Íslenska landsliðið mátti ekki spila heimaleik sinn vegna aðstöðuleysis Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. nóvember 2021 11:41 Íslenskt körfuboltaáhugafólk hefur ekki séð heimaleik hjá íslenska landsliðinu í langan tíma. Martin Hermannsson verður ekki að spila hér heima í þessum gluggan. Vísir/Bára Íslenska karlalandsliðið í körfuknattleik mun ekki spila heimaleik sinn í undankeppni HM í þessum mánuði eins og áætlað var. Alþjóðakörfuknattleikssambandið hefur nú sett KKÍ stólinn fyrir dyrnar og gefur ekki út fleiri undanþágur. Körfuknattleikssamband Íslands sendi frá sér fréttatilkynningu í dag þar sem kemur fram að Ísland hefur þurft að skipta á heimaleikjum sínum í undankeppni HM 2023 til að sleppa við það að þurfa að spila heimaleik í öðru landi. Íslenska sambandið náði samkomulagi við það rússneska um að skipta á leikjum. Heimaleikurinn við Rússa er því kominn inn í júlí á næsta ári en Ísland fer þess í stað til Rússlands í nóvember. FIBA hafði ákveðið að keppnin fari ekki lengur fram í „sóttvarnarbubblum“ eins og undanfarin misseri heldur í klassísku formi með heimaleikjum og útileikjum milli liðanna í riðlinum. Leikgluggarnir verða þrír með tveim leikjum hver, fyrst núna í nóvember og svo í febrúar og júlí 2022. Eftir þessa sex leiki verður ljóst hvaða þrjú lið af fjórum fara áfram í aðra umferð keppninnar. Upp kom sú staða í aðdraganda þessa fyrsta glugga að leikvangur íslenska liðsins, Laugardalshöllin, sem er einni löglegi keppnisvöllurinn á landinu en þó með undanþágu frá FIBA hvað varðar grunnkröfur FIBA fyrir landsleiki, er ónothæf vegna viðgerða og hefur verið það síðastliðna mánuði. Eftir mikil samskipti við FIBA, formleg sem óformleg, varð ljóst að FIBA var ekki tllbúið til að veita undanþágu ofan á undanþágu vegna þessa heimaleiks og gaf FIBA KKÍ tvo kosti. Annarsvegar að spila í öðru landi í Evrópu eða reyna að fá rússneska sambandið til að taka leikinn að sér og leika þar. Það varð niðurstaðan Fréttatilkynning frá KKÍ Íslenska karlalandsliðið í körfuknattleik hefur leik í lok nóvember í undankeppni HM, FIBA WorldCup 2023, þegar liðið leikur fyrstu tvo leiki sína í riðlinum. Með Íslandi í riðli eru Ítalía, Rússland og Holland. FIBA hefur ákveðið að keppnin fari ekki lengur fram í „sóttvarnarbubblum“ eins og undanfarin misseri heldur í klassísku fomi með heimaleikjum og útileikjum milli liðanna í riðlinum. Leikgluggarnir verða þrír með tveim leikjum hver, fyrst núna í nóvember og svo í febrúar og júlí 2022. Eftir þessa sex leiki verður ljóst hvaða þrjú lið af fjórum fara áfram í aðra umferð keppninnar. Upp kom sú staða í aðdraganda þessa fyrsta glugga að leikvangur íslenska liðsins, Laugardalshöllin, sem er einni löglegi keppnisvöllurinn á landinu en þó með undanþágu frá FIBA hvað varðar grunnkröfur FIBA fyrir landsleiki, er ónothæf v/ viðgerða og hefur verið það sl. mánuði. Eftir mikil samskipti við FIBA, formleg sem óformleg, varð ljóst að FIBA var ekki tllbúið til að veita undanþágu ofan á undanþágu vegna þessa heimaleiks og gaf FIBA KKÍ tvo kosti. Annarsvegar að spila í öðru landi í Evrópu eða reyna að fá rússneska sambandið til að taka leikinn að sér og leika þar. Þar sem aðeins minni kröfur eru í undankeppni EM kvenna sem einnig hefst í nóvember ákvað FIBA að heimila KKÍ að halda heimaleik okkar í þessum glugga. Hann verður gegn Ungverjalandi og fram fer á Ásvöllum í Ólafssal, sunnudaginn 14. nóvember næstkomandi. Ekki er víst að FIBA leyfi aðrar undanþágur í komandi gluggum liðsins sem verður næst að ári í nóvember 2022. Til þess að leysa málin fór KKÍ á þess leit við FIBA og rússneska körfuknattleikssambandið að fá leyfi til að skipta á heimaleik/útileik í leikjaplaninu og úr varð að það gekk upp, Rússar taka á móti Íslandi í Sánki Pétursborg þann 29. nóvember í stað þess að koma til Íslands og verður þá vonandi heimaleikur Íslands gegn Rússum í staðinn 4. júlí 2022. Ísland hefur leik 26. nóvember úti gegn Hollandi og heldur þaðan til Rússlands í kjölfarið og leikur því tvo útileiki í nóvember. Þetta er því miður staðan en Ísland hefur ekki leikið heimaleik í Höllinni í rúmlega eitt og hálft ár sem var fyrst vegna COVID-ástandsins (leikið í sóttvarnarbubblum) og svo nú þegar það er loksins möguleiki að spila hér heima á ný þá koma upp aðstöðumál sem hindra það að leikmenn liðsins og íslenskir aðdáendur fái að keppa og styðja við sitt lið hér á landi. Einnig mun þetta hafa fjárhagsleg áhrif á starfsemi KKÍ þar sem sambandið verður af tekjum vegna heimaleiksins og mikils kostnaðar við að ferðast til Rússlands á þessum tíma. Eins og KKÍ hefur bent ítrekað á þá er löngu kominn tími á að bæta aðstoðmál sérsambanda sem stunda inni íþróttir sem uppfylla nútímakröfur varðandi keppnisaðstöðu og aðgengi landsliða. Það er kominn tími til að stjórnvöld setji fjármagn í gerð þjóðarleikvangs og stígi skrefið við að framkvæma. Fulltrúar KKÍ hafa upplýst Lilju D. Alfreðsdóttur, ráðherra íþróttamála, um stöðuna og fundað með henni nýlega vegna þessa máls. Körfubolti HM 2023 í körfubolta Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Enski boltinn Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Ísland - Rúmenía | Taka á Rúmenum í Ólafssal Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Sjá meira
Körfuknattleikssamband Íslands sendi frá sér fréttatilkynningu í dag þar sem kemur fram að Ísland hefur þurft að skipta á heimaleikjum sínum í undankeppni HM 2023 til að sleppa við það að þurfa að spila heimaleik í öðru landi. Íslenska sambandið náði samkomulagi við það rússneska um að skipta á leikjum. Heimaleikurinn við Rússa er því kominn inn í júlí á næsta ári en Ísland fer þess í stað til Rússlands í nóvember. FIBA hafði ákveðið að keppnin fari ekki lengur fram í „sóttvarnarbubblum“ eins og undanfarin misseri heldur í klassísku formi með heimaleikjum og útileikjum milli liðanna í riðlinum. Leikgluggarnir verða þrír með tveim leikjum hver, fyrst núna í nóvember og svo í febrúar og júlí 2022. Eftir þessa sex leiki verður ljóst hvaða þrjú lið af fjórum fara áfram í aðra umferð keppninnar. Upp kom sú staða í aðdraganda þessa fyrsta glugga að leikvangur íslenska liðsins, Laugardalshöllin, sem er einni löglegi keppnisvöllurinn á landinu en þó með undanþágu frá FIBA hvað varðar grunnkröfur FIBA fyrir landsleiki, er ónothæf vegna viðgerða og hefur verið það síðastliðna mánuði. Eftir mikil samskipti við FIBA, formleg sem óformleg, varð ljóst að FIBA var ekki tllbúið til að veita undanþágu ofan á undanþágu vegna þessa heimaleiks og gaf FIBA KKÍ tvo kosti. Annarsvegar að spila í öðru landi í Evrópu eða reyna að fá rússneska sambandið til að taka leikinn að sér og leika þar. Það varð niðurstaðan Fréttatilkynning frá KKÍ Íslenska karlalandsliðið í körfuknattleik hefur leik í lok nóvember í undankeppni HM, FIBA WorldCup 2023, þegar liðið leikur fyrstu tvo leiki sína í riðlinum. Með Íslandi í riðli eru Ítalía, Rússland og Holland. FIBA hefur ákveðið að keppnin fari ekki lengur fram í „sóttvarnarbubblum“ eins og undanfarin misseri heldur í klassísku fomi með heimaleikjum og útileikjum milli liðanna í riðlinum. Leikgluggarnir verða þrír með tveim leikjum hver, fyrst núna í nóvember og svo í febrúar og júlí 2022. Eftir þessa sex leiki verður ljóst hvaða þrjú lið af fjórum fara áfram í aðra umferð keppninnar. Upp kom sú staða í aðdraganda þessa fyrsta glugga að leikvangur íslenska liðsins, Laugardalshöllin, sem er einni löglegi keppnisvöllurinn á landinu en þó með undanþágu frá FIBA hvað varðar grunnkröfur FIBA fyrir landsleiki, er ónothæf v/ viðgerða og hefur verið það sl. mánuði. Eftir mikil samskipti við FIBA, formleg sem óformleg, varð ljóst að FIBA var ekki tllbúið til að veita undanþágu ofan á undanþágu vegna þessa heimaleiks og gaf FIBA KKÍ tvo kosti. Annarsvegar að spila í öðru landi í Evrópu eða reyna að fá rússneska sambandið til að taka leikinn að sér og leika þar. Þar sem aðeins minni kröfur eru í undankeppni EM kvenna sem einnig hefst í nóvember ákvað FIBA að heimila KKÍ að halda heimaleik okkar í þessum glugga. Hann verður gegn Ungverjalandi og fram fer á Ásvöllum í Ólafssal, sunnudaginn 14. nóvember næstkomandi. Ekki er víst að FIBA leyfi aðrar undanþágur í komandi gluggum liðsins sem verður næst að ári í nóvember 2022. Til þess að leysa málin fór KKÍ á þess leit við FIBA og rússneska körfuknattleikssambandið að fá leyfi til að skipta á heimaleik/útileik í leikjaplaninu og úr varð að það gekk upp, Rússar taka á móti Íslandi í Sánki Pétursborg þann 29. nóvember í stað þess að koma til Íslands og verður þá vonandi heimaleikur Íslands gegn Rússum í staðinn 4. júlí 2022. Ísland hefur leik 26. nóvember úti gegn Hollandi og heldur þaðan til Rússlands í kjölfarið og leikur því tvo útileiki í nóvember. Þetta er því miður staðan en Ísland hefur ekki leikið heimaleik í Höllinni í rúmlega eitt og hálft ár sem var fyrst vegna COVID-ástandsins (leikið í sóttvarnarbubblum) og svo nú þegar það er loksins möguleiki að spila hér heima á ný þá koma upp aðstöðumál sem hindra það að leikmenn liðsins og íslenskir aðdáendur fái að keppa og styðja við sitt lið hér á landi. Einnig mun þetta hafa fjárhagsleg áhrif á starfsemi KKÍ þar sem sambandið verður af tekjum vegna heimaleiksins og mikils kostnaðar við að ferðast til Rússlands á þessum tíma. Eins og KKÍ hefur bent ítrekað á þá er löngu kominn tími á að bæta aðstoðmál sérsambanda sem stunda inni íþróttir sem uppfylla nútímakröfur varðandi keppnisaðstöðu og aðgengi landsliða. Það er kominn tími til að stjórnvöld setji fjármagn í gerð þjóðarleikvangs og stígi skrefið við að framkvæma. Fulltrúar KKÍ hafa upplýst Lilju D. Alfreðsdóttur, ráðherra íþróttamála, um stöðuna og fundað með henni nýlega vegna þessa máls.
Fréttatilkynning frá KKÍ Íslenska karlalandsliðið í körfuknattleik hefur leik í lok nóvember í undankeppni HM, FIBA WorldCup 2023, þegar liðið leikur fyrstu tvo leiki sína í riðlinum. Með Íslandi í riðli eru Ítalía, Rússland og Holland. FIBA hefur ákveðið að keppnin fari ekki lengur fram í „sóttvarnarbubblum“ eins og undanfarin misseri heldur í klassísku fomi með heimaleikjum og útileikjum milli liðanna í riðlinum. Leikgluggarnir verða þrír með tveim leikjum hver, fyrst núna í nóvember og svo í febrúar og júlí 2022. Eftir þessa sex leiki verður ljóst hvaða þrjú lið af fjórum fara áfram í aðra umferð keppninnar. Upp kom sú staða í aðdraganda þessa fyrsta glugga að leikvangur íslenska liðsins, Laugardalshöllin, sem er einni löglegi keppnisvöllurinn á landinu en þó með undanþágu frá FIBA hvað varðar grunnkröfur FIBA fyrir landsleiki, er ónothæf v/ viðgerða og hefur verið það sl. mánuði. Eftir mikil samskipti við FIBA, formleg sem óformleg, varð ljóst að FIBA var ekki tllbúið til að veita undanþágu ofan á undanþágu vegna þessa heimaleiks og gaf FIBA KKÍ tvo kosti. Annarsvegar að spila í öðru landi í Evrópu eða reyna að fá rússneska sambandið til að taka leikinn að sér og leika þar. Þar sem aðeins minni kröfur eru í undankeppni EM kvenna sem einnig hefst í nóvember ákvað FIBA að heimila KKÍ að halda heimaleik okkar í þessum glugga. Hann verður gegn Ungverjalandi og fram fer á Ásvöllum í Ólafssal, sunnudaginn 14. nóvember næstkomandi. Ekki er víst að FIBA leyfi aðrar undanþágur í komandi gluggum liðsins sem verður næst að ári í nóvember 2022. Til þess að leysa málin fór KKÍ á þess leit við FIBA og rússneska körfuknattleikssambandið að fá leyfi til að skipta á heimaleik/útileik í leikjaplaninu og úr varð að það gekk upp, Rússar taka á móti Íslandi í Sánki Pétursborg þann 29. nóvember í stað þess að koma til Íslands og verður þá vonandi heimaleikur Íslands gegn Rússum í staðinn 4. júlí 2022. Ísland hefur leik 26. nóvember úti gegn Hollandi og heldur þaðan til Rússlands í kjölfarið og leikur því tvo útileiki í nóvember. Þetta er því miður staðan en Ísland hefur ekki leikið heimaleik í Höllinni í rúmlega eitt og hálft ár sem var fyrst vegna COVID-ástandsins (leikið í sóttvarnarbubblum) og svo nú þegar það er loksins möguleiki að spila hér heima á ný þá koma upp aðstöðumál sem hindra það að leikmenn liðsins og íslenskir aðdáendur fái að keppa og styðja við sitt lið hér á landi. Einnig mun þetta hafa fjárhagsleg áhrif á starfsemi KKÍ þar sem sambandið verður af tekjum vegna heimaleiksins og mikils kostnaðar við að ferðast til Rússlands á þessum tíma. Eins og KKÍ hefur bent ítrekað á þá er löngu kominn tími á að bæta aðstoðmál sérsambanda sem stunda inni íþróttir sem uppfylla nútímakröfur varðandi keppnisaðstöðu og aðgengi landsliða. Það er kominn tími til að stjórnvöld setji fjármagn í gerð þjóðarleikvangs og stígi skrefið við að framkvæma. Fulltrúar KKÍ hafa upplýst Lilju D. Alfreðsdóttur, ráðherra íþróttamála, um stöðuna og fundað með henni nýlega vegna þessa máls.
Körfubolti HM 2023 í körfubolta Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Enski boltinn Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Ísland - Rúmenía | Taka á Rúmenum í Ólafssal Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Sjá meira
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti