Rio Ferdinand hefur skipt um skoðun varðandi Ole Gunnar Solskjær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. nóvember 2021 10:31 Rio Ferdinand ræðir við Ole Gunnar Solskjaer fyrir leik hjá Manchester United. Getty/Robbie Jay Barratt Rio Ferdinand hvetur Ole Gunnar Solskjaer til að hætta sem knattspyrnustjóri Manchester United með höfuðið hátt í stað þess að bíða eftir því að hann fái sparkið. Ferdinand sem lék með Solskjær hjá Manchester United og þeir unnu marga titla saman. Rio var mikill talsmaður Ole Gunnars framan af og talaði mikið fyrir því að hann fengi fastráðningu á sínum tíma. Eftir slæmar vikur og máttlausa frammistöðu í tapi á móti nágrönnunum í Manchester City um helgina þá hefur Rio Ferdinand skipt um skoðun varðandi Ole Gunnar Solskjær. Rio is now Ole out https://t.co/jrzWALrB7G— SPORTbible (@sportbible) November 9, 2021 „Ég sit hérna og hef ekki trú á því að við getum barist um titilinn. Ég horfi á liðið okkar í hverri viku og velti því fyrir mér hvaða taktík liðið muni spila. Ég sé enga hugsjón eða auðkenni hjá Manchester United liðinu og það er eitthvað sem ætti að koma frá forystunni. Ég verð ringlaður við það að horfa á liðið,“ sagði Rio í þættinum Rio Ferdinand Presents FIVE. „Ég var alltaf efins um það að hann gæti gert okkur að meisturum, var ekki alveg sannfærður. Miðað við það lið sem hann hefur sett saman og það sem ég hef sé í vetur þá held ég að það sé kominn tími á að einhver annar taki við keflinu,“ sagði Ferdinand. „Það er mín skoðun að Ole ætti að hætta sjálfur núna með höfuðið hátt því allt frá því að hann kom hingað til byrjun þessa tímabilsins þá hefur þetta verið jákvætt,“ sagði Ferdinand. I believe if Ole leaves Manchester United now, he walks away with his head held high we discuss in depth today!Thoughts? https://t.co/GB1QSAaLsI#VibeWithFive#MUFC pic.twitter.com/cwQvFSGuA9— Rio Ferdinand (@rioferdy5) November 8, 2021 Ferdinand telur að vandamálið sé að leikmenn United óttist ekki Solskjær og hann trúir því að það sé mikilvægt að leikmenn beri óttablandna virðingu fyrir knattspyrnustjórum sínum. „Þegar ég horfði á liðið okkar þá sé ég að leikmenn okkar óttist ekki afleiðingarnar af frammistöðu sinni. Það vantar ákefð, leikmenn eru ekki að keyra sig út eða fórna sér í leikjunum. Ég sé það sem vanvirðingu við knattspyrnustjórann,“ sagði Ferdinand. „Allir þeir stjórar sem hafa náð árangri eða unnið eitthvað í þessari íþrótt hafa búið til þessa hræðslu hjá sínum leikmönnum. Pep [Guardiola] núna, [Jurgen] Klopp núna, [Thomas] Tuchel núna, Fergie og á mínum tíma, George Graham hjá Arsenal og Arsene Wenger. Það vantar þetta: Ef þú fylgir ekki reglunum þá sest þú bara á bekkinn og horfir á liðið spila. Ég sé ekki þennan ótta hjá liðinu og það er ekki rétt,“ sagði Rio Ferdinand. Ole Gunnar Solskjaer flaug heim í landsleikjaglugganum til að eyða tíma með fjölskyldu sinni og fá smá frí frá lífinu hjá Manchester United sem hefur heldur betur reynt á hann á þessum síðustu og erfiðu vikum. Enski boltinn Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Tvö frá Haaland og Manchester er blá Enski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Íslenski boltinn Í beinni: KR - Víkingur | Víkingar geta skotist á toppinn Íslenski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Íslenski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Fótbolti Fleiri fréttir Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Sjá meira
Ferdinand sem lék með Solskjær hjá Manchester United og þeir unnu marga titla saman. Rio var mikill talsmaður Ole Gunnars framan af og talaði mikið fyrir því að hann fengi fastráðningu á sínum tíma. Eftir slæmar vikur og máttlausa frammistöðu í tapi á móti nágrönnunum í Manchester City um helgina þá hefur Rio Ferdinand skipt um skoðun varðandi Ole Gunnar Solskjær. Rio is now Ole out https://t.co/jrzWALrB7G— SPORTbible (@sportbible) November 9, 2021 „Ég sit hérna og hef ekki trú á því að við getum barist um titilinn. Ég horfi á liðið okkar í hverri viku og velti því fyrir mér hvaða taktík liðið muni spila. Ég sé enga hugsjón eða auðkenni hjá Manchester United liðinu og það er eitthvað sem ætti að koma frá forystunni. Ég verð ringlaður við það að horfa á liðið,“ sagði Rio í þættinum Rio Ferdinand Presents FIVE. „Ég var alltaf efins um það að hann gæti gert okkur að meisturum, var ekki alveg sannfærður. Miðað við það lið sem hann hefur sett saman og það sem ég hef sé í vetur þá held ég að það sé kominn tími á að einhver annar taki við keflinu,“ sagði Ferdinand. „Það er mín skoðun að Ole ætti að hætta sjálfur núna með höfuðið hátt því allt frá því að hann kom hingað til byrjun þessa tímabilsins þá hefur þetta verið jákvætt,“ sagði Ferdinand. I believe if Ole leaves Manchester United now, he walks away with his head held high we discuss in depth today!Thoughts? https://t.co/GB1QSAaLsI#VibeWithFive#MUFC pic.twitter.com/cwQvFSGuA9— Rio Ferdinand (@rioferdy5) November 8, 2021 Ferdinand telur að vandamálið sé að leikmenn United óttist ekki Solskjær og hann trúir því að það sé mikilvægt að leikmenn beri óttablandna virðingu fyrir knattspyrnustjórum sínum. „Þegar ég horfði á liðið okkar þá sé ég að leikmenn okkar óttist ekki afleiðingarnar af frammistöðu sinni. Það vantar ákefð, leikmenn eru ekki að keyra sig út eða fórna sér í leikjunum. Ég sé það sem vanvirðingu við knattspyrnustjórann,“ sagði Ferdinand. „Allir þeir stjórar sem hafa náð árangri eða unnið eitthvað í þessari íþrótt hafa búið til þessa hræðslu hjá sínum leikmönnum. Pep [Guardiola] núna, [Jurgen] Klopp núna, [Thomas] Tuchel núna, Fergie og á mínum tíma, George Graham hjá Arsenal og Arsene Wenger. Það vantar þetta: Ef þú fylgir ekki reglunum þá sest þú bara á bekkinn og horfir á liðið spila. Ég sé ekki þennan ótta hjá liðinu og það er ekki rétt,“ sagði Rio Ferdinand. Ole Gunnar Solskjaer flaug heim í landsleikjaglugganum til að eyða tíma með fjölskyldu sinni og fá smá frí frá lífinu hjá Manchester United sem hefur heldur betur reynt á hann á þessum síðustu og erfiðu vikum.
Enski boltinn Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Tvö frá Haaland og Manchester er blá Enski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Íslenski boltinn Í beinni: KR - Víkingur | Víkingar geta skotist á toppinn Íslenski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Íslenski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Fótbolti Fleiri fréttir Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Sjá meira