Segir að önnur lið vonist eftir sigri United svo Solskjær haldi starfinu Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 29. október 2021 17:46 Ole Gunnar Solskjær er sagður valtur í starfi. EPA-EFE/Peter Powell Sparkspekingurinn og fyrrverandi knattspyrnumaðurinn Paul Merson segir að stuðningsmenn annarra liða en Manchester United vonist eftir sigri Rauðu djöflanna gegn Tottenham á morgun svo Norðmaðurinn Ole Gunnar Solskjær haldi starfi sínu lengur sem knattspyrnustjóri liðsins. Fyrsti deildarleikur United eftir vægast sagt niðurlægjandi 5-0 tap gegn erkifjendunum í Liverpool um seinustu helgi er útileikur gegn Tottenham Hotspur á morgun. Bæði lið hafa verið í basli í upphafi tímabils og tap gegn Tottenham myndi skapa enn meiri óvissu um framtíð Solskjær sem knattspyrnustjóri United. Merson segir að stuðningsmenn liðanna sem eru líklegust til að berjast við United um Evrópusæti muni vonast eftir sigri Manchester-liðsins. Nema þá kannski stuðningsmenn Tottenham. „Það skrýtna er að stuðningsmenn annarra liða munu vilja að United vinni svo að Solkjær haldi starfinu,“ skrifaði Merson í pistli sínum. „Þú þarft bara að horfa á Chelsea síðan Thomas Tuchel tók við til að sjá hvaða áhrif nýr þjálfari getur haft. Þeir unnu Meistaradeildina og eru nú líklegir til að vinna deildina.“ „Ég er ekki viss um að leikurinn á morgun sé skyldusigur fyrir United, en ef hann er það, og klúbburinn heldur í þjálfara sem hangir á bláþræði fyrir hvern einasta leik, er það þá rétta leiðin?“ „Við vitum samt alveg hvað gerist. United vinnur Tottenham og það verður allt í góðu í viku í viðbót. Síðan gætu þeir náð í úrslit á móti Atalanta, en svo tapa þeir líklega gegn City.“ https://twitter.com/SkySportsPL/status/1454074288588275714 Enski boltinn Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti PSG - Bayern | Meistararnir gegn liðinu sem vinnur alltaf Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Sjá meira
Fyrsti deildarleikur United eftir vægast sagt niðurlægjandi 5-0 tap gegn erkifjendunum í Liverpool um seinustu helgi er útileikur gegn Tottenham Hotspur á morgun. Bæði lið hafa verið í basli í upphafi tímabils og tap gegn Tottenham myndi skapa enn meiri óvissu um framtíð Solskjær sem knattspyrnustjóri United. Merson segir að stuðningsmenn liðanna sem eru líklegust til að berjast við United um Evrópusæti muni vonast eftir sigri Manchester-liðsins. Nema þá kannski stuðningsmenn Tottenham. „Það skrýtna er að stuðningsmenn annarra liða munu vilja að United vinni svo að Solkjær haldi starfinu,“ skrifaði Merson í pistli sínum. „Þú þarft bara að horfa á Chelsea síðan Thomas Tuchel tók við til að sjá hvaða áhrif nýr þjálfari getur haft. Þeir unnu Meistaradeildina og eru nú líklegir til að vinna deildina.“ „Ég er ekki viss um að leikurinn á morgun sé skyldusigur fyrir United, en ef hann er það, og klúbburinn heldur í þjálfara sem hangir á bláþræði fyrir hvern einasta leik, er það þá rétta leiðin?“ „Við vitum samt alveg hvað gerist. United vinnur Tottenham og það verður allt í góðu í viku í viðbót. Síðan gætu þeir náð í úrslit á móti Atalanta, en svo tapa þeir líklega gegn City.“ https://twitter.com/SkySportsPL/status/1454074288588275714
Enski boltinn Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti PSG - Bayern | Meistararnir gegn liðinu sem vinnur alltaf Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Sjá meira