Alfreð loksins tilbúinn og „ljótur sigur“ í kvöld gæti breytt ýmsu Sindri Sverrisson skrifar 27. október 2021 14:32 Alfreð Finnbogason kom inn á og spilaði í fimm mínútur gegn Arminia Bielefeld 17. október en hafði þá ekki spilað í þýsku deildinni síðan í maí. Getty/Stefan Puchner Á árinu 2021 hefur Alfreð Finnbogason aðeins þrisvar sinnum verið í byrjunarliði þýska liðsins Augsburg. Nú er hann tilbúinn að byrja leiki á ný, þjálfara sínum til mikillar ánægju. Það hefur allt gengið á afturfótunum hjá Augsburg undanfarið og liðið er eitt það neðsta í þýsku 1. deildinni með aðeins sex stig eftir níu leiki. Alfreð hefur lítið getað gert í því en meiðsli hafa haldið honum frá keppni stærstan hluta þessa tímabils eftir að hafa einnig eyðilagt fyrir honum seinni hluta síðustu leiktíðar. Nú virðist vera að rofa til hjá landsliðsframherjanum en Alfreð lék sínar fyrstu fimm mínútur í þýsku deildinni á þessari leiktíð fyrir tíu dögum, í 1-1 jafntefli við Armenia Bielefeld. Þjálfarinn gleðst yfir endurkomunni Alfreð mætti svo með þjálfaranum Markus Weinzierl, sem tók við Augsburg í lok apríl, á blaðamannafund í gær vegna bikarleiksins við Bochum í dag. Þar kvaðst Alfreð nú farinn að geta gert tilkall til sætis í byrjunarliðinu: „Ég er búinn að vera með á æfingum í þrjár vikur svo að já, mér finnst ég vera tilbúinn. En ég veit að æfingar geta ekki hermt eftir hraðanum sem er í alvöru leikjum,“ sagði Alfreð á blaðamannafundinum. (On Finnbogason)"He's been at this club for a long time and score many great goals. I am happy that he is fit and an option once again." pic.twitter.com/g8QxRlirjX— FC Augsburg (@FCA_World) October 26, 2021 „Hann hefur verið lengi hjá félaginu og skorað mörg frábær mörk. Ég er ánægður með að hann sé heill heilsu og til taks á nýjan leik,“ sagði Weinzierl. Úrslitin ekkert með hæfileika liðsins að gera Alfreð vill gera sitt til að Augsburg snúi gengi sínu við: „Ég einbeiti mér að því að hjálpa félaginu og allir aðrir þurfa að spyrja sig að því sama: Hvernig get ég haft jákvæð áhrif á liðið?“ sagði Alfreð við heimasíðu Augsburg. „Úrslitin hafa ekkert með fótboltahæfileika okkar að gera,“ sagði Alfreð og bætti við að sigur í kvöld gæti hjálpað liði Augsburg mikið: „Jafnvel ljótur sigur gæti komið af stað jákvæðu ferli.“ Alfreð spilaði síðast landsleik í nóvember á síðasta ári, í úrslitaleiknum við Ungverja um sæti á EM og svo Þjóðadeildarleik gegn Danmörku í kjölfarið. Alfreð, sem skorað hefur 15 mörk fyrir Ísland, gæti mögulega snúið aftur í landsliðið í nóvember þegar það lýkur undankeppni HM með leikjum við Rúmeníu og Norður-Makedóníu. Þýski boltinn HM 2022 í Katar Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Bolivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Fleiri fréttir Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bolivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Sjá meira
Það hefur allt gengið á afturfótunum hjá Augsburg undanfarið og liðið er eitt það neðsta í þýsku 1. deildinni með aðeins sex stig eftir níu leiki. Alfreð hefur lítið getað gert í því en meiðsli hafa haldið honum frá keppni stærstan hluta þessa tímabils eftir að hafa einnig eyðilagt fyrir honum seinni hluta síðustu leiktíðar. Nú virðist vera að rofa til hjá landsliðsframherjanum en Alfreð lék sínar fyrstu fimm mínútur í þýsku deildinni á þessari leiktíð fyrir tíu dögum, í 1-1 jafntefli við Armenia Bielefeld. Þjálfarinn gleðst yfir endurkomunni Alfreð mætti svo með þjálfaranum Markus Weinzierl, sem tók við Augsburg í lok apríl, á blaðamannafund í gær vegna bikarleiksins við Bochum í dag. Þar kvaðst Alfreð nú farinn að geta gert tilkall til sætis í byrjunarliðinu: „Ég er búinn að vera með á æfingum í þrjár vikur svo að já, mér finnst ég vera tilbúinn. En ég veit að æfingar geta ekki hermt eftir hraðanum sem er í alvöru leikjum,“ sagði Alfreð á blaðamannafundinum. (On Finnbogason)"He's been at this club for a long time and score many great goals. I am happy that he is fit and an option once again." pic.twitter.com/g8QxRlirjX— FC Augsburg (@FCA_World) October 26, 2021 „Hann hefur verið lengi hjá félaginu og skorað mörg frábær mörk. Ég er ánægður með að hann sé heill heilsu og til taks á nýjan leik,“ sagði Weinzierl. Úrslitin ekkert með hæfileika liðsins að gera Alfreð vill gera sitt til að Augsburg snúi gengi sínu við: „Ég einbeiti mér að því að hjálpa félaginu og allir aðrir þurfa að spyrja sig að því sama: Hvernig get ég haft jákvæð áhrif á liðið?“ sagði Alfreð við heimasíðu Augsburg. „Úrslitin hafa ekkert með fótboltahæfileika okkar að gera,“ sagði Alfreð og bætti við að sigur í kvöld gæti hjálpað liði Augsburg mikið: „Jafnvel ljótur sigur gæti komið af stað jákvæðu ferli.“ Alfreð spilaði síðast landsleik í nóvember á síðasta ári, í úrslitaleiknum við Ungverja um sæti á EM og svo Þjóðadeildarleik gegn Danmörku í kjölfarið. Alfreð, sem skorað hefur 15 mörk fyrir Ísland, gæti mögulega snúið aftur í landsliðið í nóvember þegar það lýkur undankeppni HM með leikjum við Rúmeníu og Norður-Makedóníu.
Þýski boltinn HM 2022 í Katar Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Bolivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Fleiri fréttir Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bolivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Sjá meira