Þorgerður fann barnfóstruna sína aftur 60 árum síðar Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 5. nóvember 2021 13:31 Þorgerður birti þessa fallegu svarthvítu mynd í hópnum Gamlar ljósmyndir á Facebook. Úr einkasafni „Þekkir einhver barnapíuna sem passaði mig?“ Á þessum orðum hófst færsla sem Þorgerður Mattía Kristiansen birti í Facebook hópnum Gamlar ljósmyndir. Á myndinni sem hún birti má sjá tvær stúlkur sitja saman í sófa. Yngri stúlkan er Þorgerður sjálf og vildi hún fá hjálp við að finna barnfóstruna sem gætti hennar fyrir sextíu árum síðar í Reykjavík. „Hana var gott að leiða, og hún fór með mig á Freyjugöturóló, sem er í minningu minni skammt frá heimili hennar. Nafnið hennar er horfið mér úr minni,“ skrifaði Þorgerður við myndina. „Hér er ég“ Þorgerður er fædd árið 1958 og ljósmyndin er tekin snemma árið 1960, í stofunni á æskuheimili Þorgerðar að Njálsgötu 29 í Reykjavík. Myndina tók faðir Þorgerðar, Baldur Kristiansen pípulagningarmeistari. Þorgerði til mikillar furðu fékk hún fljótt svar, frá hinni stúlkunni á myndinni fallegu. „Sæl og blessuð Þorgerður. Hér er ég barnapía þín,“ skrifar Hrönn G. Jóhannsdóttir undir myndina. „Ég á góðar minningar frá þessum tíma. Foreldrar þínir voru yndislegar manneskjur.“ Þorgerður segist oft hafa hugsað til barnapíunnar, sem hafði alltaf verið svo góð við hana. Hún var þakklát fyrir að fá þessa tengingu og fá að vita nafnið hennar eftir allan þennan tíma. „Ég hef ekki hitt Hrönn þar sem ég bý í Danmörku,“ segir Þorgerður í samtali við Vísi. „Við höfum tengst á Facebook og aðeins spjallað þar. En það er krúttlegt að við höfum báðar haft hvor aðra í huga, þótt 60 ár séu liðin.“ Ekki haft neinn til að spyrja Þorgerður hafði oft hugsað til barnfóstrunnar sinnar og er þakklát fyrir að hafa loksins fengið að tengjast henni á ný. „Pabbi dó þegar ég var sextán ára, mamma dó svo árið 2013 eftir að hafa haft Alzheimer í á annan áratug. Ég hef haft mynd af mér og barnapíunni minni í litlu albúmi og oft hugsað til hennar, en ekki haft neinn til að spyrja um hana,“ útskýrir Þorgerður. „Svo var það í síðustu viku sem ég byrjaði að fara í gegnum litla skúffu sem var í eigu mömmu og fann gamla filmubúta. Pabbi minn hafði verið flinkur að ljósmynda og tók mikið af myndum af fjölskyldunni! Þar rakst ég á þessa hjartnæmu og yndislegu mynd.“ Dóttir barnfóstrunnar Hrannar skrifar líka athugasemd við færsluna í ljósmyndahópnum Facebook. Hún man sjálf vel eftir að skoða þessa sömu ljósmynd í myndaalbúmi móður sinnar. Albúmið hafði hún fengið að gjöf frá Baldri föður Þorbjargar. Ljósmyndun Einu sinni var... Reykjavík Mest lesið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Sjá meira
Yngri stúlkan er Þorgerður sjálf og vildi hún fá hjálp við að finna barnfóstruna sem gætti hennar fyrir sextíu árum síðar í Reykjavík. „Hana var gott að leiða, og hún fór með mig á Freyjugöturóló, sem er í minningu minni skammt frá heimili hennar. Nafnið hennar er horfið mér úr minni,“ skrifaði Þorgerður við myndina. „Hér er ég“ Þorgerður er fædd árið 1958 og ljósmyndin er tekin snemma árið 1960, í stofunni á æskuheimili Þorgerðar að Njálsgötu 29 í Reykjavík. Myndina tók faðir Þorgerðar, Baldur Kristiansen pípulagningarmeistari. Þorgerði til mikillar furðu fékk hún fljótt svar, frá hinni stúlkunni á myndinni fallegu. „Sæl og blessuð Þorgerður. Hér er ég barnapía þín,“ skrifar Hrönn G. Jóhannsdóttir undir myndina. „Ég á góðar minningar frá þessum tíma. Foreldrar þínir voru yndislegar manneskjur.“ Þorgerður segist oft hafa hugsað til barnapíunnar, sem hafði alltaf verið svo góð við hana. Hún var þakklát fyrir að fá þessa tengingu og fá að vita nafnið hennar eftir allan þennan tíma. „Ég hef ekki hitt Hrönn þar sem ég bý í Danmörku,“ segir Þorgerður í samtali við Vísi. „Við höfum tengst á Facebook og aðeins spjallað þar. En það er krúttlegt að við höfum báðar haft hvor aðra í huga, þótt 60 ár séu liðin.“ Ekki haft neinn til að spyrja Þorgerður hafði oft hugsað til barnfóstrunnar sinnar og er þakklát fyrir að hafa loksins fengið að tengjast henni á ný. „Pabbi dó þegar ég var sextán ára, mamma dó svo árið 2013 eftir að hafa haft Alzheimer í á annan áratug. Ég hef haft mynd af mér og barnapíunni minni í litlu albúmi og oft hugsað til hennar, en ekki haft neinn til að spyrja um hana,“ útskýrir Þorgerður. „Svo var það í síðustu viku sem ég byrjaði að fara í gegnum litla skúffu sem var í eigu mömmu og fann gamla filmubúta. Pabbi minn hafði verið flinkur að ljósmynda og tók mikið af myndum af fjölskyldunni! Þar rakst ég á þessa hjartnæmu og yndislegu mynd.“ Dóttir barnfóstrunnar Hrannar skrifar líka athugasemd við færsluna í ljósmyndahópnum Facebook. Hún man sjálf vel eftir að skoða þessa sömu ljósmynd í myndaalbúmi móður sinnar. Albúmið hafði hún fengið að gjöf frá Baldri föður Þorbjargar.
Ljósmyndun Einu sinni var... Reykjavík Mest lesið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Sjá meira