The Athletic fjallar ítarlega um KSÍ-málið: „Víkingaklappið er að eilífu eyðilagt“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. október 2021 10:51 Öll spjót hafa staðið á KSÍ á undanförnum vikum. vísir/vilhelm Fjallað er ítarlega um meint kynferðis- og ofbeldisbrot leikmanna íslenska karlalandsliðsins í grein The Athletic sem birtist í morgun. Stuart James, blaðamaður The Athletic, gerði sér ferð til Íslands fyrir leikinn gegn Armeníu í undankeppni HM fyrr í þessum mánuði og ræddi við fjölda fólks um storminn sem hefur geysað í kringum karlalandsliðið og KSÍ undanfarnar vikur. Meðal þeirra sem James ræddi við eru Þórhildur Gyða Arnarsdóttir, Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, meðlimir baráttuhópsins Öfga, Vanda Sigurgeirsdóttir, Sigurður G. Guðjónsson og lögmenn Kolbeins Sigþórssonar og Arons Einars Gunnarssonar. Í greininni, sem er afar vegleg, eru atburðir síðustu vikna reifaðir, hvernig ásakanir um meint kynferðis- og ofbeldisbrot leikmanna landsliðsins urðu til þess að formaður KSÍ, Guðni Bergsson, og stjórn sambandsins sögðu af sér. Hetjurnar orðnar að skúrkum? Farið er yfir það hvernig ímynd landsliðsins hefur breyst, frá því að þjóðhetjur sem komust á tvö stórmót og vöktu athygli heimsbyggðarinnar yfir í það að ekki nema tæplega 1.700 manns gerðu sér ferð á Laugardalsvöllinn til að fylgjast með leiknum gegn Armeníu. „Í jafn fámennu landi og Íslandi, þar sem innan við fjögur hundruð þúsund manns búa og árangur landsliðsins tengist þjóðarstoltinu, hefur þessi saga fangað huga fólks. Eru sumar af hetjunum þeirra núna skúrkar? Var ekki allt sem sýndist í þessu ævintýri? Hvað eiga foreldrar að segja við börnin sín um allt þetta?“ segir í greininni. Þar segir jafnframt að sagan sé hræðileg á svo mörgum sviðum og hún verði áfram í deiglunni um ókominn tíma. Sem fyrr sagði er rætt við meðlimi baráttuhópsins Öfga í greininni. Meðal þeirra er Ólöf Tara Harðardóttir en ummæli hennar koma fyrir í titli greinarinnar, „Víkingaklappið er eyðilagt að eilífu: Íslenski kynferðisafbrotaskandallinn.“ „Fyrir mig, sem elskaði landsliðið, mun það taka mig langan tíma að geta horft aftur á það spila,“ sagði Ólöf. „Víkingaklappið er að eyðilagt að eilífu. Aldrei aftur. Andlit þess er einhver sem ég er alfarið á móti,“ bætti hún við og vísaði til landsliðsfyrirliðans Arons Einars Gunnarssonar sem er einn þeirra sem hefur verið sakaður um kynferðisbrot. Hvattar til að drepa sig Meðlimir Öfga segjast hafa orðið fyrir aðkasti vegna baráttu sinnar og fengið ljót skilaboð. „Fólk er mjög reitt út í okkur og segir að við höfum eyðilagt fótboltann fyrir þeim,“ sagði Hulda Hrund Sigmundsdóttir. „Við fáum svo mörg skilaboð þar sem við erum til dæmis hvattar til að drepa okkur og segja að það þurfi að nauðga okkur. Og að við vitum ekkert um fótbolta,“ sagði Tanja Ísfjörð Magnúsdóttir. Nálgast má grein The Athletic með því að smella hér en kaupa þarf aðgang til að lesa hana. KSÍ Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Sjá meira
Stuart James, blaðamaður The Athletic, gerði sér ferð til Íslands fyrir leikinn gegn Armeníu í undankeppni HM fyrr í þessum mánuði og ræddi við fjölda fólks um storminn sem hefur geysað í kringum karlalandsliðið og KSÍ undanfarnar vikur. Meðal þeirra sem James ræddi við eru Þórhildur Gyða Arnarsdóttir, Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, meðlimir baráttuhópsins Öfga, Vanda Sigurgeirsdóttir, Sigurður G. Guðjónsson og lögmenn Kolbeins Sigþórssonar og Arons Einars Gunnarssonar. Í greininni, sem er afar vegleg, eru atburðir síðustu vikna reifaðir, hvernig ásakanir um meint kynferðis- og ofbeldisbrot leikmanna landsliðsins urðu til þess að formaður KSÍ, Guðni Bergsson, og stjórn sambandsins sögðu af sér. Hetjurnar orðnar að skúrkum? Farið er yfir það hvernig ímynd landsliðsins hefur breyst, frá því að þjóðhetjur sem komust á tvö stórmót og vöktu athygli heimsbyggðarinnar yfir í það að ekki nema tæplega 1.700 manns gerðu sér ferð á Laugardalsvöllinn til að fylgjast með leiknum gegn Armeníu. „Í jafn fámennu landi og Íslandi, þar sem innan við fjögur hundruð þúsund manns búa og árangur landsliðsins tengist þjóðarstoltinu, hefur þessi saga fangað huga fólks. Eru sumar af hetjunum þeirra núna skúrkar? Var ekki allt sem sýndist í þessu ævintýri? Hvað eiga foreldrar að segja við börnin sín um allt þetta?“ segir í greininni. Þar segir jafnframt að sagan sé hræðileg á svo mörgum sviðum og hún verði áfram í deiglunni um ókominn tíma. Sem fyrr sagði er rætt við meðlimi baráttuhópsins Öfga í greininni. Meðal þeirra er Ólöf Tara Harðardóttir en ummæli hennar koma fyrir í titli greinarinnar, „Víkingaklappið er eyðilagt að eilífu: Íslenski kynferðisafbrotaskandallinn.“ „Fyrir mig, sem elskaði landsliðið, mun það taka mig langan tíma að geta horft aftur á það spila,“ sagði Ólöf. „Víkingaklappið er að eyðilagt að eilífu. Aldrei aftur. Andlit þess er einhver sem ég er alfarið á móti,“ bætti hún við og vísaði til landsliðsfyrirliðans Arons Einars Gunnarssonar sem er einn þeirra sem hefur verið sakaður um kynferðisbrot. Hvattar til að drepa sig Meðlimir Öfga segjast hafa orðið fyrir aðkasti vegna baráttu sinnar og fengið ljót skilaboð. „Fólk er mjög reitt út í okkur og segir að við höfum eyðilagt fótboltann fyrir þeim,“ sagði Hulda Hrund Sigmundsdóttir. „Við fáum svo mörg skilaboð þar sem við erum til dæmis hvattar til að drepa okkur og segja að það þurfi að nauðga okkur. Og að við vitum ekkert um fótbolta,“ sagði Tanja Ísfjörð Magnúsdóttir. Nálgast má grein The Athletic með því að smella hér en kaupa þarf aðgang til að lesa hana.
KSÍ Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Sjá meira