Stór hluti presta „innheimti ekki nema brot af því sem er í boði“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 27. október 2021 21:31 Guðrún Karls- og Helgudóttir, sóknarprestur í Grafarvogskirkju. Vísir/Egill Sóknarprestur í stærstu sókn landsins telur að prestar séu almennt sammála um að afnema eigi gjöld fyrir aukaverk, þó að deilt hafi verið um málið á kirkjuþingi í gær. Hún er bjartsýn á að gjöldin verði afnumin í náinni framtíð. Kirkjuþingi lauk í dag en þar var meðal annars samþykkt tillaga um að stöðva nýráðningar presta tímabundið. Tillögu um að afnema gjöld fyrir aukaverk presta, eins og útfarir, hjónavígslur og skírnir, var hins vegar frestað. Deilur spruttu upp um frávísunartillögu sem lögð var fram vegna málsins í gær. Flutningsmenn voru sakaðir um svokallaða „séra-hagsmunagæslu“ og sakaðir um að reyna að jarða málið. Þrátt fyrir það telur Guðrún Karls- Helgudóttir sóknarprestur í Grafarvogskirkju að málið sé í raun ekki umdeilt - prestar vilji almennt afnema þessi gjöld. „Það sem ég held að við eigum að stefna að er að öll þjónusta þjóðkirkjunnar fyrir félaga eigi að vera gjaldfrjáls og þá á ég við þjónusta presta, þjónusta tónlistarfólks eða organista og leigan eða afnot af kirkjunni sjálfri.“ Viss um að greiðslurnar verði afnumdar í náinni framtíð Hins vegar þurfi að fara réttu leiðina að því og finna út úr því hvernig megi bæta prestum þessa kjaraskerðingu, þó að Guðrún fallist á að laun presta séu góð fyrir. Kirkjuþing eigi ekki að fjalla um kjaramál. „Ég held það séu fáir prestar sem taka nokkra greiðslur fyrir að skíra börn í kirkjunum. Það er ókeypis og hefur verið mjög lengi. Og það er enginn prestur sem innheimtir gjald fyrir eitthvað þar sem fólk hefur ekki ráð á því að greiða. Og ég held að stór hluti presta sé ekki að innheimta nema brot af því sem er í boði.“ Þó að tillögunni hafi verið frestað á hún von á vendingum. „Ég er alveg viss um að þetta verði afnumið í náinni framtíð og ég vona að svo verði,“ segir Guðrún. Þjóðkirkjan Trúmál Kjaramál Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Fleiri fréttir Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Sjá meira
Kirkjuþingi lauk í dag en þar var meðal annars samþykkt tillaga um að stöðva nýráðningar presta tímabundið. Tillögu um að afnema gjöld fyrir aukaverk presta, eins og útfarir, hjónavígslur og skírnir, var hins vegar frestað. Deilur spruttu upp um frávísunartillögu sem lögð var fram vegna málsins í gær. Flutningsmenn voru sakaðir um svokallaða „séra-hagsmunagæslu“ og sakaðir um að reyna að jarða málið. Þrátt fyrir það telur Guðrún Karls- Helgudóttir sóknarprestur í Grafarvogskirkju að málið sé í raun ekki umdeilt - prestar vilji almennt afnema þessi gjöld. „Það sem ég held að við eigum að stefna að er að öll þjónusta þjóðkirkjunnar fyrir félaga eigi að vera gjaldfrjáls og þá á ég við þjónusta presta, þjónusta tónlistarfólks eða organista og leigan eða afnot af kirkjunni sjálfri.“ Viss um að greiðslurnar verði afnumdar í náinni framtíð Hins vegar þurfi að fara réttu leiðina að því og finna út úr því hvernig megi bæta prestum þessa kjaraskerðingu, þó að Guðrún fallist á að laun presta séu góð fyrir. Kirkjuþing eigi ekki að fjalla um kjaramál. „Ég held það séu fáir prestar sem taka nokkra greiðslur fyrir að skíra börn í kirkjunum. Það er ókeypis og hefur verið mjög lengi. Og það er enginn prestur sem innheimtir gjald fyrir eitthvað þar sem fólk hefur ekki ráð á því að greiða. Og ég held að stór hluti presta sé ekki að innheimta nema brot af því sem er í boði.“ Þó að tillögunni hafi verið frestað á hún von á vendingum. „Ég er alveg viss um að þetta verði afnumið í náinni framtíð og ég vona að svo verði,“ segir Guðrún.
Þjóðkirkjan Trúmál Kjaramál Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Fleiri fréttir Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Sjá meira