Lovísa í hlé frá handbolta: „Ég er búin að missa gleðina“ Sindri Sverrisson skrifar 27. október 2021 16:47 Valur, KA/Þór, Olís deild kvenna, vetur 2021, handbolti, HSÍ Hulda Margrét „Að mæta á æfingu var orðin kvöð og mér leið ekki vel inn á vellinum,“ segir landsliðskonan Lovísa Thompson, leikmaður Vals, sem hefur ákveðið að taka sér hlé frá handbolta. Lovísa á 22 ára afmæli í dag en hún heldur meðal annars upp á það með fyrrnefndri ákvörðun sem hún viðurkennir að hafi verið mjög erfitt að taka. Hún sé hins vegar búin að missa gleðina sem fylgi því að æfa og spila handbolta. Þetta segir Lovísa í pistli sem hún birti á Instagram í dag. „Síðustu dagar og vikur hafa verið erfiðar en mér hefur ekki liðið vel. Mér hefur þótt erfitt að gera það sem ég elska mest (handbolti) en líkaminn og hausinn hafa ekki verið að vinna saman. Ég ætla því að taka mér pásu frá handbolta eða þangað til að ég finn löngunina aftur,“ segir Lovísa. Lovísa hafði ekki lokið grunnskóla þegar hún sló fyrst í gegn sem handboltakona með liði Gróttu. Hún varð tvívegis Íslandsmeistari og einu sinni bikarmeistari með liðinu, og hefur svo einnig orðið Íslands- og bikarmeistari með Val. „Þetta skref er mér mjöög erfitt en þeir sem þekkja mig vita að ég hef lagt líf og sál í íþróttina lengi vel. Ég er búin að missa gleðina og var farin að valda sjálfri mér og liðsfélögum mínum vonbrigðum. Að mæta á æfingu var orðin kvöð og mér leið ekki vel inn á vellinum,“ segir Lovísa sem hefur nú sett sér það markmið að „setja sjálfa sig í fyrsta sæti, læra að slaka á og finna gleðina á ný,“ eins og hún orðar það. Færslu Lovísu má sjá hér að neðan: View this post on Instagram A post shared by Lovísa Thompson (@lovisathompson) Olís-deild kvenna Valur Mest lesið Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport Í beinni: Valur - Porrino | Evróputitill í boði Handbolti Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Handbolti Erfitt að sofa eftir tvo sólarhringa á hlaupum Sport Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fótbolti Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn „Verður stærsti dagur ævi minnar“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Valur - Porrino | Evróputitill í boði „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Sjá meira
Lovísa á 22 ára afmæli í dag en hún heldur meðal annars upp á það með fyrrnefndri ákvörðun sem hún viðurkennir að hafi verið mjög erfitt að taka. Hún sé hins vegar búin að missa gleðina sem fylgi því að æfa og spila handbolta. Þetta segir Lovísa í pistli sem hún birti á Instagram í dag. „Síðustu dagar og vikur hafa verið erfiðar en mér hefur ekki liðið vel. Mér hefur þótt erfitt að gera það sem ég elska mest (handbolti) en líkaminn og hausinn hafa ekki verið að vinna saman. Ég ætla því að taka mér pásu frá handbolta eða þangað til að ég finn löngunina aftur,“ segir Lovísa. Lovísa hafði ekki lokið grunnskóla þegar hún sló fyrst í gegn sem handboltakona með liði Gróttu. Hún varð tvívegis Íslandsmeistari og einu sinni bikarmeistari með liðinu, og hefur svo einnig orðið Íslands- og bikarmeistari með Val. „Þetta skref er mér mjöög erfitt en þeir sem þekkja mig vita að ég hef lagt líf og sál í íþróttina lengi vel. Ég er búin að missa gleðina og var farin að valda sjálfri mér og liðsfélögum mínum vonbrigðum. Að mæta á æfingu var orðin kvöð og mér leið ekki vel inn á vellinum,“ segir Lovísa sem hefur nú sett sér það markmið að „setja sjálfa sig í fyrsta sæti, læra að slaka á og finna gleðina á ný,“ eins og hún orðar það. Færslu Lovísu má sjá hér að neðan: View this post on Instagram A post shared by Lovísa Thompson (@lovisathompson)
Olís-deild kvenna Valur Mest lesið Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport Í beinni: Valur - Porrino | Evróputitill í boði Handbolti Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Handbolti Erfitt að sofa eftir tvo sólarhringa á hlaupum Sport Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fótbolti Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn „Verður stærsti dagur ævi minnar“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Valur - Porrino | Evróputitill í boði „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Sjá meira