„Við þurfum ekki á fleiri Covitum að halda, þess vegna þarf heilbrigðisráðherra að taka af skarið og setja sóttvarnir okkar í hendurnar á þeim sem þekkja best þau vopn sem við þurfum á að halda, til að vinna stríðið sem við heyjum nú við þennan ósýnilega lífshættulega einstakling.“
Inga segir sýndarmennsku og hænuskref einkenna varnarbaráttuna gegn veirunni og segir stöðuna aldrei hafa verið eins alvarlega og nú. Hún veltir því þá upp hvort ráðherrastólarnir séu mikilvægari, en raunveruleg og lögbundin skylda ráðherra til að verja líf og heilsu íbúa landsins.
„Við skulum átta okkur á því að ástandið er algjörlega og eingöngu í boði stjórnvalda og þá heilbrigðisráðherra fyrst og fremst sem ber alla ábyrgð á heilbrigðismálum þjóðarinnar,“ segir Inga.
Inga Sæland birtir uppfærsluna á Facebook-síðu sinni en hana má sjá í heild sinni hér að neðan.