Ólíklegt að samstaði náist um að hætta kolanotkun Kjartan Kjartansson skrifar 12. nóvember 2021 09:04 Delegates pack the hall at the COP26 U.N. Climate Summit in Glasgow, Scotland, Thursday, Nov. 11, 2021. (AP Photo/Alberto Pezzali) AP/Alberto Pezzali Útlit er fyrir að ákvæði um að kallað verði eftir að ríki heims hætti að brenna kol og niðurgreiða jarðefnaeldsneyti rati ekki inn í samkomulag við lok COP26-loftslagsráðstefnunnar sem á að ljúka í Glasgow í dag. Náist samkomulag ekki í dag gætu viðræðurnar dregist inn í helgina. Í drögum að samkomulagi sem voru kynnt á miðvikudag var upphaflega talað um að ríki skyldu „hraða því að taka kol og niðugreiðslur á jarðefnaeldsneyti úr umferð“. Nýjustu drögin sem voru birt í dag veikja það orðalag verulega. Nú er aðeins talað um að ríki skuli hraða því að „taka úr umferð óhefta kolaorku og óskilvirkar niðurgreiðslur á jarðefnaeldsneyti“, að sögn AP-fréttastofunnar. Öll 197 aðildarríki loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna þurfa að samþykkja lokasamkomulagið samhljóða, þar á meðal stórtækir framleiðendur jarðefnaeldsneytis eins og Sádi-Arabía, Rússland og Ástralía sem hafa lengi dregið lappirnar í loftslagsmálum. Draga þarf hratt úr losun gróðurhúsalofttegunda strax til þess að halda á lífi markmiðum Parísarsamkomulagsins um að takmarka hnattræna hlýnun við 1,5°C , eða í versta falli 2°C, á þessari öld til þess að forðast alvarlegustu afleiðingar loftslagsbreytinga. Miðað við núverandi markmið ríkja heims stefnir í að hlýnun nái 2,4°C. Með slíkri hlýnun verða hitabylgjur, þurrkar og flóð enn tíðari og skæðari en þegar er orðið og sjávarstaða hækkar enn frekar sem ógna milljónum manna sem búa á strandsvæðum og láglendi. Bruni á kolum losar enn meira kolefni út í lofthjúpinn en olía eða gas. Holur hljómur í loforðum Antonio Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, sagði AP í gær að markmið Parísarsamkomulagsins væru í „öndunarvél“. Loforð um að draga úr losun sé merkingarlaus á meðan ríki heims halda áfram að fjárfesta í jarðefnaeldsneyti. „Það er holur hljómur í loforðum þegar jarðefnaeldsneytisiðnaðurinn fær ennþá billjónir í niðurgreiðslur,“ sagði Guterres. Ráðstefnunni lýkur formlega klukkan 18:00 að íslenskum tíma í kvöld. Mary Robinson, fyrrverandi forseti Írlands sem fer fyrir hópi háttsettra stjórnmálaleiðtoga, sakaði stórlosendur um að skemma fyrir viðræðunum. Fulltrúa Rússlands og Sádi-Arabíu berjist með kjafti og klóm gegn því að talað verði um að hætta notkun kola eða draga úr niðurgreiðslum á jarðefnaeldsneyti. Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Loftslagsmál Tengdar fréttir Segir markmið Parísarsamkomulagsins í „öndunarvél“ Antonio Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir að markmið Parísarsamkomulagsins um að takmarka hlýnun jarðar við 1,5°C sé ennþá innan seilingar en að það sé í „öndunarvél“. Fulltrúar ríkja heims reyna nú að ná samkomulagi á lokametrum COP26-loftslagsráðstefnunnar í Glasgow. 11. nóvember 2021 12:28 Lýsa hóflegri bjartsýni yfir sameiginlegri yfirlýsingu Bandaríkjanna og Kína Loftslagsaðgerðarsinnar og leiðtogar annarra ríkja hafa tekið fregnum af sameiginlegri yfirlýsingu Bandaríkjamanna og Kínverja vel en með varfærni þó. Í gær kom óvænt yfirlýsing frá þjóðunum tveimur inn á COP26 ráðstefnuna í Glasgow þar sem þær heita því að vinna sameiginlega að því að halda hlýnun jarðar innan við 1,5 gráðu líkt og Parísarsamkomulagið gerir ráð fyrir. 11. nóvember 2021 07:05 Ríki hvött til að leggja fram metnaðarfyllri markmið fyrir lok næsta árs Tæplega tvö hundruð ríki sem eiga aðild að loftslagssamningi Sameinuðu þjóðanna eru hvött til þess að leggja fram metnaðarfyllri markmið um samdrátt í losun fyrir lok næsta árs í drögum að samkomulagi COP26-ráðstefnunnar sem bresku gestgjafarnir birtu í morgun. 10. nóvember 2021 09:00 Mest lesið Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Fleiri fréttir Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Sjá meira
Í drögum að samkomulagi sem voru kynnt á miðvikudag var upphaflega talað um að ríki skyldu „hraða því að taka kol og niðugreiðslur á jarðefnaeldsneyti úr umferð“. Nýjustu drögin sem voru birt í dag veikja það orðalag verulega. Nú er aðeins talað um að ríki skuli hraða því að „taka úr umferð óhefta kolaorku og óskilvirkar niðurgreiðslur á jarðefnaeldsneyti“, að sögn AP-fréttastofunnar. Öll 197 aðildarríki loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna þurfa að samþykkja lokasamkomulagið samhljóða, þar á meðal stórtækir framleiðendur jarðefnaeldsneytis eins og Sádi-Arabía, Rússland og Ástralía sem hafa lengi dregið lappirnar í loftslagsmálum. Draga þarf hratt úr losun gróðurhúsalofttegunda strax til þess að halda á lífi markmiðum Parísarsamkomulagsins um að takmarka hnattræna hlýnun við 1,5°C , eða í versta falli 2°C, á þessari öld til þess að forðast alvarlegustu afleiðingar loftslagsbreytinga. Miðað við núverandi markmið ríkja heims stefnir í að hlýnun nái 2,4°C. Með slíkri hlýnun verða hitabylgjur, þurrkar og flóð enn tíðari og skæðari en þegar er orðið og sjávarstaða hækkar enn frekar sem ógna milljónum manna sem búa á strandsvæðum og láglendi. Bruni á kolum losar enn meira kolefni út í lofthjúpinn en olía eða gas. Holur hljómur í loforðum Antonio Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, sagði AP í gær að markmið Parísarsamkomulagsins væru í „öndunarvél“. Loforð um að draga úr losun sé merkingarlaus á meðan ríki heims halda áfram að fjárfesta í jarðefnaeldsneyti. „Það er holur hljómur í loforðum þegar jarðefnaeldsneytisiðnaðurinn fær ennþá billjónir í niðurgreiðslur,“ sagði Guterres. Ráðstefnunni lýkur formlega klukkan 18:00 að íslenskum tíma í kvöld. Mary Robinson, fyrrverandi forseti Írlands sem fer fyrir hópi háttsettra stjórnmálaleiðtoga, sakaði stórlosendur um að skemma fyrir viðræðunum. Fulltrúa Rússlands og Sádi-Arabíu berjist með kjafti og klóm gegn því að talað verði um að hætta notkun kola eða draga úr niðurgreiðslum á jarðefnaeldsneyti.
Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Loftslagsmál Tengdar fréttir Segir markmið Parísarsamkomulagsins í „öndunarvél“ Antonio Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir að markmið Parísarsamkomulagsins um að takmarka hlýnun jarðar við 1,5°C sé ennþá innan seilingar en að það sé í „öndunarvél“. Fulltrúar ríkja heims reyna nú að ná samkomulagi á lokametrum COP26-loftslagsráðstefnunnar í Glasgow. 11. nóvember 2021 12:28 Lýsa hóflegri bjartsýni yfir sameiginlegri yfirlýsingu Bandaríkjanna og Kína Loftslagsaðgerðarsinnar og leiðtogar annarra ríkja hafa tekið fregnum af sameiginlegri yfirlýsingu Bandaríkjamanna og Kínverja vel en með varfærni þó. Í gær kom óvænt yfirlýsing frá þjóðunum tveimur inn á COP26 ráðstefnuna í Glasgow þar sem þær heita því að vinna sameiginlega að því að halda hlýnun jarðar innan við 1,5 gráðu líkt og Parísarsamkomulagið gerir ráð fyrir. 11. nóvember 2021 07:05 Ríki hvött til að leggja fram metnaðarfyllri markmið fyrir lok næsta árs Tæplega tvö hundruð ríki sem eiga aðild að loftslagssamningi Sameinuðu þjóðanna eru hvött til þess að leggja fram metnaðarfyllri markmið um samdrátt í losun fyrir lok næsta árs í drögum að samkomulagi COP26-ráðstefnunnar sem bresku gestgjafarnir birtu í morgun. 10. nóvember 2021 09:00 Mest lesið Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Fleiri fréttir Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Sjá meira
Segir markmið Parísarsamkomulagsins í „öndunarvél“ Antonio Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir að markmið Parísarsamkomulagsins um að takmarka hlýnun jarðar við 1,5°C sé ennþá innan seilingar en að það sé í „öndunarvél“. Fulltrúar ríkja heims reyna nú að ná samkomulagi á lokametrum COP26-loftslagsráðstefnunnar í Glasgow. 11. nóvember 2021 12:28
Lýsa hóflegri bjartsýni yfir sameiginlegri yfirlýsingu Bandaríkjanna og Kína Loftslagsaðgerðarsinnar og leiðtogar annarra ríkja hafa tekið fregnum af sameiginlegri yfirlýsingu Bandaríkjamanna og Kínverja vel en með varfærni þó. Í gær kom óvænt yfirlýsing frá þjóðunum tveimur inn á COP26 ráðstefnuna í Glasgow þar sem þær heita því að vinna sameiginlega að því að halda hlýnun jarðar innan við 1,5 gráðu líkt og Parísarsamkomulagið gerir ráð fyrir. 11. nóvember 2021 07:05
Ríki hvött til að leggja fram metnaðarfyllri markmið fyrir lok næsta árs Tæplega tvö hundruð ríki sem eiga aðild að loftslagssamningi Sameinuðu þjóðanna eru hvött til þess að leggja fram metnaðarfyllri markmið um samdrátt í losun fyrir lok næsta árs í drögum að samkomulagi COP26-ráðstefnunnar sem bresku gestgjafarnir birtu í morgun. 10. nóvember 2021 09:00