Líkti heiminum við Bond bundinn við dómsdagstæki Samúel Karl Ólason skrifar 1. nóvember 2021 13:49 Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands. AP/Christopher Furlong Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, varaði aðra þjóðarleiðtoga á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, COP26, við því að aðgerðarleysi myndi kosta þá. Hann byrjaði á því að segja heiminn fastan við „dómsdagstæki“ úr kvikmynd um James Bond og það þyrfti að finna leið til að aftengja það. Hann sagði aðgerðarleysi ekki koma til greina og það myndi leiða til gífurlegrar reiði um heim allan. Johnson nefndi að hann hefði verið á loftslagsráðstefnunni í Kaupmannahöfn fyrir ellefu árum og í París fyrir sex árum. Hann sagði að öll loforðin sem hefðu verið veitt hingað til myndu ekkert þýða án aðgerða nú því annars yrði reiðin óviðráðanleg. Hann sagði einnig að hægt væri að grípa til aðgerða. Tæknin til að aftengja dómsdagstækið væri til staðar. Það yrði þó aldrei gert allt í einu og tæki tíma. COP26 var sett í gær en ráðstefnan mun standa yfir næstu tvær vikur. Þar munu fulltrúar næstum tvö hundruð ríkja reyna að ná samkomulagi um að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda og stemma stigum við áhrifum af hnattrænni hlýnun. Sjá einnig: COP26 sett í Glasgow - „Okkar síðasta og besta von“ Vonast er til þess að á COP26 verði samþykktar leiðir til að ná markmiðum Parísarsamkomulagsins frá 2015. Það er að takmarka hnattræna hlýnun við tvær gráður og helst eina og hálfa. Lengi hefur verið deilt um það hvaða ríki eigi að taka mestan samdrátt á sig. Snauðari ríki, sem hafa sögulega séð átt hlutfallslega lítinn þátt í að dæla gróðurhúsalofttegundum út í lofthjúp jarðar en gætu fengið einna verst að kenna á afleiðingunum, vilja að ríku þjóðirnar sem bera ábyrgð á meirihluta þeirrar losunar sem hefur átt sér stað taki á sig mestu kvaðirnar. António Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, sagði í ræðu sinni að fátækari ríki heimsins þurfi meiri aðstoð frá auðugum ríkjum. Bæði hvað varðar umhverfisvernd og viðbrögð við Covid-19. Hann sagði jörðina vera að tala við fólkið og það þyrfti að hlusta á hana. Það þyrfti að grípa til aðgerða til að bjarga framtíð mannsins. 'Chose ambition, solidarity, chose to safeguard our future and save humanity', says UN Secretary General António Guterres, at the opening ceremony of #COP26.Follow live: https://t.co/XtG4l9UAZu pic.twitter.com/7cvWtk8Gzp— Sky News (@SkyNews) November 1, 2021 COP26 Umhverfismál Tengdar fréttir Munu kolefnisjafna flugið tvöfalt og sæta ströngum reglum um sóttvarnir Sendinefnd Íslands á loftslagsráðstefnunni í Glasgow mun telja í kringum 60 manns en þar af verða 26 á vegum íslenskra stjórnvalda. Gripið verður til víðtækra sóttvarnaráðstafana vegna ráðstefnunnar og þá munu þau ráðuneyti sem senda fulltrúa kolefnisjafna flugið tvöfalt, í samræmi við loftslagsstefnu stjórnarráðsins. 1. nóvember 2021 07:29 G20 stefna að kolefnishlutleysi „um miðja þessa öld eða fyrr“ Leiðtogar G20-ríkjanna, helstu iðnvelda heims, náðu í morgun saman um að skuldbinda sig til að ná kolefnishlutleysi „um miðja þessa öld eða fyrr“. Þessi fyrirheit eru talin munu gefa tóninn fyrir Loftslagsrástefnu Sameinuðu þjóðanna, COP26, sem var sett í Glasgow í morgun. 31. október 2021 12:38 Við hverju má búast á COP26? COP26 er gríðarlega mikilvæg stund fyrir Bretland og heiminn allan. Það eru margir sem trúa því að þetta sé síðasta raunverulega tækifærið okkar til að ná stjórn á loftslagsbreytingum og stöðva þau hrikalegu áhrif sem þær hafa nú þegar á plánetuna okkar í formi alvarlegra flóða, storma og skógarelda. 29. október 2021 17:00 Nýjar losunarskuldbindingar duga ekki til að ná markmiðum Nýjar og endurskoðaðar skuldbindingar nægja ekki til þess að uppfylla ákvæði Paríssamningsins um loftslagsbreytingar. Þetta kemur fram kemur í nýrri skýrslu Umhverfisstofnunar Sameinuðu þjóðanna, skýrslu sem Antonio Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir sláandi vakningu. 26. október 2021 14:38 Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Fleiri fréttir Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Sjá meira
Hann sagði aðgerðarleysi ekki koma til greina og það myndi leiða til gífurlegrar reiði um heim allan. Johnson nefndi að hann hefði verið á loftslagsráðstefnunni í Kaupmannahöfn fyrir ellefu árum og í París fyrir sex árum. Hann sagði að öll loforðin sem hefðu verið veitt hingað til myndu ekkert þýða án aðgerða nú því annars yrði reiðin óviðráðanleg. Hann sagði einnig að hægt væri að grípa til aðgerða. Tæknin til að aftengja dómsdagstækið væri til staðar. Það yrði þó aldrei gert allt í einu og tæki tíma. COP26 var sett í gær en ráðstefnan mun standa yfir næstu tvær vikur. Þar munu fulltrúar næstum tvö hundruð ríkja reyna að ná samkomulagi um að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda og stemma stigum við áhrifum af hnattrænni hlýnun. Sjá einnig: COP26 sett í Glasgow - „Okkar síðasta og besta von“ Vonast er til þess að á COP26 verði samþykktar leiðir til að ná markmiðum Parísarsamkomulagsins frá 2015. Það er að takmarka hnattræna hlýnun við tvær gráður og helst eina og hálfa. Lengi hefur verið deilt um það hvaða ríki eigi að taka mestan samdrátt á sig. Snauðari ríki, sem hafa sögulega séð átt hlutfallslega lítinn þátt í að dæla gróðurhúsalofttegundum út í lofthjúp jarðar en gætu fengið einna verst að kenna á afleiðingunum, vilja að ríku þjóðirnar sem bera ábyrgð á meirihluta þeirrar losunar sem hefur átt sér stað taki á sig mestu kvaðirnar. António Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, sagði í ræðu sinni að fátækari ríki heimsins þurfi meiri aðstoð frá auðugum ríkjum. Bæði hvað varðar umhverfisvernd og viðbrögð við Covid-19. Hann sagði jörðina vera að tala við fólkið og það þyrfti að hlusta á hana. Það þyrfti að grípa til aðgerða til að bjarga framtíð mannsins. 'Chose ambition, solidarity, chose to safeguard our future and save humanity', says UN Secretary General António Guterres, at the opening ceremony of #COP26.Follow live: https://t.co/XtG4l9UAZu pic.twitter.com/7cvWtk8Gzp— Sky News (@SkyNews) November 1, 2021
COP26 Umhverfismál Tengdar fréttir Munu kolefnisjafna flugið tvöfalt og sæta ströngum reglum um sóttvarnir Sendinefnd Íslands á loftslagsráðstefnunni í Glasgow mun telja í kringum 60 manns en þar af verða 26 á vegum íslenskra stjórnvalda. Gripið verður til víðtækra sóttvarnaráðstafana vegna ráðstefnunnar og þá munu þau ráðuneyti sem senda fulltrúa kolefnisjafna flugið tvöfalt, í samræmi við loftslagsstefnu stjórnarráðsins. 1. nóvember 2021 07:29 G20 stefna að kolefnishlutleysi „um miðja þessa öld eða fyrr“ Leiðtogar G20-ríkjanna, helstu iðnvelda heims, náðu í morgun saman um að skuldbinda sig til að ná kolefnishlutleysi „um miðja þessa öld eða fyrr“. Þessi fyrirheit eru talin munu gefa tóninn fyrir Loftslagsrástefnu Sameinuðu þjóðanna, COP26, sem var sett í Glasgow í morgun. 31. október 2021 12:38 Við hverju má búast á COP26? COP26 er gríðarlega mikilvæg stund fyrir Bretland og heiminn allan. Það eru margir sem trúa því að þetta sé síðasta raunverulega tækifærið okkar til að ná stjórn á loftslagsbreytingum og stöðva þau hrikalegu áhrif sem þær hafa nú þegar á plánetuna okkar í formi alvarlegra flóða, storma og skógarelda. 29. október 2021 17:00 Nýjar losunarskuldbindingar duga ekki til að ná markmiðum Nýjar og endurskoðaðar skuldbindingar nægja ekki til þess að uppfylla ákvæði Paríssamningsins um loftslagsbreytingar. Þetta kemur fram kemur í nýrri skýrslu Umhverfisstofnunar Sameinuðu þjóðanna, skýrslu sem Antonio Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir sláandi vakningu. 26. október 2021 14:38 Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Fleiri fréttir Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Sjá meira
Munu kolefnisjafna flugið tvöfalt og sæta ströngum reglum um sóttvarnir Sendinefnd Íslands á loftslagsráðstefnunni í Glasgow mun telja í kringum 60 manns en þar af verða 26 á vegum íslenskra stjórnvalda. Gripið verður til víðtækra sóttvarnaráðstafana vegna ráðstefnunnar og þá munu þau ráðuneyti sem senda fulltrúa kolefnisjafna flugið tvöfalt, í samræmi við loftslagsstefnu stjórnarráðsins. 1. nóvember 2021 07:29
G20 stefna að kolefnishlutleysi „um miðja þessa öld eða fyrr“ Leiðtogar G20-ríkjanna, helstu iðnvelda heims, náðu í morgun saman um að skuldbinda sig til að ná kolefnishlutleysi „um miðja þessa öld eða fyrr“. Þessi fyrirheit eru talin munu gefa tóninn fyrir Loftslagsrástefnu Sameinuðu þjóðanna, COP26, sem var sett í Glasgow í morgun. 31. október 2021 12:38
Við hverju má búast á COP26? COP26 er gríðarlega mikilvæg stund fyrir Bretland og heiminn allan. Það eru margir sem trúa því að þetta sé síðasta raunverulega tækifærið okkar til að ná stjórn á loftslagsbreytingum og stöðva þau hrikalegu áhrif sem þær hafa nú þegar á plánetuna okkar í formi alvarlegra flóða, storma og skógarelda. 29. október 2021 17:00
Nýjar losunarskuldbindingar duga ekki til að ná markmiðum Nýjar og endurskoðaðar skuldbindingar nægja ekki til þess að uppfylla ákvæði Paríssamningsins um loftslagsbreytingar. Þetta kemur fram kemur í nýrri skýrslu Umhverfisstofnunar Sameinuðu þjóðanna, skýrslu sem Antonio Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir sláandi vakningu. 26. október 2021 14:38
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent