Í hugleiðingum veðurfræðings segir að lægð úr suðvestri komi til okkar í nótt og á morgun verði hvöss austanátt með rigningu, slyddu jafnvel snjókomu.
„Þegar líður á daginn snýst vindur í norðanátt og dregur smám saman úr úrkomu og vindi, en talsverð úrkoma verður fyrir austan fram á kvöld. Hiti í bilinu 0 til 6 stig.
Á sunnudag verður víða hægviðri, en stöku él norðaustantil og hiti í kringum frostmark.
Eftir helgi má gera ráð fyrir áframhaldandi umhleypingum.“

Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á laugardag: Norðaustan 10-18 m/s. Rigning eða slydda sunnantil, en snjókoma eða slydda um landið norðanvert. Hiti frá frostmarki fyrir norðan, upp í 6 stig við suðurströndina.
Á sunnudag: Norðlæg eða breytileg átt 3-10. Bjartviðri á Suður- og Vesturlandi. Slydda eða snjókoma norðan- og austanlands, en úrkomulítið um kvöldið. Hiti um frostmark.
Á mánudag: Hvöss suðaustanátt og víða rigning eða slydda, talsverð úrkoma á sunnanverðu landinu. Hiti 2 til 7 stig.
Á þriðjudag: Suðlæg eða breytileg átt og rigning eða skúrir, en úrkomulítið norðaustantil. Hiti 1 til 5 stig.
Á miðvikudag: Suðlæg átt með éljum fyrir norðan og dálítil væta sunnanlands. Hiti kringum frostmark.
Á fimmtudag: Útlit fyrir hægt vaxandi austanátt, með rigningu eða slyddu um kvöldið á sunnanverðu landinu. Hiti breytist lítið.