Atvinnuleysi heldur áfram að dragast saman Eiður Þór Árnason skrifar 10. nóvember 2021 12:03 Vinnumálastofnun birti í dag nýja skýrslu um stöðuna á vinnumarkaði. Vísir/Vilhelm Skráð atvinnuleysi var 4,9% í október og lækkaði úr 5,0% í september. Alls fækkaði atvinnulausum að meðaltali um 428 sem nemur um 4,4% fækkun atvinnulausra frá septembermánuði. Atvinnuleysi mældist 5,0% í febrúar 2020 og er svipað nú og fyrir faraldurinn. Þetta kemur fram í nýbirtum tölum Vinnumálastofnunar en atvinnuleysi mældist 12,8% í janúar á þessu ári. Stofnunin spáir því að atvinnuleysi muni lítið breytast eða aukast lítils háttar í nóvember vegna árstíðasveiflu og verða á bilinu 5,0% til 5,3%. Atvinnulausir voru alls 10.083 í lok október, 5.585 karlar og 4.498 konur og fækkaði atvinnulausum körlum um 141 frá septemberlokum og atvinnulausum konum fækkaði um 204. Atvinnuleysi minnkaði mest í ferðatengdri starfsemi Lækkun atvinnuleysis er að mestu leyti vegna fækkunar atvinnulausra á höfuðborgarsvæðinu en þar fækkaði um 402 að meðaltali frá fyrri mánuði. Áfram er atvinnuleysi mest á Suðurnesjum eða 9,2% en næst mest á höfuðborgarsvæðinu þar sem það mælist 5,2%. Alls höfðu 4.252 atvinnuleitendur verið án atvinnu í meira en tólf mánuði í lok október og fækkaði um 346 frá september. Hins vegar voru þeir 3.614 í októberlok 2020. Alls voru 4.069 erlendir atvinnuleitendur án atvinnu í lok október og fækkaði um 75 frá fyrri mánuði. Atvinnulausum fækkaði í flestum atvinnugreinum í október frá mánuðinum á undan. Meðal stærstu atvinnugreina fækkaði mest í ferðatengdri starfsemi sem inniheldur ferðaþjónustu ýmiss konar, gistiþjónustu og veitingaþjónustu. Þar fækkaði atvinnulausum um á bilinu 4% til tæp 6%. Fréttin hefur verið uppfærð. Vinnumarkaður Tengdar fréttir Færri atvinnulausir og styttri vinnutími en í fyrra Um 8.500 manns voru að meðaltali án atvinnu á þriðja ársfjórðungi þessa árs, samkvæmt tölum frá Hagstofu. Það jafngildir um 4% af heildarvinnuafli 16 til 74 ára. Á sama tíma í fyrra voru um 12.000 einstaklingar atvinnulausir, eða um 5,8%. 4. nóvember 2021 20:30 Engar hópuppsagnir í október Annan mánuðinn í röð barst Vinnumálastofnun engin tilkynning um hópuppsögn í október. 2. nóvember 2021 12:46 Atvinnuleysi nú svipað og fyrir faraldurinn Skráð atvinnuleysi mældist 5,0% í september og lækkaði úr 5,5% í ágúst. Atvinnuleysi mælist nú jafn mikið og í febrúar 2020 og er svipað og fyrir faraldurinn. 11. október 2021 11:35 Mest lesið Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Viðskipti innlent Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Viðskipti innlent Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Viðskipti innlent Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Neytendur Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Viðskipti innlent Persónuleg áætlanagerð fyrir 2026 aldrei verið jafn auðveld og nú Atvinnulíf Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Viðskipti innlent Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Sjá meira
Þetta kemur fram í nýbirtum tölum Vinnumálastofnunar en atvinnuleysi mældist 12,8% í janúar á þessu ári. Stofnunin spáir því að atvinnuleysi muni lítið breytast eða aukast lítils háttar í nóvember vegna árstíðasveiflu og verða á bilinu 5,0% til 5,3%. Atvinnulausir voru alls 10.083 í lok október, 5.585 karlar og 4.498 konur og fækkaði atvinnulausum körlum um 141 frá septemberlokum og atvinnulausum konum fækkaði um 204. Atvinnuleysi minnkaði mest í ferðatengdri starfsemi Lækkun atvinnuleysis er að mestu leyti vegna fækkunar atvinnulausra á höfuðborgarsvæðinu en þar fækkaði um 402 að meðaltali frá fyrri mánuði. Áfram er atvinnuleysi mest á Suðurnesjum eða 9,2% en næst mest á höfuðborgarsvæðinu þar sem það mælist 5,2%. Alls höfðu 4.252 atvinnuleitendur verið án atvinnu í meira en tólf mánuði í lok október og fækkaði um 346 frá september. Hins vegar voru þeir 3.614 í októberlok 2020. Alls voru 4.069 erlendir atvinnuleitendur án atvinnu í lok október og fækkaði um 75 frá fyrri mánuði. Atvinnulausum fækkaði í flestum atvinnugreinum í október frá mánuðinum á undan. Meðal stærstu atvinnugreina fækkaði mest í ferðatengdri starfsemi sem inniheldur ferðaþjónustu ýmiss konar, gistiþjónustu og veitingaþjónustu. Þar fækkaði atvinnulausum um á bilinu 4% til tæp 6%. Fréttin hefur verið uppfærð.
Vinnumarkaður Tengdar fréttir Færri atvinnulausir og styttri vinnutími en í fyrra Um 8.500 manns voru að meðaltali án atvinnu á þriðja ársfjórðungi þessa árs, samkvæmt tölum frá Hagstofu. Það jafngildir um 4% af heildarvinnuafli 16 til 74 ára. Á sama tíma í fyrra voru um 12.000 einstaklingar atvinnulausir, eða um 5,8%. 4. nóvember 2021 20:30 Engar hópuppsagnir í október Annan mánuðinn í röð barst Vinnumálastofnun engin tilkynning um hópuppsögn í október. 2. nóvember 2021 12:46 Atvinnuleysi nú svipað og fyrir faraldurinn Skráð atvinnuleysi mældist 5,0% í september og lækkaði úr 5,5% í ágúst. Atvinnuleysi mælist nú jafn mikið og í febrúar 2020 og er svipað og fyrir faraldurinn. 11. október 2021 11:35 Mest lesið Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Viðskipti innlent Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Viðskipti innlent Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Viðskipti innlent Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Neytendur Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Viðskipti innlent Persónuleg áætlanagerð fyrir 2026 aldrei verið jafn auðveld og nú Atvinnulíf Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Viðskipti innlent Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Sjá meira
Færri atvinnulausir og styttri vinnutími en í fyrra Um 8.500 manns voru að meðaltali án atvinnu á þriðja ársfjórðungi þessa árs, samkvæmt tölum frá Hagstofu. Það jafngildir um 4% af heildarvinnuafli 16 til 74 ára. Á sama tíma í fyrra voru um 12.000 einstaklingar atvinnulausir, eða um 5,8%. 4. nóvember 2021 20:30
Engar hópuppsagnir í október Annan mánuðinn í röð barst Vinnumálastofnun engin tilkynning um hópuppsögn í október. 2. nóvember 2021 12:46
Atvinnuleysi nú svipað og fyrir faraldurinn Skráð atvinnuleysi mældist 5,0% í september og lækkaði úr 5,5% í ágúst. Atvinnuleysi mælist nú jafn mikið og í febrúar 2020 og er svipað og fyrir faraldurinn. 11. október 2021 11:35