað með og það er líka bara alveg eðlilegt, þannig að þetta má taka tíma en þetta hefur kannski tekið fulllangan tíma samt.“ Tíu smáhýsi eru nú geymd í Skerjafirði. Þau hafa staðið óhreyfð í um ár.Vísir/Einar Þá bendir Heiða á að svona verkefni hafi gefist vel í Danmörku. En af hverju gengur það svona erfiðlega hér? „Ég held að við séum styttra komin í því að átta okkur á að í samfélaginu erum við allskonar og við berum ábyrgð á hvort öðru. Ég held að það vanti pínu þennan skilning. Að ég segi „ég vil ekki fá svona fólk í hverfið mitt“. Ég hef bara ekkert um það að segja.“ Gripið hafi verið til annarra úrræða og heimilislausir því ekki þurft að líða fyrir seinaganginn. Framvegis verði einblínt á aðrar lausnir fyrir heimilislausa í Reykjavík. „Ég efast reyndar um að við kaupum fleiri smáhýsi og þá biðla ég til Reykvíkinga að þeir taki fólki opnum örmum inni í fjölbýlishúsum og inni í hverfum þar sem við erum að kaupa íbúðir því, þetta er bara verkefni sem við verðum að fara öll í saman,“ segir Heiða. Andstaða íbúa vonbrigði Marín Þórsdóttir, forstöðumaður Rauða krossins, segir smáhýsin bjóða upp á fjölbreytileika í húsakosti sem stendur Reykvíkingum til boða. „Af því að við erum ekki öll eins þá eru ólík húsnæði sem henta ólíkum einstaklingum. Við fögnuðum mjög þegar þessi smáhýsi komu, en svo virðist vera að það séu ekki allir á sama máli. Okkur þykir miður að borgin sé að fara þessa leið því þessi hópur hefur ekki í þau hús að venda sem hann hafði fyrir,“ sagði Marín í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hún segir vandamálið ekki leyst, þar sem hópurinn sem undir er sé enn húsnæðislaus. „Við teljum ekki að húsnæðið sé vandamálið, heldur akkúrat lausnin á vandamálinu.“ Hún segir Rauða krossinn harma að fleiri smáhýsi verði ekki keypt. „Af því að þetta er flóra af húsnæði sem hentar mjög vel fyrir ákveðinn hóp með flókna þjónustuþörf.“ Marín segir vonbrigði að íbúar í hverfum borgarinnar setji sig upp á móti smáhýsunum, sem hún ítrekar að sé lausn á húsnæðisskorti þess fólks sem þeim er ætlað að þjóna. „Á daginn er fólk þá ekki í húsnæði og þarf þá að leita annað. Ef það hefur tök á að vera í eigin húsi þá er fólk þar. Rannsóknir hafa sýnt að fyrsta leiðin til að ná tökum á góðu lífi er að vera í góðu húsnæði. Þar er hægt að byggja upp lífið, ef maður hefur húsakost. Ef þú ert alltaf að leita að næturstað nóttu eftir nóttu, þá er erfitt að byggja upp einhvers konar líf.“ Reykjavík Húsnæðismál Skipulag Tengdar fréttir Leggjast gegn smáhýsum fyrir heimilislausa í Laugardal Borgarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins líst ekkert á áform meirihlutans um að koma upp smáhýsum fyrir heimilislaust fólk í Laugardalnum og finnst að dalurinn eigi að „fá að vera í friði fyrir íbúðaáformum“. Meirihlutinn vill koma þeim fyrir í Laugardalnum þar sem ekki hefur reynst auðvelt að ná sátt um slík úrræði fyrir heimilislausa í íbúðabyggð. 7. október 2021 17:54 „Sárt að sjá að íbúar smáhýsa hafi orðið fyrir aðkasti“ Formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar segir sárt að sjá að íbúar smáhýsa í Gufunesi hafi orðið fyrir innbrotum og ónæði. Hann segir verkefnið, að úthluta heimilislausum húsnæði í smáhýsum, enn að nýtt og segist bjartsýnn á að verkefnið muni ganga vel. 24. apríl 2021 17:00 Borgarstjóri táraðist yfir uppkomnum smáhýsum, ekki gámahúsnæði Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segist ekki tárast oft í vinnunni. Hann hafi þó komist við þegar framkvæmdadeild Reykjavíkurborgar sendi honum mynd í morgun af uppkomnum smáhýsum fyrir heimilislaust fólk í Gufunesi. 3. desember 2020 12:23 Mest lesið Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Fleiri fréttir Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Sjá meira
Reykjavíkurborg keypti alls tuttugu smáhýsi, sem hugsuð eru sem tímabundin lausn fyrir heimilislausat fólk. Fimm hýsum hefur verið komið fyrir í Gufunesi og þá er nú verið að koma öðrum fimm fyrir í borginni en samþykktar hafa verið staðsetningar í til dæmis Laugardal og á Höfða. Ekki hafa allir verið á eitt sáttir með fyrirætlanir borgarinnar og borið hefur á nokkuð háværri andstöðu íbúa við fyrirhugaða smáhýsastaði, til dæmis í Hlíðum og Laugardal. „Það hafa komið upp fordómar og hræðsla og annað slíkt, aðeins meira heldur en ég bjóst við, en mér finnst við vera að læra mjög mikið á þessu, ekki bara við í pólitíkinni og inni í kerfinu heldur bara við Reykvíkingar,“ segir Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar og borgarfulltrúi Samfylkingar. „Það hafa ekki allar lóðirnar gengið upp sem við höfum farið af stað með og það er líka bara alveg eðlilegt, þannig að þetta má taka tíma en þetta hefur kannski tekið fulllangan tíma samt.“ Tíu smáhýsi eru nú geymd í Skerjafirði. Þau hafa staðið óhreyfð í um ár.Vísir/Einar Þá bendir Heiða á að svona verkefni hafi gefist vel í Danmörku. En af hverju gengur það svona erfiðlega hér? „Ég held að við séum styttra komin í því að átta okkur á að í samfélaginu erum við allskonar og við berum ábyrgð á hvort öðru. Ég held að það vanti pínu þennan skilning. Að ég segi „ég vil ekki fá svona fólk í hverfið mitt“. Ég hef bara ekkert um það að segja.“ Gripið hafi verið til annarra úrræða og heimilislausir því ekki þurft að líða fyrir seinaganginn. Framvegis verði einblínt á aðrar lausnir fyrir heimilislausa í Reykjavík. „Ég efast reyndar um að við kaupum fleiri smáhýsi og þá biðla ég til Reykvíkinga að þeir taki fólki opnum örmum inni í fjölbýlishúsum og inni í hverfum þar sem við erum að kaupa íbúðir því, þetta er bara verkefni sem við verðum að fara öll í saman,“ segir Heiða. Andstaða íbúa vonbrigði Marín Þórsdóttir, forstöðumaður Rauða krossins, segir smáhýsin bjóða upp á fjölbreytileika í húsakosti sem stendur Reykvíkingum til boða. „Af því að við erum ekki öll eins þá eru ólík húsnæði sem henta ólíkum einstaklingum. Við fögnuðum mjög þegar þessi smáhýsi komu, en svo virðist vera að það séu ekki allir á sama máli. Okkur þykir miður að borgin sé að fara þessa leið því þessi hópur hefur ekki í þau hús að venda sem hann hafði fyrir,“ sagði Marín í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hún segir vandamálið ekki leyst, þar sem hópurinn sem undir er sé enn húsnæðislaus. „Við teljum ekki að húsnæðið sé vandamálið, heldur akkúrat lausnin á vandamálinu.“ Hún segir Rauða krossinn harma að fleiri smáhýsi verði ekki keypt. „Af því að þetta er flóra af húsnæði sem hentar mjög vel fyrir ákveðinn hóp með flókna þjónustuþörf.“ Marín segir vonbrigði að íbúar í hverfum borgarinnar setji sig upp á móti smáhýsunum, sem hún ítrekar að sé lausn á húsnæðisskorti þess fólks sem þeim er ætlað að þjóna. „Á daginn er fólk þá ekki í húsnæði og þarf þá að leita annað. Ef það hefur tök á að vera í eigin húsi þá er fólk þar. Rannsóknir hafa sýnt að fyrsta leiðin til að ná tökum á góðu lífi er að vera í góðu húsnæði. Þar er hægt að byggja upp lífið, ef maður hefur húsakost. Ef þú ert alltaf að leita að næturstað nóttu eftir nóttu, þá er erfitt að byggja upp einhvers konar líf.“
Reykjavík Húsnæðismál Skipulag Tengdar fréttir Leggjast gegn smáhýsum fyrir heimilislausa í Laugardal Borgarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins líst ekkert á áform meirihlutans um að koma upp smáhýsum fyrir heimilislaust fólk í Laugardalnum og finnst að dalurinn eigi að „fá að vera í friði fyrir íbúðaáformum“. Meirihlutinn vill koma þeim fyrir í Laugardalnum þar sem ekki hefur reynst auðvelt að ná sátt um slík úrræði fyrir heimilislausa í íbúðabyggð. 7. október 2021 17:54 „Sárt að sjá að íbúar smáhýsa hafi orðið fyrir aðkasti“ Formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar segir sárt að sjá að íbúar smáhýsa í Gufunesi hafi orðið fyrir innbrotum og ónæði. Hann segir verkefnið, að úthluta heimilislausum húsnæði í smáhýsum, enn að nýtt og segist bjartsýnn á að verkefnið muni ganga vel. 24. apríl 2021 17:00 Borgarstjóri táraðist yfir uppkomnum smáhýsum, ekki gámahúsnæði Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segist ekki tárast oft í vinnunni. Hann hafi þó komist við þegar framkvæmdadeild Reykjavíkurborgar sendi honum mynd í morgun af uppkomnum smáhýsum fyrir heimilislaust fólk í Gufunesi. 3. desember 2020 12:23 Mest lesið Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Fleiri fréttir Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Sjá meira
Leggjast gegn smáhýsum fyrir heimilislausa í Laugardal Borgarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins líst ekkert á áform meirihlutans um að koma upp smáhýsum fyrir heimilislaust fólk í Laugardalnum og finnst að dalurinn eigi að „fá að vera í friði fyrir íbúðaáformum“. Meirihlutinn vill koma þeim fyrir í Laugardalnum þar sem ekki hefur reynst auðvelt að ná sátt um slík úrræði fyrir heimilislausa í íbúðabyggð. 7. október 2021 17:54
„Sárt að sjá að íbúar smáhýsa hafi orðið fyrir aðkasti“ Formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar segir sárt að sjá að íbúar smáhýsa í Gufunesi hafi orðið fyrir innbrotum og ónæði. Hann segir verkefnið, að úthluta heimilislausum húsnæði í smáhýsum, enn að nýtt og segist bjartsýnn á að verkefnið muni ganga vel. 24. apríl 2021 17:00
Borgarstjóri táraðist yfir uppkomnum smáhýsum, ekki gámahúsnæði Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segist ekki tárast oft í vinnunni. Hann hafi þó komist við þegar framkvæmdadeild Reykjavíkurborgar sendi honum mynd í morgun af uppkomnum smáhýsum fyrir heimilislaust fólk í Gufunesi. 3. desember 2020 12:23