Í samtali við AFP fréttaveituna sagðist læknir hafa leitað sér skjóls á sjúkrahúsinu en hann heyrði þar skothríð og taldi að árásarmenn væru að ganga milli herbergja og skjóta fólk. Fréttaveitan hefur eftir embættismanni Talibana að minnst nítján liggi í valnum.
Reuters segir minnst fimmtán látna.
Enn sem komið er hefur enginn lýst yfir ábyrgð á árásinni að spjótin beinast að Íslamska ríkinu. Talibanar, sem tóku völdin í Afganistan í ágúst, hafa um árabil átt í átökum við ISIS Khorasan, sem er deild Íslamska ríkisins á svæðinu og að mestu skipuð fyrrverandi Talibönum sem þóttu íslamistarnir ekki nógu róttækir.

Það var ISIS-K sem stóð við sprengjuárásina við flugvöllinn í Kabúl í ágúst þegar rúmlega 150 borgarar og þrettán bandarískir hermenn dóu.
Þá bendir BBC á að árið 2017 gerðu ISIS-liðar árás á sama sjúkrahús og myrtu rúmlega þrjátíu manns. Hryðjuverkasamtökin hafa einnig gert fleiri mannskæðar árásir í landinu að undanförnu.