Keflavíkurflugvöllur: Búið að grafa upp tæpa 50 þúsund rúmmetra fyrir viðbyggingu Þorgils Jónsson skrifar 3. nóvember 2021 19:39 Verktakar á Keflavíkurflugvelli hafa unnið þrotlaust að undirvinnu síðan í sumar. Nú hefur verið mokað burt tæpum 50 þúsumd rúmmetrum af jarðvegi. Vísir/Vilhelm Jarðvinna vegna viðbyggingar á Keflavíkurflugvelli gengur vel, en frá því að fyrsta skóflustungan var tekin í júní hefur verið grafið út fyrir 49.000 rúmmetra holu sem verður á endanum 55.000 rúmmetrar og 7,5 metrar að dýpt. Þetta segir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia í samtali við fréttastofu. Fyrirhuguð bygging verður 20 þúsund fermetrar að stærð og áætlaður heildarkostnaður er 20,8 milljarðar króna. Áformað er að hún verði tekin í notkun árið 2024, en þar verður meðal annars viðbót við verslunarrými og biðsvæði flugstöðvarinnar auk þess sem fjórum nýjum hliðum með landgöngubrúm verður bætt við. En það er ekki síst endurnýjað farangurskerfi sem markar ákveðin tímamót. Kerfið verður að hluta til í nýju byggingunni en mun teygja sig inn í gömlu bygginguna inn á svæði komufríhafnar. 20 þúsund fermetra viðbygging við Flugstöð Leifs Eiríkssonar verður tekin í notkun árið 2024, gangi áætlanir ISAVIA eftir. Á þessari mynd sést hvernig viðbyggingin mun líta út. „Með þessari endurnýjun er verið að skipta út sprengjuleitarvélum vegna nýrra Evrópureglugerða sem taka gildi innan fárra mánaða,“ segir Guðjón. „Nýju vélarnar eru umfangsmeiri en þær gömlu og því þarf að endurhanna og breyta farangurskerfinu í kringum þær.“ Meðal annars verður sett upp nýtt komufæribandakerfi með hallandi böndum svo hægt sé að koma fleiri töskum fyrir og auðvelda aðgengi farþega að töskum þegar þær renna inn í komusalinn. Böndin verða fimm talsins þegar framkvæmdum lýkur. „Í september fóru rétt rúmlega 140.000 töskur í gegnum brottfarakerfið okkar sem er að meðaltali um 4500 töskur á dag,“ segir Guðjón og bætir við að þar sé um að ræða töskur sem koma úr innritun sem og töskur tengifarþega. „Hvað varðar komuhlutann þá erum við að bæta þjónustuna við farþega í komusalnum með breytingunum og vinna okkur í haginn að geta tekið við fjölgun farþega síðar meir.“ Samgöngur Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Byggingariðnaður Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Fleiri fréttir Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sjá meira
Þetta segir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia í samtali við fréttastofu. Fyrirhuguð bygging verður 20 þúsund fermetrar að stærð og áætlaður heildarkostnaður er 20,8 milljarðar króna. Áformað er að hún verði tekin í notkun árið 2024, en þar verður meðal annars viðbót við verslunarrými og biðsvæði flugstöðvarinnar auk þess sem fjórum nýjum hliðum með landgöngubrúm verður bætt við. En það er ekki síst endurnýjað farangurskerfi sem markar ákveðin tímamót. Kerfið verður að hluta til í nýju byggingunni en mun teygja sig inn í gömlu bygginguna inn á svæði komufríhafnar. 20 þúsund fermetra viðbygging við Flugstöð Leifs Eiríkssonar verður tekin í notkun árið 2024, gangi áætlanir ISAVIA eftir. Á þessari mynd sést hvernig viðbyggingin mun líta út. „Með þessari endurnýjun er verið að skipta út sprengjuleitarvélum vegna nýrra Evrópureglugerða sem taka gildi innan fárra mánaða,“ segir Guðjón. „Nýju vélarnar eru umfangsmeiri en þær gömlu og því þarf að endurhanna og breyta farangurskerfinu í kringum þær.“ Meðal annars verður sett upp nýtt komufæribandakerfi með hallandi böndum svo hægt sé að koma fleiri töskum fyrir og auðvelda aðgengi farþega að töskum þegar þær renna inn í komusalinn. Böndin verða fimm talsins þegar framkvæmdum lýkur. „Í september fóru rétt rúmlega 140.000 töskur í gegnum brottfarakerfið okkar sem er að meðaltali um 4500 töskur á dag,“ segir Guðjón og bætir við að þar sé um að ræða töskur sem koma úr innritun sem og töskur tengifarþega. „Hvað varðar komuhlutann þá erum við að bæta þjónustuna við farþega í komusalnum með breytingunum og vinna okkur í haginn að geta tekið við fjölgun farþega síðar meir.“
Samgöngur Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Byggingariðnaður Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Fleiri fréttir Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sjá meira