Grunur um að herinn hafi hylmt yfir morð breskra hermanna Hólmfríður Gísladóttir skrifar 28. október 2021 10:37 Rose Wanyua heldur á mynd af systur sinni, Agnesi Wanjiru. epa/Daniel Irungu Hershöfðinginn Mark Carleton-Smith segist blöskra ásakanir þess efnis að breskir hermann kunni að hafa átt þátt í morðinu á konu í Kenía árið 2012. Segist hann munu vinna með yfirvöldum að því að upplýsa málið. Lík Agnesar Wanjiru, 21 árs, fannst í rotþró við Lions Court-hótelið í bænum Nanyuki, nærri þjálfunarbúðum breska hersins. Hennar hafði þá verið saknað í tvo mánuði. Rannsókn leiddi í ljós að hún hafði verið stungin og sundurlimuð. Sunday Times greindi frá því að hermaður sem hefur verið sakaður um morðið hafi játað eftir að félagar hans gáfu hann upp. Þá hefði annar hermaður greint yfirmönnum frá morðinu á sínum tíma en þeir hefðu ekki gripið til neinna aðgerða. Einstaklingar innan Verkamannaflokksins hafa kallað eftir rannsókn á því hvort hylmt hafi verið yfir morðið innan hersins. My message to the Chain of Command on allegations surrounding the actions of British Army personnel in Kenya during 2012. @BritishArmy pic.twitter.com/Kqw0qzavKS— The Chief of the General Staff (@ArmyCGS) October 27, 2021 Samkvæmt Guardian hætti Wanjiru í námi og gerðist vændiskona til að sjá fyrir barni sínu. Hún sást síðast nóttina 31. mars 2012, þar sem hún yfirgaf bar í Nanyuki í fylgd tveggja breskra hermanna. Lík hennar fannst fyrir aftan herbergi þar sem hermennirnir dvöldu. Rannsóknardómari komst að þeirri niðurstöðu árið 2019 að Wanjiru hefði verið myrt af einum eða tveimur breskum hermönnum. Hann sagði að blóð og brotinn spegill hefðu fundist á herbergi á Lions Court-hótelinu og að yfirhylming hefði mögulega átt sér stað. Dóttir Wanjiru, sem nú er 10 ára, dvelur nú hjá móðursystur sinni. „Við erum fátæk en við munum ekki þegja. Ég veit að breskir hermenn myrtu hana. Allt sem ég get gert núna er að biðja fyrir því að þeir náist,“ sagði hún í samtali við Times. Guardian greindi frá. Bretland Kenía Kynferðisofbeldi Vændi Hernaður Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Fleiri fréttir Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Sjá meira
Lík Agnesar Wanjiru, 21 árs, fannst í rotþró við Lions Court-hótelið í bænum Nanyuki, nærri þjálfunarbúðum breska hersins. Hennar hafði þá verið saknað í tvo mánuði. Rannsókn leiddi í ljós að hún hafði verið stungin og sundurlimuð. Sunday Times greindi frá því að hermaður sem hefur verið sakaður um morðið hafi játað eftir að félagar hans gáfu hann upp. Þá hefði annar hermaður greint yfirmönnum frá morðinu á sínum tíma en þeir hefðu ekki gripið til neinna aðgerða. Einstaklingar innan Verkamannaflokksins hafa kallað eftir rannsókn á því hvort hylmt hafi verið yfir morðið innan hersins. My message to the Chain of Command on allegations surrounding the actions of British Army personnel in Kenya during 2012. @BritishArmy pic.twitter.com/Kqw0qzavKS— The Chief of the General Staff (@ArmyCGS) October 27, 2021 Samkvæmt Guardian hætti Wanjiru í námi og gerðist vændiskona til að sjá fyrir barni sínu. Hún sást síðast nóttina 31. mars 2012, þar sem hún yfirgaf bar í Nanyuki í fylgd tveggja breskra hermanna. Lík hennar fannst fyrir aftan herbergi þar sem hermennirnir dvöldu. Rannsóknardómari komst að þeirri niðurstöðu árið 2019 að Wanjiru hefði verið myrt af einum eða tveimur breskum hermönnum. Hann sagði að blóð og brotinn spegill hefðu fundist á herbergi á Lions Court-hótelinu og að yfirhylming hefði mögulega átt sér stað. Dóttir Wanjiru, sem nú er 10 ára, dvelur nú hjá móðursystur sinni. „Við erum fátæk en við munum ekki þegja. Ég veit að breskir hermenn myrtu hana. Allt sem ég get gert núna er að biðja fyrir því að þeir náist,“ sagði hún í samtali við Times. Guardian greindi frá.
Bretland Kenía Kynferðisofbeldi Vændi Hernaður Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Fleiri fréttir Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Sjá meira