Hendo vill að Suárez fái góðar móttökur á Anfield í kvöld en ekki fyrr en eftir leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. nóvember 2021 10:30 Jordan Henderson og Luis Suarez fagna saman marki með Liverpool. EPA/PETER POWELL Jordan Henderson, fyrirliði Liverpool, talaði vel um Luis Suárez á blaðamannafundi fyrir leik Liverpool og Atlético Madrid í Meistaradeildinni sem fer fram á Anfield í kvöld. Henderson segir að Suárez hafi kennt sér og öðrum hjá Liverpool mikið og segist enn vera í góðu sambandi við Úrúgvæmanninn. Luis Suarez deserves a 'nice reception' from Liverpool fans on his return to Anfield with Atletico Madrid, insists Jordan Henderson https://t.co/DAreHjLfTM— MailOnline Sport (@MailSport) November 2, 2021 Það eru margir spenntir að sjá hvað Luis Suárez gerir í þessum leik sem verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2 frá klukkan 19.50 í kvöld. Þetta verður ekki í fyrsta sinn sem Luis Suárez spilar á Anfield síðan að félagið seldi hann til Barcelona. Stuðningsmenn bauluðu á Suárez fyrir stæla hans í eftirminnilegum leik Liverpool og Barcelona í Meistaradeildinni 2019. Liverpool vann leikinn 4-0 og komst áfram. Fyrir tveimur vikum þá lenti Suárez síðan upp á kant við Virgil van Dijk í leik liðanna í Madrid eftir að hafa komið inn á sem varamaður tíu mínútum fyrir leikslok. Henderson var til í að verja sinn gamla liðsfélaga og segir að keppnisskapið sé að hlaupa með hann í gönur. Það er líka þetta keppnisskap sem Henderson segir hafi haft mikil áhrif hjá Liverpool liðinu þann tíma sem Luis Suárez spilaði þar. „Við vitum öll að hann er toppleikmaður og hann hefur verið það í langan tíma. Hann bjó líka til svo margar góðar stundir á tíma sínum hjá Liverpool. Ég lærði mikið af honum þegar hann var hér,“ sagði Jordan Henderson. Jordan Henderson calls for Anfield fans to applaud Luis Suarez https://t.co/MvPPzH1yi5— Anfield Watch (@AnfieldWatch) November 3, 2021 „Við vorum nánir þegar hann var hér og ég held enn góðu sambandi við hann. Við og við þá hringi ég í hann til að kanna hvernig hann hafi það og hvernig gengur hjá fjölskyldunni,“ sagði Henderson. „Ég lærði mikið af honum. Hann hjálpaði okkur mikið á sínum tíma og þá sérstaklega varðandi hugarfarið. Hvernig hann æfði, hvernig hann vildi alltaf vinna og hvernig hann spilaði í gegnum sársaukann. Hann vildi bara komast út á völl til að spila fótbolta og gera sitt besta fyrir liðið,“ sagði Henderson. Jordan Henderson on Luis Suarez:"It would be nice after the game for him to get a nice reception from the crowd." pic.twitter.com/UeHyevMfY5— Anfield Watch (@AnfieldWatch) November 2, 2021 „Hann hjálpaði mér sjálfum mjög mikið og hjálpaði mér að fá meira sjálfstraust. Við tveir náðum vel saman, bæði inn á vellinum sem og utan hans,“ sagði Henderson. Fyrirliði Liverpool liðsins vill að stuðningsmenn Liverpool geymi það þar til eftir leik að klappa fyrir Suárez. „Luis var stórkostlegur hér í mörg ár. Stuðningsmennirnir vita það og munu meta það sem hann gerði fyrir þennan fótboltaklúbb. Ég held að móttökurnar skipti reyndar Luis litlu máli. Það væri samt gaman fyrir hann að fá góðar móttökur frá stuðningsmönnunum eftir leikinn en ekki fyrir það,“ sagði Henderson. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Enski boltinn Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Íslenski boltinn Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Íslenski boltinn Fleiri fréttir Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Sjá meira
Henderson segir að Suárez hafi kennt sér og öðrum hjá Liverpool mikið og segist enn vera í góðu sambandi við Úrúgvæmanninn. Luis Suarez deserves a 'nice reception' from Liverpool fans on his return to Anfield with Atletico Madrid, insists Jordan Henderson https://t.co/DAreHjLfTM— MailOnline Sport (@MailSport) November 2, 2021 Það eru margir spenntir að sjá hvað Luis Suárez gerir í þessum leik sem verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2 frá klukkan 19.50 í kvöld. Þetta verður ekki í fyrsta sinn sem Luis Suárez spilar á Anfield síðan að félagið seldi hann til Barcelona. Stuðningsmenn bauluðu á Suárez fyrir stæla hans í eftirminnilegum leik Liverpool og Barcelona í Meistaradeildinni 2019. Liverpool vann leikinn 4-0 og komst áfram. Fyrir tveimur vikum þá lenti Suárez síðan upp á kant við Virgil van Dijk í leik liðanna í Madrid eftir að hafa komið inn á sem varamaður tíu mínútum fyrir leikslok. Henderson var til í að verja sinn gamla liðsfélaga og segir að keppnisskapið sé að hlaupa með hann í gönur. Það er líka þetta keppnisskap sem Henderson segir hafi haft mikil áhrif hjá Liverpool liðinu þann tíma sem Luis Suárez spilaði þar. „Við vitum öll að hann er toppleikmaður og hann hefur verið það í langan tíma. Hann bjó líka til svo margar góðar stundir á tíma sínum hjá Liverpool. Ég lærði mikið af honum þegar hann var hér,“ sagði Jordan Henderson. Jordan Henderson calls for Anfield fans to applaud Luis Suarez https://t.co/MvPPzH1yi5— Anfield Watch (@AnfieldWatch) November 3, 2021 „Við vorum nánir þegar hann var hér og ég held enn góðu sambandi við hann. Við og við þá hringi ég í hann til að kanna hvernig hann hafi það og hvernig gengur hjá fjölskyldunni,“ sagði Henderson. „Ég lærði mikið af honum. Hann hjálpaði okkur mikið á sínum tíma og þá sérstaklega varðandi hugarfarið. Hvernig hann æfði, hvernig hann vildi alltaf vinna og hvernig hann spilaði í gegnum sársaukann. Hann vildi bara komast út á völl til að spila fótbolta og gera sitt besta fyrir liðið,“ sagði Henderson. Jordan Henderson on Luis Suarez:"It would be nice after the game for him to get a nice reception from the crowd." pic.twitter.com/UeHyevMfY5— Anfield Watch (@AnfieldWatch) November 2, 2021 „Hann hjálpaði mér sjálfum mjög mikið og hjálpaði mér að fá meira sjálfstraust. Við tveir náðum vel saman, bæði inn á vellinum sem og utan hans,“ sagði Henderson. Fyrirliði Liverpool liðsins vill að stuðningsmenn Liverpool geymi það þar til eftir leik að klappa fyrir Suárez. „Luis var stórkostlegur hér í mörg ár. Stuðningsmennirnir vita það og munu meta það sem hann gerði fyrir þennan fótboltaklúbb. Ég held að móttökurnar skipti reyndar Luis litlu máli. Það væri samt gaman fyrir hann að fá góðar móttökur frá stuðningsmönnunum eftir leikinn en ekki fyrir það,“ sagði Henderson.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Enski boltinn Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Íslenski boltinn Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Íslenski boltinn Fleiri fréttir Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Sjá meira