Þorgerður fann barnfóstruna sína aftur 60 árum síðar Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 5. nóvember 2021 13:31 Þorgerður birti þessa fallegu svarthvítu mynd í hópnum Gamlar ljósmyndir á Facebook. Úr einkasafni „Þekkir einhver barnapíuna sem passaði mig?“ Á þessum orðum hófst færsla sem Þorgerður Mattía Kristiansen birti í Facebook hópnum Gamlar ljósmyndir. Á myndinni sem hún birti má sjá tvær stúlkur sitja saman í sófa. Yngri stúlkan er Þorgerður sjálf og vildi hún fá hjálp við að finna barnfóstruna sem gætti hennar fyrir sextíu árum síðar í Reykjavík. „Hana var gott að leiða, og hún fór með mig á Freyjugöturóló, sem er í minningu minni skammt frá heimili hennar. Nafnið hennar er horfið mér úr minni,“ skrifaði Þorgerður við myndina. „Hér er ég“ Þorgerður er fædd árið 1958 og ljósmyndin er tekin snemma árið 1960, í stofunni á æskuheimili Þorgerðar að Njálsgötu 29 í Reykjavík. Myndina tók faðir Þorgerðar, Baldur Kristiansen pípulagningarmeistari. Þorgerði til mikillar furðu fékk hún fljótt svar, frá hinni stúlkunni á myndinni fallegu. „Sæl og blessuð Þorgerður. Hér er ég barnapía þín,“ skrifar Hrönn G. Jóhannsdóttir undir myndina. „Ég á góðar minningar frá þessum tíma. Foreldrar þínir voru yndislegar manneskjur.“ Þorgerður segist oft hafa hugsað til barnapíunnar, sem hafði alltaf verið svo góð við hana. Hún var þakklát fyrir að fá þessa tengingu og fá að vita nafnið hennar eftir allan þennan tíma. „Ég hef ekki hitt Hrönn þar sem ég bý í Danmörku,“ segir Þorgerður í samtali við Vísi. „Við höfum tengst á Facebook og aðeins spjallað þar. En það er krúttlegt að við höfum báðar haft hvor aðra í huga, þótt 60 ár séu liðin.“ Ekki haft neinn til að spyrja Þorgerður hafði oft hugsað til barnfóstrunnar sinnar og er þakklát fyrir að hafa loksins fengið að tengjast henni á ný. „Pabbi dó þegar ég var sextán ára, mamma dó svo árið 2013 eftir að hafa haft Alzheimer í á annan áratug. Ég hef haft mynd af mér og barnapíunni minni í litlu albúmi og oft hugsað til hennar, en ekki haft neinn til að spyrja um hana,“ útskýrir Þorgerður. „Svo var það í síðustu viku sem ég byrjaði að fara í gegnum litla skúffu sem var í eigu mömmu og fann gamla filmubúta. Pabbi minn hafði verið flinkur að ljósmynda og tók mikið af myndum af fjölskyldunni! Þar rakst ég á þessa hjartnæmu og yndislegu mynd.“ Dóttir barnfóstrunnar Hrannar skrifar líka athugasemd við færsluna í ljósmyndahópnum Facebook. Hún man sjálf vel eftir að skoða þessa sömu ljósmynd í myndaalbúmi móður sinnar. Albúmið hafði hún fengið að gjöf frá Baldri föður Þorbjargar. Ljósmyndun Einu sinni var... Reykjavík Mest lesið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Fleiri fréttir Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Sjá meira
Yngri stúlkan er Þorgerður sjálf og vildi hún fá hjálp við að finna barnfóstruna sem gætti hennar fyrir sextíu árum síðar í Reykjavík. „Hana var gott að leiða, og hún fór með mig á Freyjugöturóló, sem er í minningu minni skammt frá heimili hennar. Nafnið hennar er horfið mér úr minni,“ skrifaði Þorgerður við myndina. „Hér er ég“ Þorgerður er fædd árið 1958 og ljósmyndin er tekin snemma árið 1960, í stofunni á æskuheimili Þorgerðar að Njálsgötu 29 í Reykjavík. Myndina tók faðir Þorgerðar, Baldur Kristiansen pípulagningarmeistari. Þorgerði til mikillar furðu fékk hún fljótt svar, frá hinni stúlkunni á myndinni fallegu. „Sæl og blessuð Þorgerður. Hér er ég barnapía þín,“ skrifar Hrönn G. Jóhannsdóttir undir myndina. „Ég á góðar minningar frá þessum tíma. Foreldrar þínir voru yndislegar manneskjur.“ Þorgerður segist oft hafa hugsað til barnapíunnar, sem hafði alltaf verið svo góð við hana. Hún var þakklát fyrir að fá þessa tengingu og fá að vita nafnið hennar eftir allan þennan tíma. „Ég hef ekki hitt Hrönn þar sem ég bý í Danmörku,“ segir Þorgerður í samtali við Vísi. „Við höfum tengst á Facebook og aðeins spjallað þar. En það er krúttlegt að við höfum báðar haft hvor aðra í huga, þótt 60 ár séu liðin.“ Ekki haft neinn til að spyrja Þorgerður hafði oft hugsað til barnfóstrunnar sinnar og er þakklát fyrir að hafa loksins fengið að tengjast henni á ný. „Pabbi dó þegar ég var sextán ára, mamma dó svo árið 2013 eftir að hafa haft Alzheimer í á annan áratug. Ég hef haft mynd af mér og barnapíunni minni í litlu albúmi og oft hugsað til hennar, en ekki haft neinn til að spyrja um hana,“ útskýrir Þorgerður. „Svo var það í síðustu viku sem ég byrjaði að fara í gegnum litla skúffu sem var í eigu mömmu og fann gamla filmubúta. Pabbi minn hafði verið flinkur að ljósmynda og tók mikið af myndum af fjölskyldunni! Þar rakst ég á þessa hjartnæmu og yndislegu mynd.“ Dóttir barnfóstrunnar Hrannar skrifar líka athugasemd við færsluna í ljósmyndahópnum Facebook. Hún man sjálf vel eftir að skoða þessa sömu ljósmynd í myndaalbúmi móður sinnar. Albúmið hafði hún fengið að gjöf frá Baldri föður Þorbjargar.
Ljósmyndun Einu sinni var... Reykjavík Mest lesið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Fleiri fréttir Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Sjá meira