Vill herða takmarkanir til að tryggja gleðileg jól Atli Ísleifsson skrifar 4. nóvember 2021 14:12 Gylfi Þór Þórsteinsson segir Rauða krossinn nú starfrækja þrjú farsóttarhús og að þau séu að fyllast. Álagið á kerfið sé gríðarlegt og úrræðin á þrotum. Vísir/Vilhelm Gylfi Þór Þorsteinsson, umsjónarmaður farsóttarhúsanna, segist vilja herða samkomutakmarkanir sem fyrst til að hægt verði að tryggja að landsmenn geti haldið gleðileg jól í desember. Hann segir að þau farsóttarhús sem nú séu starfrækt séu að fyllast og að álagið á kerfið sé gífurlegt. Gylfi Þór birti í dag færslu á Facebook-síðu sinni þar sem hann segist vilja að landinu verði lokað „vegna viðhalds“ og hörðum takmörkunum skellt þannig að jólin verði gleðileg. „Tilraunastarfsemi með tilslakanir mega byrja í janúar fyrir mér,“ sagði í færslunni. Gylfi segir í samtali við Vísi að um sé að ræða „þreytustatus miðaldra karlmanns“. Hann ráði ekki neinu og um sé að ráða „skot út í myrkrið“. Hann segir Rauða krossinn nú reka þrjú farsóttarhús – tvö við Rauðarárstíg í Reykjavík og eitt á Akureyri. „Þau hús sem við erum að reka í dag eru að springa. Það eru um tuttugu herbergi laus af um 180. Við erum með vel yfir hundrað gesti og sumir gestir dreifast á fleiri en eitt herbergi – fjölskyldur og svo framvegis. Herbergjastaðan er eitt en álagið á kerfið er svo allt annað. Hvort sem það eru við, almannavarnakerfið, rakning eða Covid-deild, þá er gríðarlegt álag á öllum. Miðað við smitfjöldann í gær þá er ljóst að það er ekkert að fara að lækka, hvorki í dag né á morgun.“ Þreyta í kerfinu líkt og í samfélaginu Gylfi Þór segir stöðuna í samfélaginu vera mjög erfiða þar sem smitum sé að fjölga. „Það sem meira er þá eru úrræðin á þrotum. Það er að verða erfiðara að fá mannskap til að sinna smitrakningu, sinna sjúkingum inni á Landspítala, hjá okkur... Það er komin þreyta í kerfið, alveg eins og í samfélaginu öllu. Ég skil það vel að fólk í samfélaginu sé orðið þreytt á takmörkunum og öllu slíku. En við þurfum að átta okkur á að við séum í þessum aðgerðum til að vernda Landspítalann sem má ekki við miklum skakkaföllum til að fara á hliðina. Þá er spurning: Hvar viljum við draga þessa línu? Viljum við skerða persónufrelsi okkar á einhvern hátt í einhvern tíma á meðan við náum jafnvægi á þessu aftur? Eða viljum við láta þetta blossa í samfélaginu með þeim afleiðingum sem þá kunna að verða og sem enginn þekkir í raun hver verða,“ spyr Gylfi Þór. Hefur engan áhuga á „jólakúlum“ Hann segist vilja sjá jólin þannig að við getum haldið upp á gleðileg jól með fjölskyldu okkar og vinum. „Ég vil ekki að við þurfum að vera í einhverri „jólakúlu“ með okkur nánustu fimm eða eitthvað. Ég vil frekar herða núna til að við getum leyft okkur að fara út að versla jólagjafir nær jólum, fara að hitta þá sem við elskum. Það er það sem ég er að reyna að koma á framfæri.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir í biðlaun Innlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Innlent Fleiri fréttir Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir í biðlaun „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Sjá meira
Gylfi Þór birti í dag færslu á Facebook-síðu sinni þar sem hann segist vilja að landinu verði lokað „vegna viðhalds“ og hörðum takmörkunum skellt þannig að jólin verði gleðileg. „Tilraunastarfsemi með tilslakanir mega byrja í janúar fyrir mér,“ sagði í færslunni. Gylfi segir í samtali við Vísi að um sé að ræða „þreytustatus miðaldra karlmanns“. Hann ráði ekki neinu og um sé að ráða „skot út í myrkrið“. Hann segir Rauða krossinn nú reka þrjú farsóttarhús – tvö við Rauðarárstíg í Reykjavík og eitt á Akureyri. „Þau hús sem við erum að reka í dag eru að springa. Það eru um tuttugu herbergi laus af um 180. Við erum með vel yfir hundrað gesti og sumir gestir dreifast á fleiri en eitt herbergi – fjölskyldur og svo framvegis. Herbergjastaðan er eitt en álagið á kerfið er svo allt annað. Hvort sem það eru við, almannavarnakerfið, rakning eða Covid-deild, þá er gríðarlegt álag á öllum. Miðað við smitfjöldann í gær þá er ljóst að það er ekkert að fara að lækka, hvorki í dag né á morgun.“ Þreyta í kerfinu líkt og í samfélaginu Gylfi Þór segir stöðuna í samfélaginu vera mjög erfiða þar sem smitum sé að fjölga. „Það sem meira er þá eru úrræðin á þrotum. Það er að verða erfiðara að fá mannskap til að sinna smitrakningu, sinna sjúkingum inni á Landspítala, hjá okkur... Það er komin þreyta í kerfið, alveg eins og í samfélaginu öllu. Ég skil það vel að fólk í samfélaginu sé orðið þreytt á takmörkunum og öllu slíku. En við þurfum að átta okkur á að við séum í þessum aðgerðum til að vernda Landspítalann sem má ekki við miklum skakkaföllum til að fara á hliðina. Þá er spurning: Hvar viljum við draga þessa línu? Viljum við skerða persónufrelsi okkar á einhvern hátt í einhvern tíma á meðan við náum jafnvægi á þessu aftur? Eða viljum við láta þetta blossa í samfélaginu með þeim afleiðingum sem þá kunna að verða og sem enginn þekkir í raun hver verða,“ spyr Gylfi Þór. Hefur engan áhuga á „jólakúlum“ Hann segist vilja sjá jólin þannig að við getum haldið upp á gleðileg jól með fjölskyldu okkar og vinum. „Ég vil ekki að við þurfum að vera í einhverri „jólakúlu“ með okkur nánustu fimm eða eitthvað. Ég vil frekar herða núna til að við getum leyft okkur að fara út að versla jólagjafir nær jólum, fara að hitta þá sem við elskum. Það er það sem ég er að reyna að koma á framfæri.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir í biðlaun Innlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Innlent Fleiri fréttir Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir í biðlaun „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Sjá meira