„Datt ekki í hug að þetta myndi gerast aftur“ Sindri Sverrisson skrifar 5. nóvember 2021 08:00 Pétur Theodór Árnason átti magnað sumar með Gróttu í Lengjudeildinni. Svo gott að Breiðablik keypti hann og bauð honum þriggja ára samning. vísir/vilhelm „Mig langar að halda áfram,“ segir framherjinn Pétur Theodór Árnason. Hann var rétt búinn að æfa með Breiðabliki í viku þegar hann varð fyrir enn einu áfallinu á sínum ferli. Pétur, sem er 26 ára Seltirningur, sleit krossband í hné á æfingu Blika á mánudaginn. Þetta er í þriðja sinn á ferlinum sem Pétur slítur krossband í sama hné. „Þetta er ótrúlega mikið sjokk. Ég var nánast hættur að hugsa um þennan möguleika og datt ekki í hug að þetta myndi gerast aftur. Þegar þetta gerðist var verkurinn mjög mikill en maður var samt að hugsa um eitthvað allt annað en þann verk,“ segir Pétur. Pétur skoraði 23 mörk í Lengjudeildinni á síðustu leiktíð og var nálægt því að setja markamet í deildinni. Eftir að hafa spilað með Gróttu allan sinn feril, fyrir utan nokkra leiki með Kríu eftir að hann sleit krossband tvisvar 2013 og 2014, var hins vegar komið að því að fara í toppbaráttu úrvalsdeildarinnar og Evrópuleiki með Breiðabliki næsta sumar. Á því verður bið. Aldrei í betra líkamlegu standi „Ég held að ég hafi aldrei verið í betra líkamlegu standi en núna þannig að þetta kemur bara mjög mikið á óvart. Ég var virkilega spenntur fyrir þessu verkefni hjá Breiðabliki og það er grautfúlt að byrja þetta svona,“ segir Pétur og bætir við: „Ég var strax handviss um að þetta yrði niðurstaðan þegar ég meiddist. Ég fer svo í aðgerð eftir um þrjár vikur, þegar bólga í hnénu er farin. Læknirinn sagði að ég yrði svo í minnsta lagi níu mánuði að jafna mig.“ Pétur lék með Gróttu í Pepsi Max-deildinni sumarið 2020 eftir að hafa afar óvænt komist með liðinu upp í efstu deild ári fyrr.vísir/hag Og Pétur segir meiðslin enn alvarlegri en ella þar sem um endurtekið efni sé að ræða: „Læknirinn sagði já að þetta yrði ekkert betra. Það er mjög erfitt þegar þetta er að gerast í þriðja skipti og það gæti hægt á endurkomunni, en það er mjög misjafnt.“ Langar að komast út úr þessu þó að það verði erfitt Pétur segist fá góðan stuðning frá þjálfarateymi og öðrum hjá Breiðabliki en aðalþjálfarann, Óskar Hrafn Þorvaldsson, þekkir Pétur vel frá því hjá Gróttu. „Ég fæ eitthvað prógramm svo ég geti mætt og sinnt mínum æfingum, og svo verðum við bara að sjá hvað gerist. Ég fæ mjög mikinn stuðning frá öllum; sjúkraþjálfaranum, Óskari og öllum í þjálfarateyminu, svo ég er í mjög góðum málum,“ segir Pétur. En kemur það til greina að takkaskórnir fari á hilluna? „Þetta er allt nýbúið að gerast en nei, í raun ekki. Mig langar að halda áfram. Ég er samningsbundinn og langar að spila fyrir Breiðablik, og að komast út úr þessu þó að það verði erfitt.“ Pepsi Max-deild karla Breiðablik Mest lesið Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Fótbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Fótbolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Fleiri fréttir „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ Sjá meira
Pétur, sem er 26 ára Seltirningur, sleit krossband í hné á æfingu Blika á mánudaginn. Þetta er í þriðja sinn á ferlinum sem Pétur slítur krossband í sama hné. „Þetta er ótrúlega mikið sjokk. Ég var nánast hættur að hugsa um þennan möguleika og datt ekki í hug að þetta myndi gerast aftur. Þegar þetta gerðist var verkurinn mjög mikill en maður var samt að hugsa um eitthvað allt annað en þann verk,“ segir Pétur. Pétur skoraði 23 mörk í Lengjudeildinni á síðustu leiktíð og var nálægt því að setja markamet í deildinni. Eftir að hafa spilað með Gróttu allan sinn feril, fyrir utan nokkra leiki með Kríu eftir að hann sleit krossband tvisvar 2013 og 2014, var hins vegar komið að því að fara í toppbaráttu úrvalsdeildarinnar og Evrópuleiki með Breiðabliki næsta sumar. Á því verður bið. Aldrei í betra líkamlegu standi „Ég held að ég hafi aldrei verið í betra líkamlegu standi en núna þannig að þetta kemur bara mjög mikið á óvart. Ég var virkilega spenntur fyrir þessu verkefni hjá Breiðabliki og það er grautfúlt að byrja þetta svona,“ segir Pétur og bætir við: „Ég var strax handviss um að þetta yrði niðurstaðan þegar ég meiddist. Ég fer svo í aðgerð eftir um þrjár vikur, þegar bólga í hnénu er farin. Læknirinn sagði að ég yrði svo í minnsta lagi níu mánuði að jafna mig.“ Pétur lék með Gróttu í Pepsi Max-deildinni sumarið 2020 eftir að hafa afar óvænt komist með liðinu upp í efstu deild ári fyrr.vísir/hag Og Pétur segir meiðslin enn alvarlegri en ella þar sem um endurtekið efni sé að ræða: „Læknirinn sagði já að þetta yrði ekkert betra. Það er mjög erfitt þegar þetta er að gerast í þriðja skipti og það gæti hægt á endurkomunni, en það er mjög misjafnt.“ Langar að komast út úr þessu þó að það verði erfitt Pétur segist fá góðan stuðning frá þjálfarateymi og öðrum hjá Breiðabliki en aðalþjálfarann, Óskar Hrafn Þorvaldsson, þekkir Pétur vel frá því hjá Gróttu. „Ég fæ eitthvað prógramm svo ég geti mætt og sinnt mínum æfingum, og svo verðum við bara að sjá hvað gerist. Ég fæ mjög mikinn stuðning frá öllum; sjúkraþjálfaranum, Óskari og öllum í þjálfarateyminu, svo ég er í mjög góðum málum,“ segir Pétur. En kemur það til greina að takkaskórnir fari á hilluna? „Þetta er allt nýbúið að gerast en nei, í raun ekki. Mig langar að halda áfram. Ég er samningsbundinn og langar að spila fyrir Breiðablik, og að komast út úr þessu þó að það verði erfitt.“
Pepsi Max-deild karla Breiðablik Mest lesið Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Fótbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Fótbolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Fleiri fréttir „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ Sjá meira