Auka framleiðslu og brennslu kola til muna í Kína Samúel Karl Ólason skrifar 1. nóvember 2021 11:04 Kínverjum hefur tekist að bæta loftgæði í mörgum borgum landsins en nú er óttast að sá árangur muni snúast við. AP/Mark Schiefelbein Kolaframleiðsla í Kína hefur verið aukin til muna og stendur til að auka hana enn fremur. Verið er að stækka gamlar námur og grafa nýjar víðsvegar um landið en Kína brennir þegar meira af kolum en öll önnur ríki heimsins samanlagt. Undanfarnar vikur hefur þurft að skerða rafmagn til heimila og fyrirtækja víðsvegar um Kína en þó sérstaklega í norðurhluta landsins. Var það að miklu leyti rakið til aukinnar eftirspurnar í kjölfar slökunar á sóttvarnarreglum vegna faraldurs kórónuveirunnar. Kínverskir ráðamenn skipuðu kolanámufyrirtækjum að auka framleiðslu hið snarasta. New York Times segir áætlað að framleiðsluaukningin samsvari um 220 milljónum tonna af kolum á ári í Kína og er það aukning um sex prósent frá heildarframleiðslunni þar í landi í fyrra. Aukningin er þó meiri en öll árleg kolaframleiðsla í Vestur-Evrópu. Nú segja ráðamenn að kolamarkaðurinn í Kína sé að ná jafnvægi en Reuters segir verð kola á mörkuðum hafa lækkað um rúm 53 prósent frá því það náði hámarki þann 19. október. Kolabruni er stærsta uppspretta losunar gróðurhúsalofttegunda í heiminum. Kína er stærsti losandi þessara lofttegunda sem valda hnattrænni hlýnun en stjórnvöld landsins hafa heitið því að ná kolefnishlutleysi fyrir árið 2060. Þó stendur til að reisa fjölmörg ný kolaorkuver í Kína á næstu árum. Sjá einnig: Tugir nýrra kolaorkuvera á teikniborðinu í Kína Kínverjar hafa á undanförnum árum varið miklu púðri í að bæta loftgæði í borgum landsins og með töluverðum árangri. NYT vitnar í rannsókn sem sýndi að árið 2015 leiddi loftmengun til 1,6 milljóna dauðsfalla í Kína. Nú í morgun var varað við því í nokkrum borgum landsins að loftgæði hefðu versnað en engin ástæða nefnd. Umhverfismál Kína Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Sjá meira
Undanfarnar vikur hefur þurft að skerða rafmagn til heimila og fyrirtækja víðsvegar um Kína en þó sérstaklega í norðurhluta landsins. Var það að miklu leyti rakið til aukinnar eftirspurnar í kjölfar slökunar á sóttvarnarreglum vegna faraldurs kórónuveirunnar. Kínverskir ráðamenn skipuðu kolanámufyrirtækjum að auka framleiðslu hið snarasta. New York Times segir áætlað að framleiðsluaukningin samsvari um 220 milljónum tonna af kolum á ári í Kína og er það aukning um sex prósent frá heildarframleiðslunni þar í landi í fyrra. Aukningin er þó meiri en öll árleg kolaframleiðsla í Vestur-Evrópu. Nú segja ráðamenn að kolamarkaðurinn í Kína sé að ná jafnvægi en Reuters segir verð kola á mörkuðum hafa lækkað um rúm 53 prósent frá því það náði hámarki þann 19. október. Kolabruni er stærsta uppspretta losunar gróðurhúsalofttegunda í heiminum. Kína er stærsti losandi þessara lofttegunda sem valda hnattrænni hlýnun en stjórnvöld landsins hafa heitið því að ná kolefnishlutleysi fyrir árið 2060. Þó stendur til að reisa fjölmörg ný kolaorkuver í Kína á næstu árum. Sjá einnig: Tugir nýrra kolaorkuvera á teikniborðinu í Kína Kínverjar hafa á undanförnum árum varið miklu púðri í að bæta loftgæði í borgum landsins og með töluverðum árangri. NYT vitnar í rannsókn sem sýndi að árið 2015 leiddi loftmengun til 1,6 milljóna dauðsfalla í Kína. Nú í morgun var varað við því í nokkrum borgum landsins að loftgæði hefðu versnað en engin ástæða nefnd.
Umhverfismál Kína Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Sjá meira