Aðalmeðferð í máli eldri borgara gegn Tryggingastofnun hefst í dag Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 29. október 2021 10:10 Boðað hefur verið til útifundar að loknu dómsháldi klukkan 14 þar sem málið verður kynnt. Vísir/Vilhelm Félagar úr Gráa hernum, baráttuhópi eldri borgara um lífeyrismál, mættu í Héraðsdóm Reykjavíkur í morgun til að fylgjast með aðalmeðferð í máli félaga hópsins gegn Tryggingastofnun. Málið höfðuðu þrír félagar Gráa hersins gegn Tryggingastofnun vegna skerðinga á ellilífeyri og heimilisuppbót á móti greiðslum frá lífeyrissjóðum. Er málið byggt á því sjónarmiði að með skerðingu opinberra lífeyrisgreiðslna í hlutfalli við réttindi, sem ellilífeyristakar hafa áunnið sér í lífeyrissjóðum með vinnuframlagi sínu og iðgjöldum, sé gengið gegn stjórnarskrarvörðum eignarrétti lífeyristaka. Að loknu dómhaldi verður útifundur á Austurvelli á vegum Gráa hersins þar sem Helgi Pétursson, formaður Landssambands eldri borgara, kynnir málsóknina. Þá mun Flóki Ásgeirsson lögmaður gera greni fyrir málflutningi beggja aðila málsins, Jónas Þórir og Örn Árnason fara með gamanmál, Þórhildur Þorleifsdóttir leikstjóri heldur tölu eftirlaunakonu og Hörður Torfa söngvaskóld flytur tónlist. Þá mun Andrea Jónsdóttir þeyta skífum fyrir fund og efla baráttuandann. Boðað hefur verið til útifundar að loknu dómshaldi.Vísir/Vilhelm Í kynningu Landssambands eldri borgara á málinu segir að skerðingarnar, sem meðlimir Gráa hersins mótmæla, nemi allt að 56,9 prósentum af greiðslum úr lífeyrissjóði. „Þegar einnig sé tekið tillit til tekjuskatta sé því um að ræða ígildi eignaupptöku á allt að 72,9% greiðslna frá lífeyrissjóðum. Þetta sé brot á 72. gr. stjórnarskrárinnar og 1. gr. 1. viðauka mannréttindasáttmála Evrópu um friðhelgi eignarréttarins, og ákvæðum 65. gr. stjórnarskrárinnar og 14. gr. mannréttindasáttmálans, sem leggja bann við mismunun,“ segir í tilkynningunni. Eldri borgarar fjölmenntu í Héraðsdóm Reykjavíkur í morgun.Vísir/Vilhelm Í stefnu málsins kemur fram að kerfi skyldulífeyrissparnaðar, sem komið var á árið 1969, hafi ætlunin verið að hann kæmi til viðbótar við almannatryggingar, en ekki í stað þeirra. Núverandi skerðingar geri það þó að verkum að stór hluti þes ávinnings sem rekja megi til lífeyrissjóðakerfisins sé færður frá sjóðfélögum til ríkisins. Í stað þess að sjóðfélagar njóti lífeyrissparnaðar síns séu réttindi þeirra í lifyeirrsjóðum notuð til að draga úr útgjöldum ríkisins til almannatryggingar. Kjaramál Dómsmál Tryggingar Lífeyrissjóðir Eldri borgarar Tengdar fréttir Segir Bjarna og ríkisstjórnina blóðmjólka eldri borgara Grái herinn býst til vopna. Ríkið tekur 80 prósent af aukagreiðslum eftirlaunafólks og 45 milljarða árlega af lífeyrisþegum. 25. maí 2021 11:52 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Fleiri fréttir Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Sjá meira
Málið höfðuðu þrír félagar Gráa hersins gegn Tryggingastofnun vegna skerðinga á ellilífeyri og heimilisuppbót á móti greiðslum frá lífeyrissjóðum. Er málið byggt á því sjónarmiði að með skerðingu opinberra lífeyrisgreiðslna í hlutfalli við réttindi, sem ellilífeyristakar hafa áunnið sér í lífeyrissjóðum með vinnuframlagi sínu og iðgjöldum, sé gengið gegn stjórnarskrarvörðum eignarrétti lífeyristaka. Að loknu dómhaldi verður útifundur á Austurvelli á vegum Gráa hersins þar sem Helgi Pétursson, formaður Landssambands eldri borgara, kynnir málsóknina. Þá mun Flóki Ásgeirsson lögmaður gera greni fyrir málflutningi beggja aðila málsins, Jónas Þórir og Örn Árnason fara með gamanmál, Þórhildur Þorleifsdóttir leikstjóri heldur tölu eftirlaunakonu og Hörður Torfa söngvaskóld flytur tónlist. Þá mun Andrea Jónsdóttir þeyta skífum fyrir fund og efla baráttuandann. Boðað hefur verið til útifundar að loknu dómshaldi.Vísir/Vilhelm Í kynningu Landssambands eldri borgara á málinu segir að skerðingarnar, sem meðlimir Gráa hersins mótmæla, nemi allt að 56,9 prósentum af greiðslum úr lífeyrissjóði. „Þegar einnig sé tekið tillit til tekjuskatta sé því um að ræða ígildi eignaupptöku á allt að 72,9% greiðslna frá lífeyrissjóðum. Þetta sé brot á 72. gr. stjórnarskrárinnar og 1. gr. 1. viðauka mannréttindasáttmála Evrópu um friðhelgi eignarréttarins, og ákvæðum 65. gr. stjórnarskrárinnar og 14. gr. mannréttindasáttmálans, sem leggja bann við mismunun,“ segir í tilkynningunni. Eldri borgarar fjölmenntu í Héraðsdóm Reykjavíkur í morgun.Vísir/Vilhelm Í stefnu málsins kemur fram að kerfi skyldulífeyrissparnaðar, sem komið var á árið 1969, hafi ætlunin verið að hann kæmi til viðbótar við almannatryggingar, en ekki í stað þeirra. Núverandi skerðingar geri það þó að verkum að stór hluti þes ávinnings sem rekja megi til lífeyrissjóðakerfisins sé færður frá sjóðfélögum til ríkisins. Í stað þess að sjóðfélagar njóti lífeyrissparnaðar síns séu réttindi þeirra í lifyeirrsjóðum notuð til að draga úr útgjöldum ríkisins til almannatryggingar.
Kjaramál Dómsmál Tryggingar Lífeyrissjóðir Eldri borgarar Tengdar fréttir Segir Bjarna og ríkisstjórnina blóðmjólka eldri borgara Grái herinn býst til vopna. Ríkið tekur 80 prósent af aukagreiðslum eftirlaunafólks og 45 milljarða árlega af lífeyrisþegum. 25. maí 2021 11:52 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Fleiri fréttir Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Sjá meira
Segir Bjarna og ríkisstjórnina blóðmjólka eldri borgara Grái herinn býst til vopna. Ríkið tekur 80 prósent af aukagreiðslum eftirlaunafólks og 45 milljarða árlega af lífeyrisþegum. 25. maí 2021 11:52