„Væri að ljúga ef ég segði að þetta ár hefði ekki tekið á“ Sindri Sverrisson skrifar 11. nóvember 2021 09:31 Valur - Breiðablik Pepsí max deild ksí íslandsmót kvenna, sumar 2020. Ljósmynd/ Hulda Margrét Foto: Hulda Margrét Óladóttir „Þetta er alla vega búið að vera krefjandi ár en mjög lærdómsríkt,“ segir Hlín Eiríksdóttir, landsliðskona í fótbolta. Covid-19 og ítrekuð meiðsli í læri hafa varpað skugga á fyrsta ár hennar í atvinnumennsku en hún er staðráðin í að sýna hvað hún getur á næsta ári. Hlín kvaddi Val sem einn besti leikmaður Pepsi Max-deildarinnar eftir síðustu leiktíð og gekk í raðir Piteå í Svíþjóð. Þessi 21 árs gamli, kraftmikli kantmaður hafði aðeins spilað tvo leiki fyrir sitt nýja lið í apríl þegar í ljós kom að hún hefði smitast af kórónuveirunni líkt og fjöldi liðsfélaga hennar. Það reyndist upphafið að miklum ógöngum. „Ég náði aldrei miklum takti á þessari leiktíð. Lengsta törnin mín var þegar ég spilaði fjóra leiki í röð án þess að missa af leik vegna meiðsla. Þess vegna hefur þetta verið mjög krefjandi,“ segir Hlín sem meiddist fjórum sinnum í sama lærinu. Spilaði níu dögum eftir að smitið greindist „Í Svíþjóð er það þannig að maður er bara í einangrun í eina viku eftir að Covid-smit greinist. Svo spilaði ég bara leik níu dögum seinna. Ég varð svo sem ekki veik og ég veit ekki hvort þetta hafði einhver áhrif, en ég tognaði svo aftan í læri í þeim leik. Svo tognaði ég aftur 3-4 vikum síðar, í fyrsta leik eftir að hafa meiðst,“ segir Hlín í samtali við Vísi. Hlín hafði því tognað tvisvar í lærinu þegar sumarfrí tók við í júlí. Hún hefur svo tvisvar í viðbót meiðst í lærinu síðan þá, þó ekki eins alvarlega, og meðal annars misst af fyrstu leikjum Íslands í undankeppni HM nú í haust. Leiktíðinni lauk á laugardaginn með því að Hlín meiddist í leik við Kristianstad í lokaumferðinni. Framlengir dvölina og ætlar að sanna sig „Ég væri að ljúga ef ég segði að þetta ár hefði ekki tekið á,“ segir Hlín aðspurð hvort það sé ekki erfitt að vera ein úti, á fyrsta ári í atvinnumennsku, og glíma við það andlega álag sem fylgir meiðslum: „Ég á mjög góða vini hérna í liðinu og fæ mjög góðan stuðning. Ég er því ekki einmana en stundum þegar maður meiðist þá væri alveg fínt að vera bara heima. Auðvitað eru viðbrigði að vera allt í einu ein bara að æfa í ræktinni. En svona er þetta. Mér líður vel hérna,“ segir Hlín sem er staðráðinn í að sanna sig í Svíþjóð. Hlín Eiríksdóttir hefur leikið 19 A-landsleiki og skorað þrjú mörk. Hún varð 21 árs í sumar.vísir/bára „Ég skrifaði undir eins árs samning við Piteå með möguleika á árs framlengingu og er búin að ákveða að vera hérna áfram. Það kom eiginlega ekkert annað til greina. Mér finnst ég ekki búin að sanna mig, mér líður mjög vel hérna, er með frábæran þjálfara og hann hefur mjög mikla trúa á mér líkt og ég hef á því sem hann er að gera. Ég er mjög spennt fyrir því að vera hér áfram,“ segir Hlín. „Á réttum stað“ í aðdraganda EM Fram undan eru afar mikilvægir mánuðir hjá fremstu knattspyrnukonum þjóðarinnar sem berjast um sæti í 23 manna hópnum sem fer á EM í Englandi næsta sumar. Hlín segir að þrátt fyrir meiðslin vonist hún til þess að geta verið í landsliðshópnum sem valinn verður á morgun fyrir leiki við Japan og Kýpur síðar í þessum mánuði. „Mér finnst ég vera á réttum stað til þess að ég verði á góðum stað, andlega og líkamlega, þegar EM hefst næsta sumar. Ég vona að ég fái fleiri tækifæri með landsliðinu og geti sýnt að ég á heima þar,“ segir Hlín sem á að baki 19 A-landsleiki og hefur skorað í þeim þrjú mörk. EM 2021 í Englandi Sænski boltinn Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Fleiri fréttir Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sjá meira
Hlín kvaddi Val sem einn besti leikmaður Pepsi Max-deildarinnar eftir síðustu leiktíð og gekk í raðir Piteå í Svíþjóð. Þessi 21 árs gamli, kraftmikli kantmaður hafði aðeins spilað tvo leiki fyrir sitt nýja lið í apríl þegar í ljós kom að hún hefði smitast af kórónuveirunni líkt og fjöldi liðsfélaga hennar. Það reyndist upphafið að miklum ógöngum. „Ég náði aldrei miklum takti á þessari leiktíð. Lengsta törnin mín var þegar ég spilaði fjóra leiki í röð án þess að missa af leik vegna meiðsla. Þess vegna hefur þetta verið mjög krefjandi,“ segir Hlín sem meiddist fjórum sinnum í sama lærinu. Spilaði níu dögum eftir að smitið greindist „Í Svíþjóð er það þannig að maður er bara í einangrun í eina viku eftir að Covid-smit greinist. Svo spilaði ég bara leik níu dögum seinna. Ég varð svo sem ekki veik og ég veit ekki hvort þetta hafði einhver áhrif, en ég tognaði svo aftan í læri í þeim leik. Svo tognaði ég aftur 3-4 vikum síðar, í fyrsta leik eftir að hafa meiðst,“ segir Hlín í samtali við Vísi. Hlín hafði því tognað tvisvar í lærinu þegar sumarfrí tók við í júlí. Hún hefur svo tvisvar í viðbót meiðst í lærinu síðan þá, þó ekki eins alvarlega, og meðal annars misst af fyrstu leikjum Íslands í undankeppni HM nú í haust. Leiktíðinni lauk á laugardaginn með því að Hlín meiddist í leik við Kristianstad í lokaumferðinni. Framlengir dvölina og ætlar að sanna sig „Ég væri að ljúga ef ég segði að þetta ár hefði ekki tekið á,“ segir Hlín aðspurð hvort það sé ekki erfitt að vera ein úti, á fyrsta ári í atvinnumennsku, og glíma við það andlega álag sem fylgir meiðslum: „Ég á mjög góða vini hérna í liðinu og fæ mjög góðan stuðning. Ég er því ekki einmana en stundum þegar maður meiðist þá væri alveg fínt að vera bara heima. Auðvitað eru viðbrigði að vera allt í einu ein bara að æfa í ræktinni. En svona er þetta. Mér líður vel hérna,“ segir Hlín sem er staðráðinn í að sanna sig í Svíþjóð. Hlín Eiríksdóttir hefur leikið 19 A-landsleiki og skorað þrjú mörk. Hún varð 21 árs í sumar.vísir/bára „Ég skrifaði undir eins árs samning við Piteå með möguleika á árs framlengingu og er búin að ákveða að vera hérna áfram. Það kom eiginlega ekkert annað til greina. Mér finnst ég ekki búin að sanna mig, mér líður mjög vel hérna, er með frábæran þjálfara og hann hefur mjög mikla trúa á mér líkt og ég hef á því sem hann er að gera. Ég er mjög spennt fyrir því að vera hér áfram,“ segir Hlín. „Á réttum stað“ í aðdraganda EM Fram undan eru afar mikilvægir mánuðir hjá fremstu knattspyrnukonum þjóðarinnar sem berjast um sæti í 23 manna hópnum sem fer á EM í Englandi næsta sumar. Hlín segir að þrátt fyrir meiðslin vonist hún til þess að geta verið í landsliðshópnum sem valinn verður á morgun fyrir leiki við Japan og Kýpur síðar í þessum mánuði. „Mér finnst ég vera á réttum stað til þess að ég verði á góðum stað, andlega og líkamlega, þegar EM hefst næsta sumar. Ég vona að ég fái fleiri tækifæri með landsliðinu og geti sýnt að ég á heima þar,“ segir Hlín sem á að baki 19 A-landsleiki og hefur skorað í þeim þrjú mörk.
EM 2021 í Englandi Sænski boltinn Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Fleiri fréttir Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sjá meira