Aldrei fundið fyrir pressu þrátt fyrir íþróttasögu fjölskyldunnar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. nóvember 2021 11:00 Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir hefur leikið sérlega vel með HK að undanförnu. vísir/vilhelm Óhætt er að fullyrða að Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir, handboltakona í HK, sé af miklum íþróttaættum. Þrátt fyrir það segist hún ekki hafa fundið fyrir pressu að ná frama á íþróttasviðinu, miklu frekar stuðning. Valgerður er dóttir Þorsteins Halldórssonar og Hafdísar Guðjónsdóttur. Þorsteinn er fyrrverandi fótboltamaður og núverandi þjálfari kvennalandsliðsins. Hafdís spilaði handbolta og hefur starfað við þjálfun líkt og systur hennar, Guðríður og Díana. Guðríður, eða Gurrý eins og hún er jafnan kölluð, er ein sigursælasta íþróttakona Íslandssögunnar og spilaði A-landsleiki bæði í handbolta og fótbolta. Hún er þriðja markahæsta landsliðskona Íslands í handbolta frá upphafi. Hafdís, Guðríður og Díana eru dætur Sigríðar Sigurðardóttur og Guðjóns Jónssonar. Sigríður spilaði handbolta og var fyrsta konan sem var valin íþróttamaður ársins 1964. Guðjón spilaði bæði með A-landsliðinu í fótbolta og handbolta og þjálfaði lengi. Frænkurnar Valgerður og Sigríður Hauksdóttir leika saman hjá HK.vísir/hulda margrét Bróðir Valgerðar er Jón Dagur, leikmaður AGF í Danmörku og fótboltalandsliðsins. Kærasti Valgerðar er Leó Snær Pétursson, leikmaður Stjörnunnar í handbolta, og þá er frænka hennar, Sigríður Hauksdóttir, samherji hennar hjá HK. Ólumst bara upp við þetta „Við ólumst upp í kringum þetta. Ég var með mömmu á æfingum og pabbi var alltaf að þjálfa. En það var alls engin pressa eða skilyrði að æfa handbolta eða fótbolta. Við ólumst bara upp við þetta og höfum alltaf haft gaman að þessu,“ sagði Valgerður í samtali við Vísi. Eins og sést á upptalningunni hér að ofan er Valgerður af sannkallaðri handboltaaðalsætt. Hún segir að það hafi ekki sett auka pressu á sig. „Nei, það er bara þess þá heldur meiri stuðningur,“ sagði Valgerður sem er kominn aftur á ferðina og hefur sjaldan spilað betur en um þessar mundir þótt aðeins fimm mánuðir séu síðan hún eignaðist sitt fyrsta barn. „Ég hefði aldrei getað verið komin svona á fullt ef ekki væri fyrir fjölskylduna á kantinum. Það er engin pressa, bara meiri stuðningur,“ sagði Valgerður. Komin með miða á EM Pabbi hennar var ráðinn landsliðsþjálfari fyrir ári síðan eftir að hafa náð frábærum árangri með kvennalið Breiðabliks. Næsta sumar stýrir Þorsteinn stelpunum okkar á EM á Englandi. Þorsteinn Halldórsson hefur farið vel af stað sem þjálfari kvennalandsliðsins í fótbolta.vísir/hulda margrét „Þetta er geggjað og mjög gaman að fylgjast með honum takast á við þetta verkefni. Hann tók við frábæru liði og það er pressa á árangur. Fjölskyldan er búin að bóka miða til Manchester næsta sumar þar sem við munum elta liðið,“ sagði Valgerður. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Olís-deild kvenna HK Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Atli kveður KR og flytur norður Íslenski boltinn „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Refur á vappi um Brúna minnti á Atla Fótbolti Fleiri fréttir Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Sjá meira
Valgerður er dóttir Þorsteins Halldórssonar og Hafdísar Guðjónsdóttur. Þorsteinn er fyrrverandi fótboltamaður og núverandi þjálfari kvennalandsliðsins. Hafdís spilaði handbolta og hefur starfað við þjálfun líkt og systur hennar, Guðríður og Díana. Guðríður, eða Gurrý eins og hún er jafnan kölluð, er ein sigursælasta íþróttakona Íslandssögunnar og spilaði A-landsleiki bæði í handbolta og fótbolta. Hún er þriðja markahæsta landsliðskona Íslands í handbolta frá upphafi. Hafdís, Guðríður og Díana eru dætur Sigríðar Sigurðardóttur og Guðjóns Jónssonar. Sigríður spilaði handbolta og var fyrsta konan sem var valin íþróttamaður ársins 1964. Guðjón spilaði bæði með A-landsliðinu í fótbolta og handbolta og þjálfaði lengi. Frænkurnar Valgerður og Sigríður Hauksdóttir leika saman hjá HK.vísir/hulda margrét Bróðir Valgerðar er Jón Dagur, leikmaður AGF í Danmörku og fótboltalandsliðsins. Kærasti Valgerðar er Leó Snær Pétursson, leikmaður Stjörnunnar í handbolta, og þá er frænka hennar, Sigríður Hauksdóttir, samherji hennar hjá HK. Ólumst bara upp við þetta „Við ólumst upp í kringum þetta. Ég var með mömmu á æfingum og pabbi var alltaf að þjálfa. En það var alls engin pressa eða skilyrði að æfa handbolta eða fótbolta. Við ólumst bara upp við þetta og höfum alltaf haft gaman að þessu,“ sagði Valgerður í samtali við Vísi. Eins og sést á upptalningunni hér að ofan er Valgerður af sannkallaðri handboltaaðalsætt. Hún segir að það hafi ekki sett auka pressu á sig. „Nei, það er bara þess þá heldur meiri stuðningur,“ sagði Valgerður sem er kominn aftur á ferðina og hefur sjaldan spilað betur en um þessar mundir þótt aðeins fimm mánuðir séu síðan hún eignaðist sitt fyrsta barn. „Ég hefði aldrei getað verið komin svona á fullt ef ekki væri fyrir fjölskylduna á kantinum. Það er engin pressa, bara meiri stuðningur,“ sagði Valgerður. Komin með miða á EM Pabbi hennar var ráðinn landsliðsþjálfari fyrir ári síðan eftir að hafa náð frábærum árangri með kvennalið Breiðabliks. Næsta sumar stýrir Þorsteinn stelpunum okkar á EM á Englandi. Þorsteinn Halldórsson hefur farið vel af stað sem þjálfari kvennalandsliðsins í fótbolta.vísir/hulda margrét „Þetta er geggjað og mjög gaman að fylgjast með honum takast á við þetta verkefni. Hann tók við frábæru liði og það er pressa á árangur. Fjölskyldan er búin að bóka miða til Manchester næsta sumar þar sem við munum elta liðið,“ sagði Valgerður. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olís-deild kvenna HK Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Atli kveður KR og flytur norður Íslenski boltinn „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Refur á vappi um Brúna minnti á Atla Fótbolti Fleiri fréttir Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Sjá meira