Ætlaði að hætta eftir leikinn gegn Englandi: „Fór að hágrenja í klefanum“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. nóvember 2021 13:31 Hannes Þór Halldórsson lék sinn síðasta landsleik í september. vísir/vilhelm Hannes Þór Halldórsson ætlaði að hætta með landsliðinu síðasta haust. Hann ákvað hins vegar að reyna að hjálpa landsliðinu að komast á eitt stórmót í viðbót. Eftir leikinn gegn Þýskalandi á Laugardalsvelli í september greindi Hannes frá því að hann hefði spilað sinn síðasta landsleik. Hann ætlaði hins vegar að hætta í landsliðinu fyrir ári síðan, eftir að Ísland komst ekki á EM 2020. Mikið hefur gengið á í kringum íslenska landsliðið að undanförnu vegna ásakana um meint kynferðis- og ofbeldisbrot leikmanna þess. Hannes hefði að sjálfsögðu kosið að hætta við aðrar aðstæður, en hann hefði hætt sama hvernig staðan hefði verið. „Auðvitað hefði ég viljað að þetta hefði verið öðruvísi. Ég held að allir séu sammála um það. Þetta er mjög leiðinlegt staða sem er komin upp og vond. Ef maður hefði teiknað það upp hefði það verið allt annað. En þessi staða er komin upp og var komin upp þarna og ég gat engu breytt um það,“ sagði Hannes. „Þannig að mér fannst minn tími vera kominn með landsliðinu og ég held að það hefði gerst hvort sem allt hefði verið frábært eða eins og þetta var þarna.“ Hannes var nánast búinn að ákveða í landsliðinu síðasta haust. Hann beygði nánast af í viðtali eftir leikinn gegn Englandi á Wembley í Þjóðadeildinni sem honum fannst líklegt að yrði hans síðasti landsleikur. „Ég var næstum því búinn að taka þá ákvörðun að hætta eftir að duttum út á móti Ungverjum í umspilinu á hræðilegan hátt. Svo spiluðum við tvo leiki í viðbót. Ég kom inn á móti Englendingum og spilaði þar minn 74. landsleik sem þýddi að ég jafnaði landsleikjamet Birkis Kristinssonar, vinar míns. Ég hafði horft á það sem markmið lengi og gat alveg sætt mig við að það væri fínt enda fór ég að grenja eftir viðtalið og hélt að þetta væri búið. Ég fór aðeins að gráta í þessu viðtali og fór svo að hágrenja inni í klefanum eftir leik. Ég réði ekki við mig,“ sagði Hannes en umrætt viðtal má sjá hér fyrir neðan. Hann ákvað hins vegar að taka enn einn slaginn með landsliðinu eftir að dregið var í riðla fyrir undankeppni HM enda möguleikarnir á að komast á þriðja stórmótið góðir. „Maður sá að þetta var riðill þar sem við áttum að taka 2. sætið í. Það voru allir enn með. Þjálfararnir heyrðu í mér og ég ætlaði ekki að sitja heima ef við myndum ná 2. sætinu og komast á HM. Ég ákvað að taka slaginn. Svo þróuðust málin eins og þau þróuðust, bæði innan vallar og utan,“ sagði Hannes. „Miðað við allt fannst mér kominn tími á þetta, á mig. Mér fannst neistinn ekki vera eins mikill og svo eigum við frábæra markverði sem er kominn tími á. Það er óþarfi að hafa mig að þvælast fyrir þeim.“ Hannes lék 77 landsleiki og er leikjahæsti markvörður í sögu íslenska landsliðsins. Hann lék alla leiki Íslands á EM 2016 og HM 2018. HM 2022 í Katar Einkalífið Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Fótbolti Fleiri fréttir „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Sjá meira
Eftir leikinn gegn Þýskalandi á Laugardalsvelli í september greindi Hannes frá því að hann hefði spilað sinn síðasta landsleik. Hann ætlaði hins vegar að hætta í landsliðinu fyrir ári síðan, eftir að Ísland komst ekki á EM 2020. Mikið hefur gengið á í kringum íslenska landsliðið að undanförnu vegna ásakana um meint kynferðis- og ofbeldisbrot leikmanna þess. Hannes hefði að sjálfsögðu kosið að hætta við aðrar aðstæður, en hann hefði hætt sama hvernig staðan hefði verið. „Auðvitað hefði ég viljað að þetta hefði verið öðruvísi. Ég held að allir séu sammála um það. Þetta er mjög leiðinlegt staða sem er komin upp og vond. Ef maður hefði teiknað það upp hefði það verið allt annað. En þessi staða er komin upp og var komin upp þarna og ég gat engu breytt um það,“ sagði Hannes. „Þannig að mér fannst minn tími vera kominn með landsliðinu og ég held að það hefði gerst hvort sem allt hefði verið frábært eða eins og þetta var þarna.“ Hannes var nánast búinn að ákveða í landsliðinu síðasta haust. Hann beygði nánast af í viðtali eftir leikinn gegn Englandi á Wembley í Þjóðadeildinni sem honum fannst líklegt að yrði hans síðasti landsleikur. „Ég var næstum því búinn að taka þá ákvörðun að hætta eftir að duttum út á móti Ungverjum í umspilinu á hræðilegan hátt. Svo spiluðum við tvo leiki í viðbót. Ég kom inn á móti Englendingum og spilaði þar minn 74. landsleik sem þýddi að ég jafnaði landsleikjamet Birkis Kristinssonar, vinar míns. Ég hafði horft á það sem markmið lengi og gat alveg sætt mig við að það væri fínt enda fór ég að grenja eftir viðtalið og hélt að þetta væri búið. Ég fór aðeins að gráta í þessu viðtali og fór svo að hágrenja inni í klefanum eftir leik. Ég réði ekki við mig,“ sagði Hannes en umrætt viðtal má sjá hér fyrir neðan. Hann ákvað hins vegar að taka enn einn slaginn með landsliðinu eftir að dregið var í riðla fyrir undankeppni HM enda möguleikarnir á að komast á þriðja stórmótið góðir. „Maður sá að þetta var riðill þar sem við áttum að taka 2. sætið í. Það voru allir enn með. Þjálfararnir heyrðu í mér og ég ætlaði ekki að sitja heima ef við myndum ná 2. sætinu og komast á HM. Ég ákvað að taka slaginn. Svo þróuðust málin eins og þau þróuðust, bæði innan vallar og utan,“ sagði Hannes. „Miðað við allt fannst mér kominn tími á þetta, á mig. Mér fannst neistinn ekki vera eins mikill og svo eigum við frábæra markverði sem er kominn tími á. Það er óþarfi að hafa mig að þvælast fyrir þeim.“ Hannes lék 77 landsleiki og er leikjahæsti markvörður í sögu íslenska landsliðsins. Hann lék alla leiki Íslands á EM 2016 og HM 2018.
HM 2022 í Katar Einkalífið Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Fótbolti Fleiri fréttir „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Sjá meira