Fótbolti

Dagný og stöllur hennar steinlágu fyrir toppliði Arsenal

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Dagný í baráttunni við Beth Mead í kvöld.
Dagný í baráttunni við Beth Mead í kvöld. vísir/Getty

Íslenska landsliðskonan Dagný Brynjarsdóttir var á sínum stað í byrjunarliði West Ham þegar liðið heimsótti Arsenal í nágrannaslag í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.

Skoska landsliðskonan Kim Little hefur byrjað tímabilið af miklum krafti og hún kom Arsenal í forystu seint í fyrri hálfleik og sá til þess að Arsenal hefði eins marks forystu í leikhléi.

Little var aftur á ferðinni á 52.mínútu og tvöfaldaði forystu heimakvenna. Beth Mead gerði svo endanlega út um leikinn með þriðja marki Arsenal eftir klukkutíma leik og skömmu síðar var Dagný skipt útaf í liði West Ham.

Arsenal bætti við einu marki áður en yfir lauk og lokatölur því 4-0 fyrir Arsenal sem trónir á toppi deildarinnar með fullt hús stiga eftir sex leiki.

West Ham hefur átta stig í sjötta sæti deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×