Flestum finnst í lagi að hrósa fyrir ilm eða lykt Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 8. nóvember 2021 20:08 Samkvæmt niðurstöðum úr könnun Makamála finnst flestum í lagi að hrósa fyrir ilm eða lykt en þó eru skiptar skoðanir á því hver má hrósa hverjum. Getty Hvenær má hrósa, hvenær ekki og fyrir hvað? Stundum hefur verið sagt að við Íslendingar séum ekkert sérstaklega góð í því að hrósa, né að taka hrósi, en eflaust er allur gangur á því. Flestir eru þó sammála um það að einlæg hrós séu af hinu góða og hafi jákvæð áhrif bæði á þann sem hrósar og þann sem fær hrósið. Það getur svo verið mismunandi hvað fólki finnst vera við hæfi að hrósa fyrir og hvað ekki. Í síðustu viku spurðu Makamál lesendur Vísis hvort að þeim fyndist það í lagi að hrósa fyrir ilm eða lykt og var könnunin kynjaskipt að þessu sinni. Rúmlega þrjú þúsund og sex hundruð manns tóku þátt í könnuninni og eins og sjá má á niðurstöðunum* hér fyrir neðan reyndist ekki vera mikill munur á svörum karla og kvenna. Langfæstir sögðu það ekki vera í lagi að hrósa fyrir ilm eða um 3% karla og 2% kvenna. Flestir virtust því sammála um það að það væri í lagi að hrósa manneskjum fyrir ilm eða lykt en þó voru skiptar skoðanir á því hver má hrósa hverjum. Niðurstöður* KARLAR: Já, alltaf - 69% Já, ef það er náinn vinur eða maki - 28% Nei, aldrei - 3%KONUR: Já, alltaf - 75% Já, ef það er náinn vinur eða maki - 23% Nei, aldrei 2% *Tekið skal fram að niðurstöður byggjast eingöngu á svörum lesenda Vísis og því ekki hægt að alhæfa um niðurstöður. Allar kannanir Makamála eru ætlaðar til skemmtunar og til að vekja umræðu og athygli á ýmsum málefnum. Spurning vikunnar Ástin og lífið Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Móðurmál: Fimm í útvíkkun og pabbinn í flugi frá New York Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Hugsar vel um sig til að vera aðlaðandi fyrir Línu Makamál Ráð fyrir stefnumót: „Betra að vera afslappaður en uppstrílaður“ Makamál Stefnumótaforrit hafi ekki góð áhrif á líðan fólks Makamál Dóra Júlía fann ástina í örmum Báru Makamál Einhleypan: Dóra Júlía leitar að því ósýnilega Makamál Sönn íslensk makamál: Nýskilin, torskilin og misskilin Makamál Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál
Stundum hefur verið sagt að við Íslendingar séum ekkert sérstaklega góð í því að hrósa, né að taka hrósi, en eflaust er allur gangur á því. Flestir eru þó sammála um það að einlæg hrós séu af hinu góða og hafi jákvæð áhrif bæði á þann sem hrósar og þann sem fær hrósið. Það getur svo verið mismunandi hvað fólki finnst vera við hæfi að hrósa fyrir og hvað ekki. Í síðustu viku spurðu Makamál lesendur Vísis hvort að þeim fyndist það í lagi að hrósa fyrir ilm eða lykt og var könnunin kynjaskipt að þessu sinni. Rúmlega þrjú þúsund og sex hundruð manns tóku þátt í könnuninni og eins og sjá má á niðurstöðunum* hér fyrir neðan reyndist ekki vera mikill munur á svörum karla og kvenna. Langfæstir sögðu það ekki vera í lagi að hrósa fyrir ilm eða um 3% karla og 2% kvenna. Flestir virtust því sammála um það að það væri í lagi að hrósa manneskjum fyrir ilm eða lykt en þó voru skiptar skoðanir á því hver má hrósa hverjum. Niðurstöður* KARLAR: Já, alltaf - 69% Já, ef það er náinn vinur eða maki - 28% Nei, aldrei - 3%KONUR: Já, alltaf - 75% Já, ef það er náinn vinur eða maki - 23% Nei, aldrei 2% *Tekið skal fram að niðurstöður byggjast eingöngu á svörum lesenda Vísis og því ekki hægt að alhæfa um niðurstöður. Allar kannanir Makamála eru ætlaðar til skemmtunar og til að vekja umræðu og athygli á ýmsum málefnum.
Spurning vikunnar Ástin og lífið Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Móðurmál: Fimm í útvíkkun og pabbinn í flugi frá New York Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Hugsar vel um sig til að vera aðlaðandi fyrir Línu Makamál Ráð fyrir stefnumót: „Betra að vera afslappaður en uppstrílaður“ Makamál Stefnumótaforrit hafi ekki góð áhrif á líðan fólks Makamál Dóra Júlía fann ástina í örmum Báru Makamál Einhleypan: Dóra Júlía leitar að því ósýnilega Makamál Sönn íslensk makamál: Nýskilin, torskilin og misskilin Makamál Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál