Haukur Þrastar: Yndisleg tilfinning að komast aftur inn á völlinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. nóvember 2021 10:01 Haukur Þrastarson er kominn af stað að nýju eftir erfitt ár. Vísir/Vilhelm Handboltamaðurinn Haukur Þrastarson er kominn til Íslands til að taka þátt í æfingum íslenska handboltalandsliðsins sem er að byrja undirbúning sinn fyrir Evrópumótið í janúar. Haukar átti að vera kominn í risastórt hlutverk með íslenska landsliðinu á síðasta stórmóti en örlögin tóku í taumana. Haukur missti af heimsmeistaramótinu í byrjun ársins eftir að hafa slitið krossband í byrjun fyrsta tímabils síns sem atvinnumaður hjá pólska liðinu Vive Kielce. Haukur er nú kominn aftur af stað og hitti Henry Birgi Gunnarsson fyrir æfingu landsliðsins í gær. „Það er yndislegt að vera kominn aftur af stað. Maður var búinn að bíða ansi lengi og orðinn óþolinmóður. Það var yndisleg tilfinning að komast aftur inn á völlinn. Það er búið að vera erfitt að vera svona lengi frá og reynir mikið á. Þetta er því bara frábært,“ sagði Haukur Þrastarson. Klippa: Haukur: Vonandi betri tímar framundan „Ég get alveg viðurkennt það að þetta reyndi mikið á og þá sérstaklega á hausinn. Ég er þarna kominn á nýjan stað og þetta gerist fljótlega eftir að ég kem út. Ég myndi segja að ég hafi náð að sinna þessu vel og þetta gekk vel. Ég fékk að vera á Íslandi í góðum höndum sem var mikilvægt. Með fjölskylduna með mér og það var því gott að komast heim,“ sagði Haukur. „Ég fékk góðan tíma heima í endurhæfingunni. Ég hef samt verið lengi að komast í gang á þessu tímabili en það er frábært að komast aftur á völlinn,“ sagði Haukur. „Ég get ekki sagt það að ég sé hundrað prósent. Frá því að við byrjuðum í sumar þá hefur þetta verið svolítið „on off“ og alls ekki hundrað prósent. Ég er því ekki enn orðinn það en ég finn að þetta hefur verið að koma síðustu vikur og tilfinningin er orðin betri. Ég er bara bjartsýnn á framhaldið,“ sagði Haukur. „Ég fer mjög varlega sérstaklega af því að þetta var svo langur tími í burtu. Það er bara eðlilegt. Það eru alls konar hlutir sem fylgja þessu. Þú ferð ekki bara beint inn á völlinn og allt er búið. Það tekur tíma að komast í gang og fá tilfinninguna aftur,“ sagði Haukur. „Það eru vonandi betri tímar framundan. Þetta er búið að vera aðeins annað en maður gerði ráð fyrir og var búinn að sjá fyrir sér. Það er bara upp á við eftir það og maður lærir af þessu,“ sagði Haukur. Það má sjá allt viðtalið hér fyrir ofan. EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn Enski boltinn „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Handbolti Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Íslenski boltinn Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Handbolti Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Íslenski boltinn Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fótbolti Fleiri fréttir Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Sjá meira
Haukar átti að vera kominn í risastórt hlutverk með íslenska landsliðinu á síðasta stórmóti en örlögin tóku í taumana. Haukur missti af heimsmeistaramótinu í byrjun ársins eftir að hafa slitið krossband í byrjun fyrsta tímabils síns sem atvinnumaður hjá pólska liðinu Vive Kielce. Haukur er nú kominn aftur af stað og hitti Henry Birgi Gunnarsson fyrir æfingu landsliðsins í gær. „Það er yndislegt að vera kominn aftur af stað. Maður var búinn að bíða ansi lengi og orðinn óþolinmóður. Það var yndisleg tilfinning að komast aftur inn á völlinn. Það er búið að vera erfitt að vera svona lengi frá og reynir mikið á. Þetta er því bara frábært,“ sagði Haukur Þrastarson. Klippa: Haukur: Vonandi betri tímar framundan „Ég get alveg viðurkennt það að þetta reyndi mikið á og þá sérstaklega á hausinn. Ég er þarna kominn á nýjan stað og þetta gerist fljótlega eftir að ég kem út. Ég myndi segja að ég hafi náð að sinna þessu vel og þetta gekk vel. Ég fékk að vera á Íslandi í góðum höndum sem var mikilvægt. Með fjölskylduna með mér og það var því gott að komast heim,“ sagði Haukur. „Ég fékk góðan tíma heima í endurhæfingunni. Ég hef samt verið lengi að komast í gang á þessu tímabili en það er frábært að komast aftur á völlinn,“ sagði Haukur. „Ég get ekki sagt það að ég sé hundrað prósent. Frá því að við byrjuðum í sumar þá hefur þetta verið svolítið „on off“ og alls ekki hundrað prósent. Ég er því ekki enn orðinn það en ég finn að þetta hefur verið að koma síðustu vikur og tilfinningin er orðin betri. Ég er bara bjartsýnn á framhaldið,“ sagði Haukur. „Ég fer mjög varlega sérstaklega af því að þetta var svo langur tími í burtu. Það er bara eðlilegt. Það eru alls konar hlutir sem fylgja þessu. Þú ferð ekki bara beint inn á völlinn og allt er búið. Það tekur tíma að komast í gang og fá tilfinninguna aftur,“ sagði Haukur. „Það eru vonandi betri tímar framundan. Þetta er búið að vera aðeins annað en maður gerði ráð fyrir og var búinn að sjá fyrir sér. Það er bara upp á við eftir það og maður lærir af þessu,“ sagði Haukur. Það má sjá allt viðtalið hér fyrir ofan.
EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn Enski boltinn „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Handbolti Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Íslenski boltinn Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Handbolti Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Íslenski boltinn Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fótbolti Fleiri fréttir Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Sjá meira