Innlent

Brota­vilji Jóhannesar talinn bæði sterkur og ein­beittur

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Jóhannes við störf sem meðhöndlari.
Jóhannes við störf sem meðhöndlari.

Landsréttur telur að brotavilji Jóhannes Tryggva Sveinbjörnssonar, sem dæmdur var í sex ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn fjórum konum hafi bæði verið einbeittur og sterkur. Hann hafi framið alvarleg brot gegn konunum, í skjóli trúnaðartrausts sem þær báru til hans.

Jóhannes var dæmdur í fimm ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í janúar, en Landsréttur þyngdi dóminn um eitt ár fyrir helgi. Dómurinn hefur verið nú birtur á vef Landsréttar.

Jóhannes er þekktur nuddari og höfðu konurnar allar leitað til hans vegna stoðkerfisvandamála og vænst þess að fá meðhöndlun hjá honum í samræmi við þá kvilla. Í dómi Landsréttar segir að í ljósi þessa hafi konurnar verið í viðkvæmri stöðu, þær hafi borið trausts til hans í ljósi þess að hann bauð fram sérhæfða meðferð við stoðkerfisvandamálum.

Jóhannes hafði haft konurnar til meðferðar hjá sér og byggt upp traust þegar hann braut á þeim. Höfðu þær allar verið fákæddar og varnarlausar á nuddbekk á meðhöndlunarstofu hans þegar brotin áttu sér stað. Samkvæmt héraðsdómi braut hann traustið sem konurnar báru til hans þegar hann rak fingur í leggöng þeirra án nokkurra tenginga við stoðkerfismeðhöndlunina sem þær þurftu á að halda.

Sérfræðingur í sjúkraþjálfun var meðdómsmaður

Í dómi Landsréttar er meðal annars vikið að ósamræmi í lýsingu Jóhannesar á þeirri meðferð sem ein konan fékk hjá honum í síðasta meðferðartímanum, annars vegar í skýrslu hans hjá lögreglu og hins vegar við skýrslugjöf í héraðsdómi.

Kemur fram í dómi Landsréttar að ólíklegt sé að meðferðirnar sem hann lýsti í því tilviki hafi verið til þess fallnar að bæta úr meini konunnar sem að sögn Jóhannesar fólst í læsingum í spjaldhryggjarlið.

Í Landsrétti sat meðal annnars sérfróður meðdómsmaður, dr. Þorgerður Sigurðardóttur, sérfræðingur í kvensjúkdóma- og fæðingarsjúkraþjálfun með áherslu á grindarbotn.

Er dómurinn harðorður í garð Jóhannesar.

„Um var að ræða alvarleg brot gagnvart brotaþolum sem framinvoruí skjóli trúnaðartrausts sem þær máttu bera til ákærða í ljósi þess að hann bauð fram sérhæfða meðferð við stoðkerfisvandamálum.Konurnar voru í viðkvæmri stöðu við þessar aðstæður. Af atvikum má ráða að vilji ákærða til að brjóta gegn konunumhafi verið sterkur og einbeittur.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×