Vill herða takmarkanir til að tryggja gleðileg jól Atli Ísleifsson skrifar 4. nóvember 2021 14:12 Gylfi Þór Þórsteinsson segir Rauða krossinn nú starfrækja þrjú farsóttarhús og að þau séu að fyllast. Álagið á kerfið sé gríðarlegt og úrræðin á þrotum. Vísir/Vilhelm Gylfi Þór Þorsteinsson, umsjónarmaður farsóttarhúsanna, segist vilja herða samkomutakmarkanir sem fyrst til að hægt verði að tryggja að landsmenn geti haldið gleðileg jól í desember. Hann segir að þau farsóttarhús sem nú séu starfrækt séu að fyllast og að álagið á kerfið sé gífurlegt. Gylfi Þór birti í dag færslu á Facebook-síðu sinni þar sem hann segist vilja að landinu verði lokað „vegna viðhalds“ og hörðum takmörkunum skellt þannig að jólin verði gleðileg. „Tilraunastarfsemi með tilslakanir mega byrja í janúar fyrir mér,“ sagði í færslunni. Gylfi segir í samtali við Vísi að um sé að ræða „þreytustatus miðaldra karlmanns“. Hann ráði ekki neinu og um sé að ráða „skot út í myrkrið“. Hann segir Rauða krossinn nú reka þrjú farsóttarhús – tvö við Rauðarárstíg í Reykjavík og eitt á Akureyri. „Þau hús sem við erum að reka í dag eru að springa. Það eru um tuttugu herbergi laus af um 180. Við erum með vel yfir hundrað gesti og sumir gestir dreifast á fleiri en eitt herbergi – fjölskyldur og svo framvegis. Herbergjastaðan er eitt en álagið á kerfið er svo allt annað. Hvort sem það eru við, almannavarnakerfið, rakning eða Covid-deild, þá er gríðarlegt álag á öllum. Miðað við smitfjöldann í gær þá er ljóst að það er ekkert að fara að lækka, hvorki í dag né á morgun.“ Þreyta í kerfinu líkt og í samfélaginu Gylfi Þór segir stöðuna í samfélaginu vera mjög erfiða þar sem smitum sé að fjölga. „Það sem meira er þá eru úrræðin á þrotum. Það er að verða erfiðara að fá mannskap til að sinna smitrakningu, sinna sjúkingum inni á Landspítala, hjá okkur... Það er komin þreyta í kerfið, alveg eins og í samfélaginu öllu. Ég skil það vel að fólk í samfélaginu sé orðið þreytt á takmörkunum og öllu slíku. En við þurfum að átta okkur á að við séum í þessum aðgerðum til að vernda Landspítalann sem má ekki við miklum skakkaföllum til að fara á hliðina. Þá er spurning: Hvar viljum við draga þessa línu? Viljum við skerða persónufrelsi okkar á einhvern hátt í einhvern tíma á meðan við náum jafnvægi á þessu aftur? Eða viljum við láta þetta blossa í samfélaginu með þeim afleiðingum sem þá kunna að verða og sem enginn þekkir í raun hver verða,“ spyr Gylfi Þór. Hefur engan áhuga á „jólakúlum“ Hann segist vilja sjá jólin þannig að við getum haldið upp á gleðileg jól með fjölskyldu okkar og vinum. „Ég vil ekki að við þurfum að vera í einhverri „jólakúlu“ með okkur nánustu fimm eða eitthvað. Ég vil frekar herða núna til að við getum leyft okkur að fara út að versla jólagjafir nær jólum, fara að hitta þá sem við elskum. Það er það sem ég er að reyna að koma á framfæri.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Fleiri fréttir Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Sjá meira
Gylfi Þór birti í dag færslu á Facebook-síðu sinni þar sem hann segist vilja að landinu verði lokað „vegna viðhalds“ og hörðum takmörkunum skellt þannig að jólin verði gleðileg. „Tilraunastarfsemi með tilslakanir mega byrja í janúar fyrir mér,“ sagði í færslunni. Gylfi segir í samtali við Vísi að um sé að ræða „þreytustatus miðaldra karlmanns“. Hann ráði ekki neinu og um sé að ráða „skot út í myrkrið“. Hann segir Rauða krossinn nú reka þrjú farsóttarhús – tvö við Rauðarárstíg í Reykjavík og eitt á Akureyri. „Þau hús sem við erum að reka í dag eru að springa. Það eru um tuttugu herbergi laus af um 180. Við erum með vel yfir hundrað gesti og sumir gestir dreifast á fleiri en eitt herbergi – fjölskyldur og svo framvegis. Herbergjastaðan er eitt en álagið á kerfið er svo allt annað. Hvort sem það eru við, almannavarnakerfið, rakning eða Covid-deild, þá er gríðarlegt álag á öllum. Miðað við smitfjöldann í gær þá er ljóst að það er ekkert að fara að lækka, hvorki í dag né á morgun.“ Þreyta í kerfinu líkt og í samfélaginu Gylfi Þór segir stöðuna í samfélaginu vera mjög erfiða þar sem smitum sé að fjölga. „Það sem meira er þá eru úrræðin á þrotum. Það er að verða erfiðara að fá mannskap til að sinna smitrakningu, sinna sjúkingum inni á Landspítala, hjá okkur... Það er komin þreyta í kerfið, alveg eins og í samfélaginu öllu. Ég skil það vel að fólk í samfélaginu sé orðið þreytt á takmörkunum og öllu slíku. En við þurfum að átta okkur á að við séum í þessum aðgerðum til að vernda Landspítalann sem má ekki við miklum skakkaföllum til að fara á hliðina. Þá er spurning: Hvar viljum við draga þessa línu? Viljum við skerða persónufrelsi okkar á einhvern hátt í einhvern tíma á meðan við náum jafnvægi á þessu aftur? Eða viljum við láta þetta blossa í samfélaginu með þeim afleiðingum sem þá kunna að verða og sem enginn þekkir í raun hver verða,“ spyr Gylfi Þór. Hefur engan áhuga á „jólakúlum“ Hann segist vilja sjá jólin þannig að við getum haldið upp á gleðileg jól með fjölskyldu okkar og vinum. „Ég vil ekki að við þurfum að vera í einhverri „jólakúlu“ með okkur nánustu fimm eða eitthvað. Ég vil frekar herða núna til að við getum leyft okkur að fara út að versla jólagjafir nær jólum, fara að hitta þá sem við elskum. Það er það sem ég er að reyna að koma á framfæri.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Fleiri fréttir Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels