Nær öruggt að Ortega ríghaldi í völdin eftir forsetakosningar Kjartan Kjartansson skrifar 5. nóvember 2021 13:09 Bolir með mynd af Ortega forseta og Rosario Murillo, konu hans. Murillo er valdamikil í stjórn Ortega þrátt fyrir að hún hafi aldrei verið kjörin til nokkurs embættis. Vísir/EPA Daniel Ortega, forseti Níkaragva, mætir lítilli raunverulegri mótspyrnu í forsetakosningum sem fara fram í landinu um helgina en hann hefur gengið á milli bols og höfuðs á stjórnarandstöðunni og frjálsum fjölmiðlum undanfarin misseri. Búist er við að hann herði enn tökin eftir kosningarnar. Kosningarnar í Níkaragva fara fram á sunnudag. Orgega býður sig þar fram til endurkjörs í þriðja skipti. Hann lét breyta stjórnarskrá landsins til þess að hann gæti boðið sig fram í kosningunum 2016. Á meira en áratugslangri valdatíð sinni hefur hann fest völd sín í sessi á sama tíma og fjölskyldan hans hefur auðgast gífurlega. Á þessu ári hefur Ortega látið fangelsa fjölda mögulega mótframbjóðenda sinna, andófsfólks, blaðamanna og kaupsýslumanna. Aðrir gagnýnendur forsetans hafa séð sér þann kost vænstan að flýja land. Mótframbjóðendur Ortega í kosningunum eru lítt þekktir og gagnrýnendur forsetans fullyrða að þeir séu honum handgengnir. Margir íbúar landsins hafa lítinn áhuga á því að kjósa. „Ég ætla ekki að taka þátt í þessu kosningahringleikahúsi,“ segir Sherly, 25 ára gömul kona, við Reuters-fréttastofuna. Móðir hennar hefur verið í fangelsi í ár fyrir að mótmæla stjórn Ortega. Skoða frekari þvinganir Bandaríkjastjórn leggur nú drög að frekari refsiaðgerðum gegn Níkaragva til þess að mótmæla ófrjálsum kosningum þar. Antony Blinken, utanríkisráðherra, hefur sakað Ortega um að skipuleggja „gervikosningar“ til að koma á fót ættarveldi. Bandaríkjastjórn beitir þegar embættismenn í Níkaragva, þar á meðal ættingja Ortega, viðskiptaþvingunum og ferðabanni. Á meðal þess sem Bandaríkjastjórn hefur til skoðunar er aðild Níkaragva að fríverslunarsamningi Mið-Ameríkuríkja og Bandaríkjanna. Um helmingur útflutnings Níkaragva er til Bandaríkjanna. Óljóst er þó hvort að nágrannaríki Níkaragva styðji slíkar aðgerðir. Sjö þeirra, þar á meðal Mexíkó, Argentína, Gvatemala og Hondúras, sátu hjá þegar Samtök Ameríkuríkja greiddu atkvæði um ályktun þar sem áhyggjum var lýst af tilraunum Ortega til að grafa undan heilindum kosninganna í síðasta mánuði. Sakaður um að líkjast einræðisherranum sífellt meira Ortega var leiðtogi marxísku skæruliðasamtakanna Sandínista sem steyptu Anastasio Somoza, einræðisherra Níkgaragva, af stóli árið 1979. Hann tapaði fyrstu lýðræðislegu forsetakosningunum eftir byltinguna árið 1990 en komst aftur á valdastól í kosningum árið 2006. Síðan þá hefur Ortega verið sakaður um að líkjast einræðisherranum sem hann steypti æ meira. Frambjóðendur stjórnarandstöðunnar lét hann handtaka á grundvelli laga um landráð sem hann lét samþykkja. Öryggissveitir Ortega drápu um þrjú hundruð manns í mótmælum gegn ríkisstjórn hans sem blossuðu upp árið 2018. Mótmælin beindust að umdeildum breytingum á lífeyriskerfi landsins en snerust síðan upp í almennt andóf gegn ríkisstjórninni. Flestar lykilstofnanir í níkaragvönsku samfélagi eru taldar hallar undir Ortega, þar á meðal dómstólar landsins. Níkaragva Tengdar fréttir Lýsa Ortega sem einræðisherra eftir handtökur á andstæðingum Fulltrúi Bandaríkjastjórnar líkti Daniel Ortega, forseta Níkaragva, við einræðisherra eftir að ríkisstjórn hans lét handtaka fjórar framármenn úr stjórnarandstöðu landsins á hálfu sólarhring í gær. Fyrir höfðu tveir líklegir mótframbjóðendur Ortega í forsetakosningum í haust verið hnepptir í varðhald. 9. júní 2021 14:21 Líklegir mótframbjóðendur Ortega fangelsaðir Tveir líklegir frambjóðendur stjórnarandstöðunnar í Níkaragva til forsetakosninga í haust sitja nú í haldi stjórnvalda í því sem stjórnarandstaðan kallar herferð ríkisstjórnar Daniels Ortega forseta til að skapa ótta á meðal fólks. Þriðji mögulegi frambjóðandinn hefur verið kallaður til skýrslutöku hjá saksóknara. 8. júní 2021 11:15 Byltingarleiðtogi sagður verða að einræðisherranum sem hann steypti Ortega-fjölskyldan hefur sankað að sér auði og völdum í Níkaragva, ekki ósvipað og Somoza-fjölskylduveldið sem Daniel Ortega steypti af stóli fyrir fjörutíu árum. 28. janúar 2019 11:45 Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Sjá meira
Kosningarnar í Níkaragva fara fram á sunnudag. Orgega býður sig þar fram til endurkjörs í þriðja skipti. Hann lét breyta stjórnarskrá landsins til þess að hann gæti boðið sig fram í kosningunum 2016. Á meira en áratugslangri valdatíð sinni hefur hann fest völd sín í sessi á sama tíma og fjölskyldan hans hefur auðgast gífurlega. Á þessu ári hefur Ortega látið fangelsa fjölda mögulega mótframbjóðenda sinna, andófsfólks, blaðamanna og kaupsýslumanna. Aðrir gagnýnendur forsetans hafa séð sér þann kost vænstan að flýja land. Mótframbjóðendur Ortega í kosningunum eru lítt þekktir og gagnrýnendur forsetans fullyrða að þeir séu honum handgengnir. Margir íbúar landsins hafa lítinn áhuga á því að kjósa. „Ég ætla ekki að taka þátt í þessu kosningahringleikahúsi,“ segir Sherly, 25 ára gömul kona, við Reuters-fréttastofuna. Móðir hennar hefur verið í fangelsi í ár fyrir að mótmæla stjórn Ortega. Skoða frekari þvinganir Bandaríkjastjórn leggur nú drög að frekari refsiaðgerðum gegn Níkaragva til þess að mótmæla ófrjálsum kosningum þar. Antony Blinken, utanríkisráðherra, hefur sakað Ortega um að skipuleggja „gervikosningar“ til að koma á fót ættarveldi. Bandaríkjastjórn beitir þegar embættismenn í Níkaragva, þar á meðal ættingja Ortega, viðskiptaþvingunum og ferðabanni. Á meðal þess sem Bandaríkjastjórn hefur til skoðunar er aðild Níkaragva að fríverslunarsamningi Mið-Ameríkuríkja og Bandaríkjanna. Um helmingur útflutnings Níkaragva er til Bandaríkjanna. Óljóst er þó hvort að nágrannaríki Níkaragva styðji slíkar aðgerðir. Sjö þeirra, þar á meðal Mexíkó, Argentína, Gvatemala og Hondúras, sátu hjá þegar Samtök Ameríkuríkja greiddu atkvæði um ályktun þar sem áhyggjum var lýst af tilraunum Ortega til að grafa undan heilindum kosninganna í síðasta mánuði. Sakaður um að líkjast einræðisherranum sífellt meira Ortega var leiðtogi marxísku skæruliðasamtakanna Sandínista sem steyptu Anastasio Somoza, einræðisherra Níkgaragva, af stóli árið 1979. Hann tapaði fyrstu lýðræðislegu forsetakosningunum eftir byltinguna árið 1990 en komst aftur á valdastól í kosningum árið 2006. Síðan þá hefur Ortega verið sakaður um að líkjast einræðisherranum sem hann steypti æ meira. Frambjóðendur stjórnarandstöðunnar lét hann handtaka á grundvelli laga um landráð sem hann lét samþykkja. Öryggissveitir Ortega drápu um þrjú hundruð manns í mótmælum gegn ríkisstjórn hans sem blossuðu upp árið 2018. Mótmælin beindust að umdeildum breytingum á lífeyriskerfi landsins en snerust síðan upp í almennt andóf gegn ríkisstjórninni. Flestar lykilstofnanir í níkaragvönsku samfélagi eru taldar hallar undir Ortega, þar á meðal dómstólar landsins.
Níkaragva Tengdar fréttir Lýsa Ortega sem einræðisherra eftir handtökur á andstæðingum Fulltrúi Bandaríkjastjórnar líkti Daniel Ortega, forseta Níkaragva, við einræðisherra eftir að ríkisstjórn hans lét handtaka fjórar framármenn úr stjórnarandstöðu landsins á hálfu sólarhring í gær. Fyrir höfðu tveir líklegir mótframbjóðendur Ortega í forsetakosningum í haust verið hnepptir í varðhald. 9. júní 2021 14:21 Líklegir mótframbjóðendur Ortega fangelsaðir Tveir líklegir frambjóðendur stjórnarandstöðunnar í Níkaragva til forsetakosninga í haust sitja nú í haldi stjórnvalda í því sem stjórnarandstaðan kallar herferð ríkisstjórnar Daniels Ortega forseta til að skapa ótta á meðal fólks. Þriðji mögulegi frambjóðandinn hefur verið kallaður til skýrslutöku hjá saksóknara. 8. júní 2021 11:15 Byltingarleiðtogi sagður verða að einræðisherranum sem hann steypti Ortega-fjölskyldan hefur sankað að sér auði og völdum í Níkaragva, ekki ósvipað og Somoza-fjölskylduveldið sem Daniel Ortega steypti af stóli fyrir fjörutíu árum. 28. janúar 2019 11:45 Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Sjá meira
Lýsa Ortega sem einræðisherra eftir handtökur á andstæðingum Fulltrúi Bandaríkjastjórnar líkti Daniel Ortega, forseta Níkaragva, við einræðisherra eftir að ríkisstjórn hans lét handtaka fjórar framármenn úr stjórnarandstöðu landsins á hálfu sólarhring í gær. Fyrir höfðu tveir líklegir mótframbjóðendur Ortega í forsetakosningum í haust verið hnepptir í varðhald. 9. júní 2021 14:21
Líklegir mótframbjóðendur Ortega fangelsaðir Tveir líklegir frambjóðendur stjórnarandstöðunnar í Níkaragva til forsetakosninga í haust sitja nú í haldi stjórnvalda í því sem stjórnarandstaðan kallar herferð ríkisstjórnar Daniels Ortega forseta til að skapa ótta á meðal fólks. Þriðji mögulegi frambjóðandinn hefur verið kallaður til skýrslutöku hjá saksóknara. 8. júní 2021 11:15
Byltingarleiðtogi sagður verða að einræðisherranum sem hann steypti Ortega-fjölskyldan hefur sankað að sér auði og völdum í Níkaragva, ekki ósvipað og Somoza-fjölskylduveldið sem Daniel Ortega steypti af stóli fyrir fjörutíu árum. 28. janúar 2019 11:45