Eivør hlaut tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Þorgils Jónsson skrifar 2. nóvember 2021 23:47 Eivør Pálsdóttir er mörgum Íslendingum kunn, enda bjó hún hér um árabil og hefur sterk tengsl við land og þjóð. Færeyska tónlistarkonan Eivør Pálsdóttir hlaut tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs 2021 sem voru afhent í Kaupmannahöfn í kvöld. Tónlistarverðlaunin eru ein af fimm verðlaunum sem Norðurlandaráð veitir ár hvert. Eftirfarandi hlutu verðlaun í kvöld. Rökstuðningur Norðurlandaráðs fylgir: Barna- og unglingabókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 2021 Hin sænska Elin Persson hlaut barna- og unglingabókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 2021 fyrir bókina De afghanska sönerna. Verk sem gegnum bókmenntalega frásögn skapar andrúmsloft sem minnir á heimildarverk og byggir listilega upp mynd af veruleika þar sem enginn er góður eða vondur. Kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs 2021 Danska kvikmyndin Flugt eftir handritsöfundinn og leikstjórann Jonas Poher Rasmussen, handritshöfundinn Amin og framleiðendurna Monicu Hellström, Charlotte de la Gournerie og Signe Byrge Sørensen hlaut kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs 2021 fyrir verk þar sem hið fagurfræðilega, pólitíska og mannlega fer saman í áhrifamikilli og listrænni heild. Verðlaunahafar Norðurlandaráðs 2021. Tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs 2021 Færeyska tónlistarkonan Eivør Pálsdóttir hlaut tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs 2021 fyrir að hafa með þrotlausri vinnusemi sinni undanfarin ár beint sjónum umheimsins að heimalandi sínu og fyrir að vinna af kostgæfni með eigin tónlistararfleifð og móðurmál. Umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs 2021 Umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs 2021 hlaut græna hugmyndasmiðjan Concito frá Danmörku fyrir gagnagrunninn Den Store Klimadatabase. Fyrirtækið hlýtur verðlaunin fyrir tækifæri gagnagrunnsins til að skapa grundvöll að sjálfbærari neyslu matvæla á Norðurlöndum. Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 2021 Grænlenski rithöfundurinn Niviaq Korneliussen hlaut bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 2021 fyrir skáldsöguna Naasuliardarpi (Blómadalurinn). Niviaq Korneliussen fær verðlaunin fyrir verk sem hefur að geyma frásögn sem er falleg en um leið sársaukafull og óvægin. Tónlist Bókmenntir Umhverfismál Færeyjar Norðurlandaráð Mest lesið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Fleiri fréttir Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Tónlistarverðlaunin eru ein af fimm verðlaunum sem Norðurlandaráð veitir ár hvert. Eftirfarandi hlutu verðlaun í kvöld. Rökstuðningur Norðurlandaráðs fylgir: Barna- og unglingabókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 2021 Hin sænska Elin Persson hlaut barna- og unglingabókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 2021 fyrir bókina De afghanska sönerna. Verk sem gegnum bókmenntalega frásögn skapar andrúmsloft sem minnir á heimildarverk og byggir listilega upp mynd af veruleika þar sem enginn er góður eða vondur. Kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs 2021 Danska kvikmyndin Flugt eftir handritsöfundinn og leikstjórann Jonas Poher Rasmussen, handritshöfundinn Amin og framleiðendurna Monicu Hellström, Charlotte de la Gournerie og Signe Byrge Sørensen hlaut kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs 2021 fyrir verk þar sem hið fagurfræðilega, pólitíska og mannlega fer saman í áhrifamikilli og listrænni heild. Verðlaunahafar Norðurlandaráðs 2021. Tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs 2021 Færeyska tónlistarkonan Eivør Pálsdóttir hlaut tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs 2021 fyrir að hafa með þrotlausri vinnusemi sinni undanfarin ár beint sjónum umheimsins að heimalandi sínu og fyrir að vinna af kostgæfni með eigin tónlistararfleifð og móðurmál. Umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs 2021 Umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs 2021 hlaut græna hugmyndasmiðjan Concito frá Danmörku fyrir gagnagrunninn Den Store Klimadatabase. Fyrirtækið hlýtur verðlaunin fyrir tækifæri gagnagrunnsins til að skapa grundvöll að sjálfbærari neyslu matvæla á Norðurlöndum. Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 2021 Grænlenski rithöfundurinn Niviaq Korneliussen hlaut bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 2021 fyrir skáldsöguna Naasuliardarpi (Blómadalurinn). Niviaq Korneliussen fær verðlaunin fyrir verk sem hefur að geyma frásögn sem er falleg en um leið sársaukafull og óvægin.
Tónlist Bókmenntir Umhverfismál Færeyjar Norðurlandaráð Mest lesið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Fleiri fréttir Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira