Munu kolefnisjafna flugið tvöfalt og sæta ströngum reglum um sóttvarnir Hólmfríður Gísladóttir skrifar 1. nóvember 2021 07:29 Svissneski listamaðurinn Gerry Hofstetter framdi gjörning í tilefni COP26, þar sem hann varpaði myndum á ísjaka við strendur Grænlands. Þannig freistaði hann þess að búa til tímabundna minnisvarða um þær loftslagsbreytingar sem maðurinn og aðrir íbúar jarðarinnar standa frammi fyrir. epa/Frank Schwarzbach Sendinefnd Íslands á loftslagsráðstefnunni í Glasgow mun telja í kringum 60 manns en þar af verða 26 á vegum íslenskra stjórnvalda. Gripið verður til víðtækra sóttvarnaráðstafana vegna ráðstefnunnar og þá munu þau ráðuneyti sem senda fulltrúa kolefnisjafna flugið tvöfalt, í samræmi við loftslagsstefnu stjórnarráðsins. Þetta kemur fram í svörum umhverfisráðuneytisins við fyrirspurn Vísis en tilefni hennar var gagnrýni á þátttöku Íslands, sem hefur verið sett fram á samfélagsmiðlum. Meðal gagnrýnenda er Sigríðar Á. Andersen, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sem spurði meðal annars á Facebook hvort einhver fulltrúa Íslands hefði ekki „sagt okkur hinum að ferðast minna vegna „hamfarahlýnunar““ og „skipað okkur hinum að vera heima vegna þess að smitum sé að fjölga og „við séum öll almannavarnir““. Færsla Sigríðar hefur vakið nokkra athygli og meðal annars verið deilt 67 sinnum. Í svörum umhverfisráðuneytisins segir hins vegar meðal annars að samkvæmt lögum um loftslagsmál eigi ráðuneyti og stofnanir að kolefnisjafna flug sitt og að ráðuneytin muni kolefnisjafna tvöfalt fyrir umrætt flug í samræmi við loftlagsstefnu stjórnarráðsins. Þá er bent á strangar sóttvarnareglur ráðstefnunnar en ólíkar reglur munu gilda um þá sem eru fullbólusettir og þá sem hafa ekki verið bólusettir. Allir þátttakendur eru hvattir til að láta bólusetja sig áður en þeir ferðast á ráðstefnuna og allir þurfa að framvísa neikvæðu Covid-19 prófi áður en þeir ferðast. Þátttakendur munu einnig þurfa að taka nýtt Covid-19 próf innan tveggja daga eftir komuna til Glasgow og aftur á áttunda degi ef þeir eru óbólusettir. Þá verða allir að taka hraðpróf einu sinni á dag, ef þeir hyggjast sækja viðburði á dagskrá ráðstefnunnar. Gestir verða einnig að virða eins metra fjarlægðarmörk og bera grímu þar sem þess er krafist. Meðal þátttakenda Íslands á ráðustefnunni, sem hófst í gær og stendur yfir til 12. nóvember, eru Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra, Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Þórdís Kolbrún Gylfadóttir ferðamála- og nýsköpunarráðherra. Þá munu einnig sækja fundinn fulltrúar frá Reykjavíkurborg, umhverfisverndarsamtökum, lífeyrissjóðum og ýmsum fyrirtækjum. Loftslagsmál Skotland COP26 Tengdar fréttir COP26 sett í Glasgow: „Okkar síðasta og besta von“ Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna, COP26, var sett í morgun. Setningin markar upphaf tveggja vikna fundarhalda og viðræðna þar sem fulltrúar næstum 200 ríkja freista þess að ná saman um aðgerðir til að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda og stemma stigum við áhrifum af hnattrænni hlýnun. 31. október 2021 13:19 Fimmtíu manna sendinefnd á leið á loftslagsráðstefnuna í Glasgow Umhverfissamtök segja íslensk stjórnvöld þurfa að gera mun betur í loftslagsmálum og krefjast þess að atvinnugreinum verði sett skýr losunarmörk. Þetta kemur fram í afdráttarlausri áskorun þeirra í aðdraganda loftslagsráðstefnunnar COP26 í Glasgow. 28. október 2021 22:16 Mest lesið Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Fleiri fréttir Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Sjá meira
Þetta kemur fram í svörum umhverfisráðuneytisins við fyrirspurn Vísis en tilefni hennar var gagnrýni á þátttöku Íslands, sem hefur verið sett fram á samfélagsmiðlum. Meðal gagnrýnenda er Sigríðar Á. Andersen, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sem spurði meðal annars á Facebook hvort einhver fulltrúa Íslands hefði ekki „sagt okkur hinum að ferðast minna vegna „hamfarahlýnunar““ og „skipað okkur hinum að vera heima vegna þess að smitum sé að fjölga og „við séum öll almannavarnir““. Færsla Sigríðar hefur vakið nokkra athygli og meðal annars verið deilt 67 sinnum. Í svörum umhverfisráðuneytisins segir hins vegar meðal annars að samkvæmt lögum um loftslagsmál eigi ráðuneyti og stofnanir að kolefnisjafna flug sitt og að ráðuneytin muni kolefnisjafna tvöfalt fyrir umrætt flug í samræmi við loftlagsstefnu stjórnarráðsins. Þá er bent á strangar sóttvarnareglur ráðstefnunnar en ólíkar reglur munu gilda um þá sem eru fullbólusettir og þá sem hafa ekki verið bólusettir. Allir þátttakendur eru hvattir til að láta bólusetja sig áður en þeir ferðast á ráðstefnuna og allir þurfa að framvísa neikvæðu Covid-19 prófi áður en þeir ferðast. Þátttakendur munu einnig þurfa að taka nýtt Covid-19 próf innan tveggja daga eftir komuna til Glasgow og aftur á áttunda degi ef þeir eru óbólusettir. Þá verða allir að taka hraðpróf einu sinni á dag, ef þeir hyggjast sækja viðburði á dagskrá ráðstefnunnar. Gestir verða einnig að virða eins metra fjarlægðarmörk og bera grímu þar sem þess er krafist. Meðal þátttakenda Íslands á ráðustefnunni, sem hófst í gær og stendur yfir til 12. nóvember, eru Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra, Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Þórdís Kolbrún Gylfadóttir ferðamála- og nýsköpunarráðherra. Þá munu einnig sækja fundinn fulltrúar frá Reykjavíkurborg, umhverfisverndarsamtökum, lífeyrissjóðum og ýmsum fyrirtækjum.
Loftslagsmál Skotland COP26 Tengdar fréttir COP26 sett í Glasgow: „Okkar síðasta og besta von“ Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna, COP26, var sett í morgun. Setningin markar upphaf tveggja vikna fundarhalda og viðræðna þar sem fulltrúar næstum 200 ríkja freista þess að ná saman um aðgerðir til að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda og stemma stigum við áhrifum af hnattrænni hlýnun. 31. október 2021 13:19 Fimmtíu manna sendinefnd á leið á loftslagsráðstefnuna í Glasgow Umhverfissamtök segja íslensk stjórnvöld þurfa að gera mun betur í loftslagsmálum og krefjast þess að atvinnugreinum verði sett skýr losunarmörk. Þetta kemur fram í afdráttarlausri áskorun þeirra í aðdraganda loftslagsráðstefnunnar COP26 í Glasgow. 28. október 2021 22:16 Mest lesið Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Fleiri fréttir Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Sjá meira
COP26 sett í Glasgow: „Okkar síðasta og besta von“ Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna, COP26, var sett í morgun. Setningin markar upphaf tveggja vikna fundarhalda og viðræðna þar sem fulltrúar næstum 200 ríkja freista þess að ná saman um aðgerðir til að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda og stemma stigum við áhrifum af hnattrænni hlýnun. 31. október 2021 13:19
Fimmtíu manna sendinefnd á leið á loftslagsráðstefnuna í Glasgow Umhverfissamtök segja íslensk stjórnvöld þurfa að gera mun betur í loftslagsmálum og krefjast þess að atvinnugreinum verði sett skýr losunarmörk. Þetta kemur fram í afdráttarlausri áskorun þeirra í aðdraganda loftslagsráðstefnunnar COP26 í Glasgow. 28. október 2021 22:16