Argentína er fyrsta Suður-Ameríkuríkið til að samþykkja lög sem þessi.
Göngufólk og samtök þeirra telja þó að betur megi gera til að auka réttindi hinsegin fólks í Argentínu. Bæta þyrfti heilbrigðisþjónustu við transgender fólk, auka kynfræðslu og hlut hinsegin fólks í sögu landsins of binda enda á ofbeldi lögreglu gegn hinsegin fólki.

Þetta var fyrsta gleðigangan í Buenos Aires í tvö ár en henni var aflýst í fyrra í fyrsta skipti í þrjátíu ár vegna Covid-faraldursins.
