Rómantískir Rússar minnast byltingarinnar á Rauða torginu Heimir Már Pétursson skrifar 7. nóvember 2021 21:23 Víða mátti sjá myndir af Lenín og Stalín, sem göngufólk hélt á lofti. AP/Pavel Golovkin Rússneskir kommúnistar fylktu liði á Rauða torginu í Moskvu í dag til að minnast þess að 104 ár eru liðin frá októberbyltignunni svo kölluðu árið 1917. Rússneski Kommúnistaflokkurinn hefur verið áhrifalítill frá því Sovétríkin liðu undir lok á annan dag jóla árið 1991 en þangað til þá höfðu Bolsevikkar stjórnað Rússlandi og öðrum ríkjum Sovétríkjanna að lokinni borgarastyrjöld í 74 ár. Upphafsdag októberbyltingarinnar ber reyndar upp á 7. nóvember samkvæmt vestrænu tímatali en þennan dag rændu bolsvikkar völdum af þingræðisstjórn sem steypti Nikulási II Rússlandskeisara í febrúar það sama ár. Margir Rússar horfa með söknuði til Sovétríkjanna eftir þrjátíu ára þrengingar almennings frá falli þeirra. Í dag bar göngufólk borða, sovéska fánann og myndir af Lenin og Stalin. Gennady Zyuganov leiðtogi Kommúnistaflokksins lagði blómsveig að grafhýsi Leníns og fólk leit smurðan líkama föðurs byltingarinnar augum í grafhýsinu á Rauða torginu. Gennady Zyuganov (fyrir miðju) er leiðtogi Kommúnistaflokksins.AP/Pavel Golovkin Gangan var farin þrátt fyrir samkomutakmarkanir vegna Covid-19 en 7. nóvember er almennur frídagur í Rússlandi. „Þetta er hátíðisdagur vinnandi fólks. Þetta er hátíðisdagur okkar mikla ríkis. Þetta er hátíðisdagur framrásar til nýs heims og framtíðar. Á meðan við erum trú þessum hátíðisdegi munum við á nokkurs vafa vinna nýja sigra, gera nýjar uppgötvanir og vinna ný afrek úti í geimnum. Gleðilega hátíð,“ sagði Zyuganov í ávarpi til göngufólks í dag. Rússland Sovétríkin Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Innlent Fleiri fréttir Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Sjá meira
Rússneski Kommúnistaflokkurinn hefur verið áhrifalítill frá því Sovétríkin liðu undir lok á annan dag jóla árið 1991 en þangað til þá höfðu Bolsevikkar stjórnað Rússlandi og öðrum ríkjum Sovétríkjanna að lokinni borgarastyrjöld í 74 ár. Upphafsdag októberbyltingarinnar ber reyndar upp á 7. nóvember samkvæmt vestrænu tímatali en þennan dag rændu bolsvikkar völdum af þingræðisstjórn sem steypti Nikulási II Rússlandskeisara í febrúar það sama ár. Margir Rússar horfa með söknuði til Sovétríkjanna eftir þrjátíu ára þrengingar almennings frá falli þeirra. Í dag bar göngufólk borða, sovéska fánann og myndir af Lenin og Stalin. Gennady Zyuganov leiðtogi Kommúnistaflokksins lagði blómsveig að grafhýsi Leníns og fólk leit smurðan líkama föðurs byltingarinnar augum í grafhýsinu á Rauða torginu. Gennady Zyuganov (fyrir miðju) er leiðtogi Kommúnistaflokksins.AP/Pavel Golovkin Gangan var farin þrátt fyrir samkomutakmarkanir vegna Covid-19 en 7. nóvember er almennur frídagur í Rússlandi. „Þetta er hátíðisdagur vinnandi fólks. Þetta er hátíðisdagur okkar mikla ríkis. Þetta er hátíðisdagur framrásar til nýs heims og framtíðar. Á meðan við erum trú þessum hátíðisdegi munum við á nokkurs vafa vinna nýja sigra, gera nýjar uppgötvanir og vinna ný afrek úti í geimnum. Gleðilega hátíð,“ sagði Zyuganov í ávarpi til göngufólks í dag.
Rússland Sovétríkin Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Innlent Fleiri fréttir Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Sjá meira