Setti Wenger númer eitt en Sir Alex í fjórða sætið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. nóvember 2021 15:31 Sir Alex Ferguson og Neil Warnock á góðri stundu. Getty/ Tom Purslow Knattspyrnustjórinn Neil Warnock ætti að þekkja tímanna tvenna og hafa gott yfirlit yfir fótboltaheiminn undanfarna áratugi eftir að hafa starfað sem knattspyrnustjóri í enska boltanum frá árinu 1980. Þess vegna hefur röðun hans á bestu knattspyrnustjórum í sögu ensku úrvalsdeildarinnar vakið athygli en hún er ekki alveg í takti við það sem flestir hafa séð fyrir sér. Neil Warnock's ALL-TIME best Premier League managers pic.twitter.com/7dDfvg5Urz— GiveMeSport (@GiveMeSport) November 10, 2021 Warnock setti Arsene Wenger, fyrrum knattspyrnustjóra Arsenal, í fyrsta sætið á sínum lista en það sem umdeilt að það þarf að fara niður í fjórða sætið til að finna Sir Alex Ferguson, fyrrum knattspyrnustjóra Manchester United. „Ég myndi setja Arsene Wenger númer eitt af því að hann breytti nútíma fótboltanum. Hann kom inn með svo margt nýtt sem enginn hafði gert áður. Næringarfræðinginn, líkamsræktarmanninn, myndbönd og tækni. Hann breytti svo miklu þegar hann kom inn í ensku úrvalsdeildina,“ sagði Neil Warnock við talkSPORT. Ferguson vann þrettán Englandsmeistaratitla í ensku úrvalsdeildinni sem er það langmesta hjá einum stjóra. Manchester United hefur líka lítið getað, á sinn mælikvarða, síðan að Skotinn hætti með liðið. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=QVPOHntWzIM">watch on YouTube</a> „Ég myndi líklega setja Sir Alex [Ferguson] rétt á undan Jose Mourinho af því að hann gerði þetta lengur. Hann var bara á tíma þegar þetta snerist allt um að ná til leikmanna. Starfsteymið skipti ekki eins miklu máli og Sir Alex var líklega bestur í því að tala menn til,“ sagði Warnock. Wenger gerði vissulega frábæra hluti sem knattspyrnustjóri Arsenal en liðið vann þrjá meistaratitla og sjö bikarmeistaratitla undir hans stjórn. Arsenal vann tvisvar tvöfalt undir hans stjórn og fór taplaust í gegnum 2003–04 tímabilið. Pep Guardiola, núverandi stjóri Manchester City og Jurgen Klopp, núverandi stjóri Liverpool, eru báðir ofar en Sir Alex á lista Warnock. Fimmta sætið fékk síðan Jose Mourinho. Warnock missti á dögunum starfið hjá Middlesbrough en hann hafði áður sett nýtt met með því að stýra liði í 1601. skiptið í enska atvinnumannafótboltanum. Leikir eru alls 1603 og árin eru komin yfir fjörutíu. Warnock hefur stýrt fjórtán mismunandi félögum í ensku deildarkeppninni en þau eru: Scarborough, Notts County, Torquay, Huddersfield, Plymouth, Oldham, Bury, Sheffield United, Crystal Palace, QPR, Leeds, Rotherham, Cardiff og Boro. Enski boltinn Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Fleiri fréttir Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Sjá meira
Þess vegna hefur röðun hans á bestu knattspyrnustjórum í sögu ensku úrvalsdeildarinnar vakið athygli en hún er ekki alveg í takti við það sem flestir hafa séð fyrir sér. Neil Warnock's ALL-TIME best Premier League managers pic.twitter.com/7dDfvg5Urz— GiveMeSport (@GiveMeSport) November 10, 2021 Warnock setti Arsene Wenger, fyrrum knattspyrnustjóra Arsenal, í fyrsta sætið á sínum lista en það sem umdeilt að það þarf að fara niður í fjórða sætið til að finna Sir Alex Ferguson, fyrrum knattspyrnustjóra Manchester United. „Ég myndi setja Arsene Wenger númer eitt af því að hann breytti nútíma fótboltanum. Hann kom inn með svo margt nýtt sem enginn hafði gert áður. Næringarfræðinginn, líkamsræktarmanninn, myndbönd og tækni. Hann breytti svo miklu þegar hann kom inn í ensku úrvalsdeildina,“ sagði Neil Warnock við talkSPORT. Ferguson vann þrettán Englandsmeistaratitla í ensku úrvalsdeildinni sem er það langmesta hjá einum stjóra. Manchester United hefur líka lítið getað, á sinn mælikvarða, síðan að Skotinn hætti með liðið. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=QVPOHntWzIM">watch on YouTube</a> „Ég myndi líklega setja Sir Alex [Ferguson] rétt á undan Jose Mourinho af því að hann gerði þetta lengur. Hann var bara á tíma þegar þetta snerist allt um að ná til leikmanna. Starfsteymið skipti ekki eins miklu máli og Sir Alex var líklega bestur í því að tala menn til,“ sagði Warnock. Wenger gerði vissulega frábæra hluti sem knattspyrnustjóri Arsenal en liðið vann þrjá meistaratitla og sjö bikarmeistaratitla undir hans stjórn. Arsenal vann tvisvar tvöfalt undir hans stjórn og fór taplaust í gegnum 2003–04 tímabilið. Pep Guardiola, núverandi stjóri Manchester City og Jurgen Klopp, núverandi stjóri Liverpool, eru báðir ofar en Sir Alex á lista Warnock. Fimmta sætið fékk síðan Jose Mourinho. Warnock missti á dögunum starfið hjá Middlesbrough en hann hafði áður sett nýtt met með því að stýra liði í 1601. skiptið í enska atvinnumannafótboltanum. Leikir eru alls 1603 og árin eru komin yfir fjörutíu. Warnock hefur stýrt fjórtán mismunandi félögum í ensku deildarkeppninni en þau eru: Scarborough, Notts County, Torquay, Huddersfield, Plymouth, Oldham, Bury, Sheffield United, Crystal Palace, QPR, Leeds, Rotherham, Cardiff og Boro.
Enski boltinn Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Fleiri fréttir Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Sjá meira