Tennisstjarna sakar einn æðsta embættismann Kína um nauðgun Samúel Karl Ólason og skrifa 3. nóvember 2021 11:33 Peng Shuai á blaðamannafundi árið 2014. Getty/K.Y. Cheng Tenniskonan Peng Shuai hefur sakað fyrrverandi aðstoðarforsætisráðherra Kína og fyrrverandi meðlim í forsætisnefnd Kommúnistaflokks Kína (Politburo) um að hafa brotið á sér kynferðislega. Maðurinn heitir Zhang Gaoli og var í Politburo frá 2012 til 2017 en ásökunin var fljótt fjarlægð af netinu. Ásakanir sem þessar gegn hæst settu meðlimum Kommúnistaflokks Kína eru svo gott sem óþekktar, samkvæmt frétt Washington Post. Peng, sem er 35 ára, varpaði ásökuninni fram á Weibo, sem er kínverskur samfélagsmiðill sem líkist Twitter. Hún segir Zhang, sem er 75 ára, hafa brotið á sér fyrst fyrir um þremur árum. Hann og eiginkona hans hafi boðið henni í mat og hann hafi nauðgað henni. „Ég veitti aldrei samþykki þetta kvöld, grátandi allan tímann,“ skrifaði Peng. Peng segist hafa átt í sambandi við Zhang á milli 2007 og 2012. Hún segist hafa látið undan þrýstingi frá Zhang og hitt hann oftar og hann hafi aftur brotið á henni. Peng viðurkenndi í færslunni að hún gæti ekki sannað ásakanir sínar. Í frétt New York Times segir að færslan hafi fljótt verið fjarlægð af internetinu í Kína og nú sé ekki hægt að leita að nafni hennar eða orðinu tennis í Kína. Skjáskot hafi hins vegar verið í dreifingu manna á milli vegna frægðar hennar og Zhang. MeToo-hreyfingin hefur átt undir högg að sækja í Kína og hafa aðgerðasinnar verið handteknir. Í september var málið sem hóf hreyfinguna í Kína fellt niður og öll umræða um þá ákvörðun var fjarlægð af samfélagsmiðlum og internetinu í Kína. Zhou Xiaouxuan, sem sakaði frægan sjónvarpsmann um að brjóta á sér, birti skilaboð þar sem hún lýsti yfir stuðningi við Peng og sagðist vona að hún væri ekki í hættu. Peng var ein skærasta tennisstjarna Kína. Með Hsieh Su-wei vann hún tvíliðaleik á Wimbledon árið 2013 og franska opna meistarmótinu árið 2014. Það ár komst hún einnig í undanúrslit í bandaríska opna meistaramótinu. Árið 2014 var hún í efsta sætinu á styrkleikalista Alþjóðatennissambandsins í tvíliðaleik og því fjórtánda í einliðaleik. Kína MeToo Kynferðisofbeldi Tennis Tengdar fréttir Málið sem hóf MeToo í Kína fellt niður og umræða þögguð Dómari í Kína felldi í gærkvöldi niður lögsókn Zhou Xiaoxuan gegn vel þekktum sjónvarpsmanni fyrir meint kynferðisbrot. Máli Zhou er sagt hafa leitt til MeToo-hreyfingar í Kína en strax í kjölfar úrskurðarins hófu ritskoðendur internetsins í Kína að fjarlægja færslur þar sem ákvörðunin var gagnrýnd af samfélagsmiðlum. 15. september 2021 14:40 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Fleiri fréttir Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Sjá meira
Ásakanir sem þessar gegn hæst settu meðlimum Kommúnistaflokks Kína eru svo gott sem óþekktar, samkvæmt frétt Washington Post. Peng, sem er 35 ára, varpaði ásökuninni fram á Weibo, sem er kínverskur samfélagsmiðill sem líkist Twitter. Hún segir Zhang, sem er 75 ára, hafa brotið á sér fyrst fyrir um þremur árum. Hann og eiginkona hans hafi boðið henni í mat og hann hafi nauðgað henni. „Ég veitti aldrei samþykki þetta kvöld, grátandi allan tímann,“ skrifaði Peng. Peng segist hafa átt í sambandi við Zhang á milli 2007 og 2012. Hún segist hafa látið undan þrýstingi frá Zhang og hitt hann oftar og hann hafi aftur brotið á henni. Peng viðurkenndi í færslunni að hún gæti ekki sannað ásakanir sínar. Í frétt New York Times segir að færslan hafi fljótt verið fjarlægð af internetinu í Kína og nú sé ekki hægt að leita að nafni hennar eða orðinu tennis í Kína. Skjáskot hafi hins vegar verið í dreifingu manna á milli vegna frægðar hennar og Zhang. MeToo-hreyfingin hefur átt undir högg að sækja í Kína og hafa aðgerðasinnar verið handteknir. Í september var málið sem hóf hreyfinguna í Kína fellt niður og öll umræða um þá ákvörðun var fjarlægð af samfélagsmiðlum og internetinu í Kína. Zhou Xiaouxuan, sem sakaði frægan sjónvarpsmann um að brjóta á sér, birti skilaboð þar sem hún lýsti yfir stuðningi við Peng og sagðist vona að hún væri ekki í hættu. Peng var ein skærasta tennisstjarna Kína. Með Hsieh Su-wei vann hún tvíliðaleik á Wimbledon árið 2013 og franska opna meistarmótinu árið 2014. Það ár komst hún einnig í undanúrslit í bandaríska opna meistaramótinu. Árið 2014 var hún í efsta sætinu á styrkleikalista Alþjóðatennissambandsins í tvíliðaleik og því fjórtánda í einliðaleik.
Kína MeToo Kynferðisofbeldi Tennis Tengdar fréttir Málið sem hóf MeToo í Kína fellt niður og umræða þögguð Dómari í Kína felldi í gærkvöldi niður lögsókn Zhou Xiaoxuan gegn vel þekktum sjónvarpsmanni fyrir meint kynferðisbrot. Máli Zhou er sagt hafa leitt til MeToo-hreyfingar í Kína en strax í kjölfar úrskurðarins hófu ritskoðendur internetsins í Kína að fjarlægja færslur þar sem ákvörðunin var gagnrýnd af samfélagsmiðlum. 15. september 2021 14:40 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Fleiri fréttir Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Sjá meira
Málið sem hóf MeToo í Kína fellt niður og umræða þögguð Dómari í Kína felldi í gærkvöldi niður lögsókn Zhou Xiaoxuan gegn vel þekktum sjónvarpsmanni fyrir meint kynferðisbrot. Máli Zhou er sagt hafa leitt til MeToo-hreyfingar í Kína en strax í kjölfar úrskurðarins hófu ritskoðendur internetsins í Kína að fjarlægja færslur þar sem ákvörðunin var gagnrýnd af samfélagsmiðlum. 15. september 2021 14:40