Viðvarandi óvissustig á Siglufjarðarvegi vegna jarðskriðs Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 30. október 2021 18:15 Sveinn Zophaníasson er fyrrverandi eftirlitsmaður á Siglufjarðarvegi. Stöð 2/Óttar Viðvarandi óvissustigi hefur verið lýst yfir á Siglufjarðarvegi vegna jarðskriðs og hættu á grjóthruni allt árið um kring. Fyrrverandi eftirlitsmaður segir aldrei muni vera hægt að laga veginn almennilega, finna verði varanlegri lausn. Það var í byrjun mánaðar sem Vegagerðin ákvað í fyrsta skipti að lýsa yfir viðvarandi óvissustigi á veginum. Siglfirðingar hafa lengi kvartað undan ástandinu en vegurinn er helsta leið milli bæjarins og Reykjavíkur. Allur hluti vegarinns sem liggur um Almenninga er flokkaður sem skriðuhættusvæði og þegar því lýkur við Mánárskriður tekur við grjóthrunssvæði alla leið inn í bæinn. Tvisvar til þrisvar sinnum fleiri slys Í viðbragðsáætlun Vegagerðarinnar vegna hættu á veginum segir að þar aki að meðaltali 295 bílar á sólarhring. Þeir eru mun fleiri yfir sumartímann; 510 að meðaltali á dag en 130 á veturna. Hætta er á jarðsigi á löngum kafla á Siglufjarðarvegi.Vísir/Óttar Á árunum 2010 til 2016 urðu tvö slys á veginum á ári að meðaltali en það er 2,3 sinnum hærri tíðni en gerist að meðaltali á þjóðvegum landsins. Og á stuttum vegarkafla sem nær inn fyrir Strákagöng er slysatíðnin orðin tæplega þrisvar sinnum hærri og er sá kafli flokkaður með hættulegustu vegum landsins. Ástandið verður sérstaklega slæmt í miklum rigningum og í dag varaði Vegagerðin ökumenn við hættu á grjótskriðum. Norðurland: ATH Vegna mikillar úrkomu á Siglufjarðarvegi og þar i kring er hætta á grjótskriðum við Strákagöng og í Mánaskriðunum. #færðin— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) October 29, 2021 Við hittum fyrrverandi eftirlitsmann á einum af verri köflum vegarins. „Það er þetta jarðsig sem að er hérna á bak við okkur. Þetta er stöðugt á ferðinni. Hér er þar sem vegurinn sígur einna mest af þessum svæðum hérna," segir Sveinn Zophaníasson. Farið er í daglega eftirlitsferð á svæðinu og sá Sveinn um þær lengi áður en hann hætti störfum og seldi fyrirtæki sitt „Ég myndi nú segja að síðustu 12 til 15 árin þá hefur maður séð breytingar. Kannski meiri en áður. Það er kannski fyrst og fremst tíðarfar. Og svo aukinn umferðarþungi,“ segir Sveinn. Hann telur veginn engan veginn ganga til lengdar enda sé allt svæðið á hreyfingu og mun stór hluti þess enda úti í sjó á næstu áratugum. Hann telur að grafa verði göng inn til Siglufjarðar eins og kallað hefur verið eftir. En er hætta á að stórslys verði á veginum og að hluti hans hreynlega hrynji niður í skriðu? „Eini staðurinn sem ég væri kannski svoldið smeykur við að það er þar sem að skýlið var, gamla. Þar er ekkert undirlendi, það er mjög bratt fram í sjó. Þannig að það er eini staðurinn sem maður gæti ímyndað sér að eitthvað gerðist snögglega,“ segir Sveinn Zophaníasson Fjallabyggð Samgöngur Samgönguslys Vegagerð Náttúruhamfarir Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Ísraelsher viðurkennir mistök eftir birtingu myndefnis Erlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Erlent Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Fleiri fréttir Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Sjá meira
Það var í byrjun mánaðar sem Vegagerðin ákvað í fyrsta skipti að lýsa yfir viðvarandi óvissustigi á veginum. Siglfirðingar hafa lengi kvartað undan ástandinu en vegurinn er helsta leið milli bæjarins og Reykjavíkur. Allur hluti vegarinns sem liggur um Almenninga er flokkaður sem skriðuhættusvæði og þegar því lýkur við Mánárskriður tekur við grjóthrunssvæði alla leið inn í bæinn. Tvisvar til þrisvar sinnum fleiri slys Í viðbragðsáætlun Vegagerðarinnar vegna hættu á veginum segir að þar aki að meðaltali 295 bílar á sólarhring. Þeir eru mun fleiri yfir sumartímann; 510 að meðaltali á dag en 130 á veturna. Hætta er á jarðsigi á löngum kafla á Siglufjarðarvegi.Vísir/Óttar Á árunum 2010 til 2016 urðu tvö slys á veginum á ári að meðaltali en það er 2,3 sinnum hærri tíðni en gerist að meðaltali á þjóðvegum landsins. Og á stuttum vegarkafla sem nær inn fyrir Strákagöng er slysatíðnin orðin tæplega þrisvar sinnum hærri og er sá kafli flokkaður með hættulegustu vegum landsins. Ástandið verður sérstaklega slæmt í miklum rigningum og í dag varaði Vegagerðin ökumenn við hættu á grjótskriðum. Norðurland: ATH Vegna mikillar úrkomu á Siglufjarðarvegi og þar i kring er hætta á grjótskriðum við Strákagöng og í Mánaskriðunum. #færðin— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) October 29, 2021 Við hittum fyrrverandi eftirlitsmann á einum af verri köflum vegarins. „Það er þetta jarðsig sem að er hérna á bak við okkur. Þetta er stöðugt á ferðinni. Hér er þar sem vegurinn sígur einna mest af þessum svæðum hérna," segir Sveinn Zophaníasson. Farið er í daglega eftirlitsferð á svæðinu og sá Sveinn um þær lengi áður en hann hætti störfum og seldi fyrirtæki sitt „Ég myndi nú segja að síðustu 12 til 15 árin þá hefur maður séð breytingar. Kannski meiri en áður. Það er kannski fyrst og fremst tíðarfar. Og svo aukinn umferðarþungi,“ segir Sveinn. Hann telur veginn engan veginn ganga til lengdar enda sé allt svæðið á hreyfingu og mun stór hluti þess enda úti í sjó á næstu áratugum. Hann telur að grafa verði göng inn til Siglufjarðar eins og kallað hefur verið eftir. En er hætta á að stórslys verði á veginum og að hluti hans hreynlega hrynji niður í skriðu? „Eini staðurinn sem ég væri kannski svoldið smeykur við að það er þar sem að skýlið var, gamla. Þar er ekkert undirlendi, það er mjög bratt fram í sjó. Þannig að það er eini staðurinn sem maður gæti ímyndað sér að eitthvað gerðist snögglega,“ segir Sveinn Zophaníasson
Fjallabyggð Samgöngur Samgönguslys Vegagerð Náttúruhamfarir Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Ísraelsher viðurkennir mistök eftir birtingu myndefnis Erlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Erlent Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Fleiri fréttir Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Sjá meira