Íslendingar fylltu litla hólfið sitt í Manchester strax Sindri Sverrisson skrifar 4. nóvember 2021 10:31 Litríkur stuðningsmaður Íslands á leiknum gegn Austurríki í Rotterdam á EM 2017. Getty/Maja Hitji Stuðningsmenn íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta voru ekki lengi að tryggja sér þá miða sem Íslendingum voru úthlutaðir vegna fyrstu leikja Íslands á EM næsta sumar. Ísland dróst í D-riðil með Belgíu, Ítalíu og Frakklandi, og fara leikirnir fram 10., 14. og 18. júlí. Ísland mætir Belgíu og Ítalíu á minnsta leikvangi keppninnar, akademíuleikvangi Manchester City, sem aðeins er með 4.700 sæti. Knattspyrnusamband Íslands fékk 600 miða á hvorn leikjanna í Manchester, í sérstakt Íslendingahólf. Þeir miðar fóru fljótt út og miðað við það að 2-3.000 Íslendingar mættu á hvern af leikjum Íslands á EM í Hollandi 2017 virðist völlurinn fulllítill. Enn er þó hægt að fá miða með öðrum leiðum. Ísland fékk svo 1.000 miða á lokaleikinn í riðlinum, gegn Frökkum, en sá leikur fer fram á New York leikvanginum í Rotherham sem rúmar 12.000 manns. Í gær voru enn miðar lausir í hólf Íslendinga á þeim leik. Leik sem gæti ráðið úrslitum um hvort Ísland kemst í 8-liða úrslit. Þó að Íslendingahólfin séu full eða að fyllast þá geta Íslendingar enn fengið miða á leiki Íslands í gegnum almenna miðasölu UEFA. Hægt er að sækja um miða fram til 16. nóvember og ef eftirspurnin er meiri en framboðið er svo dregið um það hverjir fá miða. Miðaverð er mjög hóflegt en ódýrustu miðarnir kosta tæplega 1.800 krónur fyrir fullorðna og 900 krónur fyrir börn. Íslendingar fjölmenntu til Hollands á EM 2017 en urðu að sætta sig þar við þrjú töp í þremur leikjum.Getty/Maja Hitji UEFA hlífði Frökkum við minnsta leikvanginum Það var í höndum UEFA að ákveða hvaða leikir í D-riðli yrðu í Manchester og hvaða leikir í Rotherham. Landið með stærsta markaðssvæðið, Frakkland, fékk alla sína leiki í Rotherham og hin liðin í riðlinum því einn leik hvert þar. „Það eru auðvitað bara vonbrigði að UEFA sé að nota svona litla velli. Ég held að allir séu sammála um það. En við gætum alveg séð 2.000 Íslendinga á þessum leikjum í Manchester og vonandi að þeir sem vilja sjá leiki Íslands sæki um í almennu miðasölunni,“ segir Óskar Örn Guðbrandsson, samskiptafulltrúi KSÍ. Allar upplýsingar um miðasölu má finna hér. EM 2021 í Englandi Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Fleiri fréttir Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Sjá meira
Ísland dróst í D-riðil með Belgíu, Ítalíu og Frakklandi, og fara leikirnir fram 10., 14. og 18. júlí. Ísland mætir Belgíu og Ítalíu á minnsta leikvangi keppninnar, akademíuleikvangi Manchester City, sem aðeins er með 4.700 sæti. Knattspyrnusamband Íslands fékk 600 miða á hvorn leikjanna í Manchester, í sérstakt Íslendingahólf. Þeir miðar fóru fljótt út og miðað við það að 2-3.000 Íslendingar mættu á hvern af leikjum Íslands á EM í Hollandi 2017 virðist völlurinn fulllítill. Enn er þó hægt að fá miða með öðrum leiðum. Ísland fékk svo 1.000 miða á lokaleikinn í riðlinum, gegn Frökkum, en sá leikur fer fram á New York leikvanginum í Rotherham sem rúmar 12.000 manns. Í gær voru enn miðar lausir í hólf Íslendinga á þeim leik. Leik sem gæti ráðið úrslitum um hvort Ísland kemst í 8-liða úrslit. Þó að Íslendingahólfin séu full eða að fyllast þá geta Íslendingar enn fengið miða á leiki Íslands í gegnum almenna miðasölu UEFA. Hægt er að sækja um miða fram til 16. nóvember og ef eftirspurnin er meiri en framboðið er svo dregið um það hverjir fá miða. Miðaverð er mjög hóflegt en ódýrustu miðarnir kosta tæplega 1.800 krónur fyrir fullorðna og 900 krónur fyrir börn. Íslendingar fjölmenntu til Hollands á EM 2017 en urðu að sætta sig þar við þrjú töp í þremur leikjum.Getty/Maja Hitji UEFA hlífði Frökkum við minnsta leikvanginum Það var í höndum UEFA að ákveða hvaða leikir í D-riðli yrðu í Manchester og hvaða leikir í Rotherham. Landið með stærsta markaðssvæðið, Frakkland, fékk alla sína leiki í Rotherham og hin liðin í riðlinum því einn leik hvert þar. „Það eru auðvitað bara vonbrigði að UEFA sé að nota svona litla velli. Ég held að allir séu sammála um það. En við gætum alveg séð 2.000 Íslendinga á þessum leikjum í Manchester og vonandi að þeir sem vilja sjá leiki Íslands sæki um í almennu miðasölunni,“ segir Óskar Örn Guðbrandsson, samskiptafulltrúi KSÍ. Allar upplýsingar um miðasölu má finna hér.
EM 2021 í Englandi Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Fleiri fréttir Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Sjá meira