Rafrænir húsfundir Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir skrifar 5. nóvember 2021 15:00 Í byrjun sumars tóku gildi breytingar á lögum um fjöleignarhús og er stjórn húsfélags nú heimilt að halda rafræna húsfundi, að einhverju leyti eða öllu, enda sé tryggt að félagsmenn geti tekið fullan þátt í fundarstörfum. Þannig getur hluti félagsmanna verið á fundarstað og hluti á fjarfundi. Þarf stjórnin að tilkynna slíkt með góðum fyrirvara og í síðasta lagi með fundarboði en heimilt er að senda fundarboð rafrænt. Í fundarboði þurfa að koma fram upplýsingar um tæknibúnað sem og upplýsingar um það hvernig félagsmenn tilkynna um rafræna þátttöku sína og hvar þeir geta nálgast upplýsingar um tilhögun rafrænnar þátttöku á húsfundi. Stjórn húsfélags ákveður hvaða kröfur eru gerðar til tæknibúnaðar vegna rafræns fundar og á að sjá til þess að tæki sem notuð eru séu þannig að tryggt sé að uppfyllt séu lagaskilyrði sem gerð eru til húsfundar, þ.m.t. réttur félagsmanns til að sækja húsfund, taka þar til máls og greiða atkvæði. Tæknibúnaðurinn skal einnig gera það kleift að staðfesta með öruggum hætti hvaða félagsmenn sækja fundinn og hvaða tillögu- og atkvæðisrétt þeir hafa auk niðurstöðu atkvæðagreiðslna. Þegar fundur er að einhverju leyti rafrænn skal tæknibúnaðurinn tryggja að félagsmenn á fundarstað geti séð hverjir sækja fundinn rafrænt, taka þar til máls og greiða atkvæði. Sama á við um fjartengda félagsmenn gagnvart þeim félagsmönnum sem eru á fundarstað. Getur stjórnin ákveðið að félagsmenn sem taka þátt í rafrænum húsfundi skuli leggja fram spurningar um dagskrá eða skjöl o.fl. sem tengist fundinum innan tilskilins frests. Þá er einnig heimilt að halda rafræna stjórnarfundi, leggja fram rafrænt umboð og rita fundargerð og undirrita rafrænt. Þá getur stjórn húsfélags jafnframt ákveðið notkun rafrænna skjalasamskipta og samskipta milli stjórnar og félagsmanna í stað þess að senda eða leggja fram skjöl rituð á pappír. Þó svo eigendum fjöleignarhúsa sé nú heimilt að halda rafræna fundi og nota rafræn skjöl og tölvupósta í samskiptum sínum þá gildi lögin að öðru leyti um rafræna fundi svo sem um það hvað þarf að koma fram í fundarboði, hvað þarf að boða til fundar með löngum fyrirvara, kröfur um fundarsókn, töku ákvarðana og vægi atkvæða. Höfundur er lögmaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Húsnæðismál Mest lesið Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun 3003 Elliði Vignisson Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson Skoðun Um vændi Drífa Snædal Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Sjá meira
Í byrjun sumars tóku gildi breytingar á lögum um fjöleignarhús og er stjórn húsfélags nú heimilt að halda rafræna húsfundi, að einhverju leyti eða öllu, enda sé tryggt að félagsmenn geti tekið fullan þátt í fundarstörfum. Þannig getur hluti félagsmanna verið á fundarstað og hluti á fjarfundi. Þarf stjórnin að tilkynna slíkt með góðum fyrirvara og í síðasta lagi með fundarboði en heimilt er að senda fundarboð rafrænt. Í fundarboði þurfa að koma fram upplýsingar um tæknibúnað sem og upplýsingar um það hvernig félagsmenn tilkynna um rafræna þátttöku sína og hvar þeir geta nálgast upplýsingar um tilhögun rafrænnar þátttöku á húsfundi. Stjórn húsfélags ákveður hvaða kröfur eru gerðar til tæknibúnaðar vegna rafræns fundar og á að sjá til þess að tæki sem notuð eru séu þannig að tryggt sé að uppfyllt séu lagaskilyrði sem gerð eru til húsfundar, þ.m.t. réttur félagsmanns til að sækja húsfund, taka þar til máls og greiða atkvæði. Tæknibúnaðurinn skal einnig gera það kleift að staðfesta með öruggum hætti hvaða félagsmenn sækja fundinn og hvaða tillögu- og atkvæðisrétt þeir hafa auk niðurstöðu atkvæðagreiðslna. Þegar fundur er að einhverju leyti rafrænn skal tæknibúnaðurinn tryggja að félagsmenn á fundarstað geti séð hverjir sækja fundinn rafrænt, taka þar til máls og greiða atkvæði. Sama á við um fjartengda félagsmenn gagnvart þeim félagsmönnum sem eru á fundarstað. Getur stjórnin ákveðið að félagsmenn sem taka þátt í rafrænum húsfundi skuli leggja fram spurningar um dagskrá eða skjöl o.fl. sem tengist fundinum innan tilskilins frests. Þá er einnig heimilt að halda rafræna stjórnarfundi, leggja fram rafrænt umboð og rita fundargerð og undirrita rafrænt. Þá getur stjórn húsfélags jafnframt ákveðið notkun rafrænna skjalasamskipta og samskipta milli stjórnar og félagsmanna í stað þess að senda eða leggja fram skjöl rituð á pappír. Þó svo eigendum fjöleignarhúsa sé nú heimilt að halda rafræna fundi og nota rafræn skjöl og tölvupósta í samskiptum sínum þá gildi lögin að öðru leyti um rafræna fundi svo sem um það hvað þarf að koma fram í fundarboði, hvað þarf að boða til fundar með löngum fyrirvara, kröfur um fundarsókn, töku ákvarðana og vægi atkvæða. Höfundur er lögmaður
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar