Meistararnir úr leik eftir vítaspyrnukeppni | Tottenham marði Burnley Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 27. október 2021 21:04 Leikmenn West Ham fögnuðu vel og innilega þegar sigurinn var í höfn. Chloe Knott - Danehouse/Getty Images Fimm leikir fóru fram í enska deildarbikarnum í fótbolta í kvöld og þar með er ljóst hvaða lið eru komin áfram í átta liða úrslit. Ríkjandi meistarar í Manchester City eru úr leik eftir tap í vítaspyrnukeppni gegn West Ham. Eftir reglubundnar 90 mínútur var staðan markalaus í leik Manchester City og West Ham United og því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni til að skera úr um sigurvegara. Phil Foden klikkaði á fyrstu spyrnu City, en allar fimm spyrnur West Ham enduðu í netinu. Niðurstaðan að vítaspyrnukeppni lokinni varð því 5-3 sigur West Ham og liðið verður því í pottinum þegar dregið verður í átta liða úrslit á laugardaginn. Meistararnir í Manchester City eru hins vegar úr leik. WE MAKE IT THROUGH ON PENALTIES! 💪COME ON YOU IRONS!#WHUMCI pic.twitter.com/xOKjN5uW6q— West Ham United (@WestHam) October 27, 2021 Lucas Moura skoraði eina mark leiksins er Tottenham vann nauman 1-0 sigur gegn Jóhanni Berg og félögum í Burnley. Markið kom á 68. mínútu eftir frábæra fyrirgjöf frá Emerson Royal. Sergi Canos og Ivan Toney sáu um markaskorun Brentford sem vann 2-1 sigur gegn Stoke, en Romaine Sawyers minnkaði muninn fyrir heimamenn eftir tæplega klukkutíma leik. Þá mættust Leicester og Brighton einnig í kvöld, en þar þurfti einnig að grípa til vítaspyrnukeppni eftir að staðan var 2-2 að 90 mínútum loknum. Harvey Barnes og Adamola Lookman skoruðu mörk Leicester, en Adam Webster og Enock Mwepu skoruðu mörk Brighton. Enock Mwepu og Neal Maupay klikkuðu á sínum spyrnum fyrir Brighton, en leikmenn Leicester skoruðu úr öllum fjórum spyrnum sínum og fara því áfram. WE'RE THROUGH! 🙌Ricardo is on target from 12 yards, before Ward saves Mwepu's penalty! 👏City: ✅✅✅✅Brighton: ✅❌✅❌#LeiBha— Leicester City (@LCFC) October 27, 2021 Enski boltinn Tengdar fréttir Liverpool tryggði sér sæti í átta liða úrslitum Liverpool heimsótti B-deildarlið Preston North End í 16-liða úrslitum enska deildarbikarsins í kvöld. Rauði herinn mætti með miki breytt lið frá stórsigri sínum gegn Manchester United um liðna helgi, en það kom ekki að sök og liðið fer áfram eftir 2-0 sigur. 27. október 2021 20:36 Mest lesið Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Enski boltinn Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Fleiri fréttir Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Manchester City rak stjórann sinn fimm dögum fyrir bikarúrslitaleik Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Finnur sig vel í hörkunni á Englandi: „Orðinn fullorðinn maður núna“ West Ham með dýrara lið en Barcelona og AC Milan Höjlund fékk óvænt hrós þrátt fyrir nítjánda markalausa leikinn í röð Sex leikja bann fyrir brotið á Mateta Segir að Amorim sé að „drukkna“ hjá United Ekki bara Liverpool þríeykið sem er að renna út á samning Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Sjá meira
Eftir reglubundnar 90 mínútur var staðan markalaus í leik Manchester City og West Ham United og því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni til að skera úr um sigurvegara. Phil Foden klikkaði á fyrstu spyrnu City, en allar fimm spyrnur West Ham enduðu í netinu. Niðurstaðan að vítaspyrnukeppni lokinni varð því 5-3 sigur West Ham og liðið verður því í pottinum þegar dregið verður í átta liða úrslit á laugardaginn. Meistararnir í Manchester City eru hins vegar úr leik. WE MAKE IT THROUGH ON PENALTIES! 💪COME ON YOU IRONS!#WHUMCI pic.twitter.com/xOKjN5uW6q— West Ham United (@WestHam) October 27, 2021 Lucas Moura skoraði eina mark leiksins er Tottenham vann nauman 1-0 sigur gegn Jóhanni Berg og félögum í Burnley. Markið kom á 68. mínútu eftir frábæra fyrirgjöf frá Emerson Royal. Sergi Canos og Ivan Toney sáu um markaskorun Brentford sem vann 2-1 sigur gegn Stoke, en Romaine Sawyers minnkaði muninn fyrir heimamenn eftir tæplega klukkutíma leik. Þá mættust Leicester og Brighton einnig í kvöld, en þar þurfti einnig að grípa til vítaspyrnukeppni eftir að staðan var 2-2 að 90 mínútum loknum. Harvey Barnes og Adamola Lookman skoruðu mörk Leicester, en Adam Webster og Enock Mwepu skoruðu mörk Brighton. Enock Mwepu og Neal Maupay klikkuðu á sínum spyrnum fyrir Brighton, en leikmenn Leicester skoruðu úr öllum fjórum spyrnum sínum og fara því áfram. WE'RE THROUGH! 🙌Ricardo is on target from 12 yards, before Ward saves Mwepu's penalty! 👏City: ✅✅✅✅Brighton: ✅❌✅❌#LeiBha— Leicester City (@LCFC) October 27, 2021
Enski boltinn Tengdar fréttir Liverpool tryggði sér sæti í átta liða úrslitum Liverpool heimsótti B-deildarlið Preston North End í 16-liða úrslitum enska deildarbikarsins í kvöld. Rauði herinn mætti með miki breytt lið frá stórsigri sínum gegn Manchester United um liðna helgi, en það kom ekki að sök og liðið fer áfram eftir 2-0 sigur. 27. október 2021 20:36 Mest lesið Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Enski boltinn Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Fleiri fréttir Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Manchester City rak stjórann sinn fimm dögum fyrir bikarúrslitaleik Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Finnur sig vel í hörkunni á Englandi: „Orðinn fullorðinn maður núna“ West Ham með dýrara lið en Barcelona og AC Milan Höjlund fékk óvænt hrós þrátt fyrir nítjánda markalausa leikinn í röð Sex leikja bann fyrir brotið á Mateta Segir að Amorim sé að „drukkna“ hjá United Ekki bara Liverpool þríeykið sem er að renna út á samning Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Sjá meira
Liverpool tryggði sér sæti í átta liða úrslitum Liverpool heimsótti B-deildarlið Preston North End í 16-liða úrslitum enska deildarbikarsins í kvöld. Rauði herinn mætti með miki breytt lið frá stórsigri sínum gegn Manchester United um liðna helgi, en það kom ekki að sök og liðið fer áfram eftir 2-0 sigur. 27. október 2021 20:36