Góður framgangur samstarfsverkefnis Íslands og UN Women í Mósambík Heimsljós 28. október 2021 16:25 Nemendur í Jafnréttisskólanum komu til Íslands árið 2019: Imeldina Eduardo Matimbe Rego, Rayma Titia Amélia Rajá, Gabriel Oladipupo Ogbeyemi, Fátima António De Deus. Ný landsstefna hefur verið mótuð og innleidd til að bæta þjónustu við fórnarlömb heimilisofbeldis í Mósambík og 822 einstaklingar hafa fengið þjálfun í heildrænni nálgun fyrir umsýslu og umönnun fórnarlamba þar í landi. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í niðurstöðum miðannarúttektar á verkefni UN Women sem Ísland styður í Mósambík. Fulltrúar utanríkisráðuneytisins tóku þátt í samráðshópi úttektarinnar fyrir Íslands hönd. Verkefnið ber yfirskriftina „Skilvirk þátttaka af hálfu kvenna og stúlkna á sviði friðar, öryggis og enduruppbyggingar í Mósambík“ (e. Promoting women and girl‘s effective participation in peace, security and recovery in Mozambique). Árangur af verkefninu hefur verið margvíslegur og hefur markmiðum fyrir ólíka verkþætti verið náð. Yfir 1500 konur frá frjálsum félagasamtökum hafa fengið þjálfun í friðar- og öryggismálum, auk þess sem samráðsvettvangur hefur verið settur á laggirnar. Því til viðbótar hafa yfir 200 karlmenn fengið þjálfun í hvernig virkja megi konur til þátttöku í friðarferlum. Alls er talið að almenn kynning og fræðsla vegna verkefnisins hafi náð til 21 milljón einstaklinga. Framlag Íslands fól m.a. í sér að sex nemendur hlutu þjálfun hjá Alþjóðlegum jafnréttisskóla GRÓ á Íslandi og luku diplómagráðu í alþjóðlegum jafnréttisfræðum frá Háskóla Íslands. Þessir nemendur komu úr lykilstofnunum í Mósambík sem stuðla að friði og öryggi, s.s. frá lögreglu, her og fræðastofnunum og munu nemendurnir hafa hlutverki að gegna í áframhaldandi innleiðingu verkefnisins. Verkefnið hófst í desember 2017 og var framlengt án frekari fjárveitingar til 2022. Verkefnið hefur verið innleitt í 17 sveitarfélögum (e. Districts) í sjö héruðum (e. Provinces) landsins og nemur heildarumfang þess 4,5 milljónum bandaríkjadollara. Meginmarkmið verkefnisins eru þríþætt: (1) mótun landsáætlunar um konur frið og öryggi (NAP 1325), (2) stuðla að getu stjórnvalda til að fylgja eftir og framkvæma áætlunina í öllum landshlutum, og (3) að veita samþætta þjónustu fyrir konur og stúlkur sem eru fórnarlömb ofbeldis, og jafnframt stuðla að sjálfstæði þeirra og efnahagslegum framgangi. Þrátt fyrir góðan árangur verkefnisins á ýmsum sviðum, telja skýrsluhöfundar að úrbóta sé enn þörf til að auka heildarárangur verkefnisins. Niðurstöður miðannarúttektarinnar eru settar fram í skýrslum á ensku og portúgölsku. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent
Ný landsstefna hefur verið mótuð og innleidd til að bæta þjónustu við fórnarlömb heimilisofbeldis í Mósambík og 822 einstaklingar hafa fengið þjálfun í heildrænni nálgun fyrir umsýslu og umönnun fórnarlamba þar í landi. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í niðurstöðum miðannarúttektar á verkefni UN Women sem Ísland styður í Mósambík. Fulltrúar utanríkisráðuneytisins tóku þátt í samráðshópi úttektarinnar fyrir Íslands hönd. Verkefnið ber yfirskriftina „Skilvirk þátttaka af hálfu kvenna og stúlkna á sviði friðar, öryggis og enduruppbyggingar í Mósambík“ (e. Promoting women and girl‘s effective participation in peace, security and recovery in Mozambique). Árangur af verkefninu hefur verið margvíslegur og hefur markmiðum fyrir ólíka verkþætti verið náð. Yfir 1500 konur frá frjálsum félagasamtökum hafa fengið þjálfun í friðar- og öryggismálum, auk þess sem samráðsvettvangur hefur verið settur á laggirnar. Því til viðbótar hafa yfir 200 karlmenn fengið þjálfun í hvernig virkja megi konur til þátttöku í friðarferlum. Alls er talið að almenn kynning og fræðsla vegna verkefnisins hafi náð til 21 milljón einstaklinga. Framlag Íslands fól m.a. í sér að sex nemendur hlutu þjálfun hjá Alþjóðlegum jafnréttisskóla GRÓ á Íslandi og luku diplómagráðu í alþjóðlegum jafnréttisfræðum frá Háskóla Íslands. Þessir nemendur komu úr lykilstofnunum í Mósambík sem stuðla að friði og öryggi, s.s. frá lögreglu, her og fræðastofnunum og munu nemendurnir hafa hlutverki að gegna í áframhaldandi innleiðingu verkefnisins. Verkefnið hófst í desember 2017 og var framlengt án frekari fjárveitingar til 2022. Verkefnið hefur verið innleitt í 17 sveitarfélögum (e. Districts) í sjö héruðum (e. Provinces) landsins og nemur heildarumfang þess 4,5 milljónum bandaríkjadollara. Meginmarkmið verkefnisins eru þríþætt: (1) mótun landsáætlunar um konur frið og öryggi (NAP 1325), (2) stuðla að getu stjórnvalda til að fylgja eftir og framkvæma áætlunina í öllum landshlutum, og (3) að veita samþætta þjónustu fyrir konur og stúlkur sem eru fórnarlömb ofbeldis, og jafnframt stuðla að sjálfstæði þeirra og efnahagslegum framgangi. Þrátt fyrir góðan árangur verkefnisins á ýmsum sviðum, telja skýrsluhöfundar að úrbóta sé enn þörf til að auka heildarárangur verkefnisins. Niðurstöður miðannarúttektarinnar eru settar fram í skýrslum á ensku og portúgölsku. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent