Aldrei meiri umferð um Hringveginn Eiður Þór Árnason skrifar 4. nóvember 2021 08:31 Mest var aukningin á Mýrdalssandi. Vísir/Vilhelm Aldrei hefur fleiri bílum verið ekið um Hringveginn í októbermánuði og jókst umferðin um nærri 32 prósent frá sama tíma í fyrra. Mesta aukningin var á Mýrdalssandi þar sem umferðin reyndist 251 prósent meiri en í fyrra. Met var slegið í umferð yfir sextán lykilteljara Vegagerðarinnar á Hringveginum og hafa aldrei farið fleiri ökutæki yfir umrædd mælisnið í október. Vegagerðin telur nærtækast að líta til fjölgunar erlendra ferðamanna þó þeir séu töluvert færri nú en fyrir faraldur. „Hugsanlega er líka aukning á ferðum Íslendinga, að heimamenn séu enn að ferðast innanlands í auknum mæli. Ef til vill í stað ferða erlendis t.d. í vetrarfríum skólanna. Einnig verður að teljast líklegt að umsvifin í efnahagslífinu séu nú að aukast hratt. Þetta hefur þó ekki verið skoðað sérstaklega,“ segir á vef Vegagerðarinnar. Umferð aukist um 12,5 prósent frá áramótum Umferð jókst á öllum landsvæðum en mest yfir mælisnið á Norðurlandi eða um rúmlega 58 prósent. Mest var aukningin á Mýrdalssandi, líkt og áður segir, en þó er ekki um að ræða met aukningu þar sem umferð á Hvalsnesi í Lóni jókst um 256% milli septembermánaða 2020 og 2021. Eru þessar miklu hlutfallsaukningar til komnar vegna þess að umferð dróst mikið saman á síðasta ári í áhrifa heimsfaraldursins. Núna hefur umferð aukist um 12,5 prósent frá áramótum miðað við sama tímabil á síðasta ári. Hlutfallslega hefur umferð aukist mest um Austurland eða um 29 prósent. Vegagerðin Mest ekið á föstudögum Nú þegar aðeins tveir mánuður eru eftir af árinu má búast við því að umferðin í ár aukist um 13,5 prósent miðað við síðasta ár. Verði af þessari aukningu dugar hún samt ekki til þess að fara upp fyrir árið 2019 og yrði um 2 prósent minni en það ár, að sögn Vegagerðarinnar. Það sem af er ári er mest ekið um Hringveginn á föstudögum en minnst á laugardögum. Umferð hefur aukist mest á sunnudögum eða um 16 prósent en minnst hefur aukningin orðið á fimmtudögum eða 10 prósent. Umferð Bílar Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Fleiri fréttir Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Sjá meira
Met var slegið í umferð yfir sextán lykilteljara Vegagerðarinnar á Hringveginum og hafa aldrei farið fleiri ökutæki yfir umrædd mælisnið í október. Vegagerðin telur nærtækast að líta til fjölgunar erlendra ferðamanna þó þeir séu töluvert færri nú en fyrir faraldur. „Hugsanlega er líka aukning á ferðum Íslendinga, að heimamenn séu enn að ferðast innanlands í auknum mæli. Ef til vill í stað ferða erlendis t.d. í vetrarfríum skólanna. Einnig verður að teljast líklegt að umsvifin í efnahagslífinu séu nú að aukast hratt. Þetta hefur þó ekki verið skoðað sérstaklega,“ segir á vef Vegagerðarinnar. Umferð aukist um 12,5 prósent frá áramótum Umferð jókst á öllum landsvæðum en mest yfir mælisnið á Norðurlandi eða um rúmlega 58 prósent. Mest var aukningin á Mýrdalssandi, líkt og áður segir, en þó er ekki um að ræða met aukningu þar sem umferð á Hvalsnesi í Lóni jókst um 256% milli septembermánaða 2020 og 2021. Eru þessar miklu hlutfallsaukningar til komnar vegna þess að umferð dróst mikið saman á síðasta ári í áhrifa heimsfaraldursins. Núna hefur umferð aukist um 12,5 prósent frá áramótum miðað við sama tímabil á síðasta ári. Hlutfallslega hefur umferð aukist mest um Austurland eða um 29 prósent. Vegagerðin Mest ekið á föstudögum Nú þegar aðeins tveir mánuður eru eftir af árinu má búast við því að umferðin í ár aukist um 13,5 prósent miðað við síðasta ár. Verði af þessari aukningu dugar hún samt ekki til þess að fara upp fyrir árið 2019 og yrði um 2 prósent minni en það ár, að sögn Vegagerðarinnar. Það sem af er ári er mest ekið um Hringveginn á föstudögum en minnst á laugardögum. Umferð hefur aukist mest á sunnudögum eða um 16 prósent en minnst hefur aukningin orðið á fimmtudögum eða 10 prósent.
Umferð Bílar Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Fleiri fréttir Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Sjá meira