Innlent

Klemmdist milli tveggja bifreiða

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Maðurinn var fluttur á Landspítala en engar upplýsingar er að hafa um meiðsl hans.
Maðurinn var fluttur á Landspítala en engar upplýsingar er að hafa um meiðsl hans. Vísir/Vilhelm

Eftir annasama nótt var heldur rólegra á dagvaktinni í dag, segir í tilkynningu frá lögreglu. Dagurinn hófst klukkan 5 í morgun en þá var lögregla köllu til þar sem gestir voru í annarlegu ástandi á gistiheimili í miðborginni.

Voru þeir ekki húsum hæfir og vísað út, að sögn lögreglu.

Rétt fyrir klukkan 14 var tilkynnt um innbrot í geymslur í Árbæ og vitað er hver var að verki.

Þá var tilkynnt um vinnuslys í Hlíðahverfi um klukkan 14.30 en þar hafði starfsmaður klemmst milli tveggja bifreiða. Var hann fluttur á Landspítala til aðhlynningar en ekkert fleira stendur um alvarleika slyssins eða áverka mannsins í tilkynningu lögreglu.

Um klukkan 15 var ökumaður stöðvaður í Vesturbænum grunaður um akstur undir áhrifum vímuefna. Reyndist hann þar að auki hafa verið sviptur ökuréttindunum. 

Þá barst lögreglu tilkynning um „akstur og afstungu“ í Seljahverfi. Málið er sagt í rannsókn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×