Siggi hakkari í gæsluvarðhaldi grunaður um umfangsmikil fjársvik Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. október 2021 12:09 Sigurður Ingi Þórðarson, betur þekktur sem Siggi hakkari, hefur sætt síbrotagæslu í fjórar vikur sem hefur verið framlengd, vegna gruns um að hann sé höfuðpaurinn í umfangsmiklu fjársvikamáli. Stöð 2 Einn sætir gæsluvarðhaldi og fjórtán til viðbótar eru með réttarstöðu sakbornings í tengslum við umfangsmikla rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á fjársvikum, peningaþvætti og skjalafalsi. Tugir milljóna eru undir í málinu að sögn aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglu. Ríkisútvarpið greinir frá þessu en Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, staðfestir í samtali við fréttastofu. Fólkið er grunað um að hafa stofnað til reikningsviðskipta við tugi fyrirtækja og svikið þau. Sigurður Ingi Þórðarson, betur þekktur sem Siggi hakkari, hefur setið í gæsluvarðhaldi vegna málsins í rúman mánuð en það hefur nú verið framlengt um fjórar vikur til viðbótar. Hann er grunaður um að vera höfuðpaur í málinu samkvæmt frétt RÚV. „Það er svolítið síðan þetta kom inn á borð lögreglunnar. Það var farið í þessar aðgerðir lögreglu fyrir einhverjum fjórum vikum síðan,“ segir Margeir Sveinsson í samtali við fréttastofu. „Það er einn í gæsluvarðhaldi, það er ekkert meira en það. Það er verið að fara að tala við fólk og svoleiðis. Rannsókn er í fullum gangi. Þetta skiptir einhverjum tugum milljóna.“ Margeir segist ekki geta sagt til um hvenær málið verði sent á borð ákærusviðs lögreglu. Játaði að hafa logið í máli Julians Assange Stundin fjallaði um málið 6. október síðastliðinn en þar kom fram að Sigurður hafi verið handtekinn 23. september síðastliðinn og hafi síðar verið dæmdur í síbrotagæslu í Héraðsdómi Reykjavíkur og sendur á Litla Hraun. Ástæðan fyrir því að hann hafi verið dæmdur í síbrotagæslu, samkvæmt heimildum Stundarinnar, sé fjöldi fjársvikamála og tilrauna til fjársvika sem séu nú til rannsóknar hjá lögreglu. Þá sé Sigurður grunaður um að hafa falsað undirskrift síns eigin lögmanns til þess að láta líta svo út að lögmaðurinn hafi greitt fé inn á reikninga fyrirtækis sem Sigurður er sjálfur hluthafi í. Sigurður hafi notast við fjölda fyrirtækja og félagasamtaka til að svíkja tugi milljóna króna af einstaklingum og fyrirtækjum á undanförnum árum. Sigurður játaði fyrr á þessu ári í viðtali við Stundina að hafa logið til um ásakanir sem bandarísk yfirvöld hafa notað í máli sínu gegn Assange. Dæmdur í einu umfangsmesta kynferðisbrotamáli landsins Sigurður á að baki langan sakaferil og hefur meðal annars verið sakfelldur fyrir kynferðisbrot gegn pilti undir lögaldri. Sama ár var hann sakfelldur fyrir fjársvik og fleiri brot og dæmdur til tveggja ára fangelsisvistar. Var hann í því máli meðal annars sakfelldur fyrir að hafa villt á sér heimildir og þóst vera Julian Assange. Sigurður hefur verið dæmdur fyrir fjölda kynferðisbrota en hann fékk þriggja ára dóm fyrir kynferðisbrot gegn níu drengjum á aldrinum fimmtán til sextán ára. Játaði hann að hafa tælt fimm drengi og brotið á þeim í tugi skipta. Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum á netfangið ritstjorn@visir.is eða í tölvupósti á einstaka blaðamenn. Fullum trúnaði er heitið. Lögreglumál Efnahagsbrot Mál Sigga hakkara Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Sjá meira
Ríkisútvarpið greinir frá þessu en Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, staðfestir í samtali við fréttastofu. Fólkið er grunað um að hafa stofnað til reikningsviðskipta við tugi fyrirtækja og svikið þau. Sigurður Ingi Þórðarson, betur þekktur sem Siggi hakkari, hefur setið í gæsluvarðhaldi vegna málsins í rúman mánuð en það hefur nú verið framlengt um fjórar vikur til viðbótar. Hann er grunaður um að vera höfuðpaur í málinu samkvæmt frétt RÚV. „Það er svolítið síðan þetta kom inn á borð lögreglunnar. Það var farið í þessar aðgerðir lögreglu fyrir einhverjum fjórum vikum síðan,“ segir Margeir Sveinsson í samtali við fréttastofu. „Það er einn í gæsluvarðhaldi, það er ekkert meira en það. Það er verið að fara að tala við fólk og svoleiðis. Rannsókn er í fullum gangi. Þetta skiptir einhverjum tugum milljóna.“ Margeir segist ekki geta sagt til um hvenær málið verði sent á borð ákærusviðs lögreglu. Játaði að hafa logið í máli Julians Assange Stundin fjallaði um málið 6. október síðastliðinn en þar kom fram að Sigurður hafi verið handtekinn 23. september síðastliðinn og hafi síðar verið dæmdur í síbrotagæslu í Héraðsdómi Reykjavíkur og sendur á Litla Hraun. Ástæðan fyrir því að hann hafi verið dæmdur í síbrotagæslu, samkvæmt heimildum Stundarinnar, sé fjöldi fjársvikamála og tilrauna til fjársvika sem séu nú til rannsóknar hjá lögreglu. Þá sé Sigurður grunaður um að hafa falsað undirskrift síns eigin lögmanns til þess að láta líta svo út að lögmaðurinn hafi greitt fé inn á reikninga fyrirtækis sem Sigurður er sjálfur hluthafi í. Sigurður hafi notast við fjölda fyrirtækja og félagasamtaka til að svíkja tugi milljóna króna af einstaklingum og fyrirtækjum á undanförnum árum. Sigurður játaði fyrr á þessu ári í viðtali við Stundina að hafa logið til um ásakanir sem bandarísk yfirvöld hafa notað í máli sínu gegn Assange. Dæmdur í einu umfangsmesta kynferðisbrotamáli landsins Sigurður á að baki langan sakaferil og hefur meðal annars verið sakfelldur fyrir kynferðisbrot gegn pilti undir lögaldri. Sama ár var hann sakfelldur fyrir fjársvik og fleiri brot og dæmdur til tveggja ára fangelsisvistar. Var hann í því máli meðal annars sakfelldur fyrir að hafa villt á sér heimildir og þóst vera Julian Assange. Sigurður hefur verið dæmdur fyrir fjölda kynferðisbrota en hann fékk þriggja ára dóm fyrir kynferðisbrot gegn níu drengjum á aldrinum fimmtán til sextán ára. Játaði hann að hafa tælt fimm drengi og brotið á þeim í tugi skipta. Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum á netfangið ritstjorn@visir.is eða í tölvupósti á einstaka blaðamenn. Fullum trúnaði er heitið.
Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum á netfangið ritstjorn@visir.is eða í tölvupósti á einstaka blaðamenn. Fullum trúnaði er heitið.
Lögreglumál Efnahagsbrot Mál Sigga hakkara Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Sjá meira