Búa sig undir örtröð eftir 800 metra bílaröð um helgina Snorri Másson skrifar 2. nóvember 2021 12:09 Fjögur smit greindust á Selfossi í gær. Vísir 800 metra löng bílaröð myndaðist í sýnatöku á Selfossi um helgina og lögregla gerir ráð fyrir mikilli örtröð í dag. 85 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Þeim fjölgar sem greinst hafa með veiruna eftir legu á hjartadeild. Níu hundruð þrjátíu og tveir eru þessa stundina með virkt Covid-smit á landinu og 1.200 eru í sóttkví. Sjúklingur sem hafði verið á hjartadeild Landspítalans er á meðal þeirra sem greindust með Covid-19 í gær eftir að hafa verið í sóttkví frá því að hópsýking kom þar upp. Samtals hafa því sex sjúklingar greinst með veiruna í hópsýkingunni, en að minnsta kosti tveir starfsmenn. Enginn hefur veikst lífshættulega af völdum veirunnar í þeim hópi. Smit virðist síður útbreitt en óttast var á Selfossi Einkar margir eru í sóttkví á Selfossi, þar sem smit hafa greinst í skólum undanfarið. Díana Óskarsdóttir forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands segir mikið álag á heilsugæslunni við sýnatökur. Margir eru að koma í seinni sýnatöku í dag. „Við tókum um fjögur hundruð sýni í gær og eigum von á svipuðum fjölda í dag og jafnvel bara út vikuna. Það er mikil aðsókn í sýnatökur. Sem betur fer blasir ekki við að mikið sé að bætast við af smitum á 800-svæðinu alla vega, en við sjáum ekki alveg fyrir endann á þessu. Við vonum bara það besta en það getur allt breyst með öllum þessum sýnatökum sem við erum að taka,“ segir Díana. Um helgina myndaðist hátt í 800 metra löng bílaröð, en Díana segir að ferlið gangi þó smurt fyrir sig. „Í raun gengur þetta ótrúlega vel. Lögreglan stýrir náttúrulega bara umferðinni á meðan það er opið í sýnatökurnar, en þetta er svona þegar það eru að koma fjögur hundruð í sýnatöku. Það koma allir á bílum, þannig að fólk keyrir í gegnum bílakjallarann hjá Krónunni. Þá myndast náttúrulega bara löng röð af bílum,“ segir Díana. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Árborg Tengdar fréttir Gera ráð fyrir miklum fjölda í sýnatökur á Selfossi Lögreglan á Suðurlandi biðlar til íbúa á svæðinu að sýna tillitssemi og þolinmæði þegar þeir sækja sýnatöku í bílakjallara Krónunnar í dag. Vísar lögregla í upplýsingar frá Heilbrigðisstofnun Suðurlands um að búast megi við mikilli aðsókn. 2. nóvember 2021 08:20 Smit á bráðamóttöku sjúkrahússins á Selfossi Einstaklingur greindist með Covid-19 á sjúkrahúsinu á Selfossi í gærkvöldi. Sjúklingurinn lá á bráðamóttöku vegna annarra veikinda en er einkennalaus eins og stendur. 28. október 2021 20:13 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Innlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira
Níu hundruð þrjátíu og tveir eru þessa stundina með virkt Covid-smit á landinu og 1.200 eru í sóttkví. Sjúklingur sem hafði verið á hjartadeild Landspítalans er á meðal þeirra sem greindust með Covid-19 í gær eftir að hafa verið í sóttkví frá því að hópsýking kom þar upp. Samtals hafa því sex sjúklingar greinst með veiruna í hópsýkingunni, en að minnsta kosti tveir starfsmenn. Enginn hefur veikst lífshættulega af völdum veirunnar í þeim hópi. Smit virðist síður útbreitt en óttast var á Selfossi Einkar margir eru í sóttkví á Selfossi, þar sem smit hafa greinst í skólum undanfarið. Díana Óskarsdóttir forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands segir mikið álag á heilsugæslunni við sýnatökur. Margir eru að koma í seinni sýnatöku í dag. „Við tókum um fjögur hundruð sýni í gær og eigum von á svipuðum fjölda í dag og jafnvel bara út vikuna. Það er mikil aðsókn í sýnatökur. Sem betur fer blasir ekki við að mikið sé að bætast við af smitum á 800-svæðinu alla vega, en við sjáum ekki alveg fyrir endann á þessu. Við vonum bara það besta en það getur allt breyst með öllum þessum sýnatökum sem við erum að taka,“ segir Díana. Um helgina myndaðist hátt í 800 metra löng bílaröð, en Díana segir að ferlið gangi þó smurt fyrir sig. „Í raun gengur þetta ótrúlega vel. Lögreglan stýrir náttúrulega bara umferðinni á meðan það er opið í sýnatökurnar, en þetta er svona þegar það eru að koma fjögur hundruð í sýnatöku. Það koma allir á bílum, þannig að fólk keyrir í gegnum bílakjallarann hjá Krónunni. Þá myndast náttúrulega bara löng röð af bílum,“ segir Díana.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Árborg Tengdar fréttir Gera ráð fyrir miklum fjölda í sýnatökur á Selfossi Lögreglan á Suðurlandi biðlar til íbúa á svæðinu að sýna tillitssemi og þolinmæði þegar þeir sækja sýnatöku í bílakjallara Krónunnar í dag. Vísar lögregla í upplýsingar frá Heilbrigðisstofnun Suðurlands um að búast megi við mikilli aðsókn. 2. nóvember 2021 08:20 Smit á bráðamóttöku sjúkrahússins á Selfossi Einstaklingur greindist með Covid-19 á sjúkrahúsinu á Selfossi í gærkvöldi. Sjúklingurinn lá á bráðamóttöku vegna annarra veikinda en er einkennalaus eins og stendur. 28. október 2021 20:13 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Innlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira
Gera ráð fyrir miklum fjölda í sýnatökur á Selfossi Lögreglan á Suðurlandi biðlar til íbúa á svæðinu að sýna tillitssemi og þolinmæði þegar þeir sækja sýnatöku í bílakjallara Krónunnar í dag. Vísar lögregla í upplýsingar frá Heilbrigðisstofnun Suðurlands um að búast megi við mikilli aðsókn. 2. nóvember 2021 08:20
Smit á bráðamóttöku sjúkrahússins á Selfossi Einstaklingur greindist með Covid-19 á sjúkrahúsinu á Selfossi í gærkvöldi. Sjúklingurinn lá á bráðamóttöku vegna annarra veikinda en er einkennalaus eins og stendur. 28. október 2021 20:13