Katrín: „Ég held að það séu bjartari tímar framundan“ Atli Ísleifsson skrifar 12. nóvember 2021 14:43 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra skorar á þjóðina að mæta vel í þriðju bólusetninguna þar sem hún hafi mikla trú á því sem rannsóknir og gögn sýni. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir það mikil vonbrigði að við séum komin í þá stöðu að þurfa að herða samkomutakmarkanir enn frekar vegna aukinnar útbreiðslu kórónuveirunnar í samfélaginu. Hún telur þó bjartari tíma vera framundan, sér í lagi nú þegar verið sé ráðast í frekari bólusetningar. „En eins og við höfum alltaf sagt í gegnum þennan faraldur þá er veiran ófyrirsjáanleg og það sem við erum búin að sjá hér á Íslandi, að þrátt fyrir að hafa staðið okkur alveg gríðarlega vel – bæði hvað varðar hvernig við höfum tekist á við veiruna, sem birtist auðvitað í fjölda andláta hér á landi sem er auðvitað gríðarlega lítill miðað við önnur lönd, og eins hátt bólusetningarhlutfall – þá metum við það sem svo að það sé mikilvægt að bregðast við.“ Þetta sagði Katrín að loknum ríkisstjórnarfundi í hádeginu þar sem heilbrigðisráðherra kynnti hertar samkomutakmarkanir. Höfum náð árangri Katrín lagði þó áherslu á að nú sé verið að boða fólk í örvunarbólusetningu. „Þær vísbendingar sem við höfum úr rannsóknum – sem er auðvitað fyrst og fremst frá þeim þjóðum sem standa fremst í þeim málum – þær sýna að við getum verið að ná töluvert miklum árangri í því, að vörnin sem bóluefnin veita verði varanlegri. Þar erum við að sjá að við erum að ná verulegum fjölda fyrir áramót, yfir 100 þúsund manns sem er boðið í þriðja skammt fyrir áramót sem vekur mér bjartsýni.“ Ferðamálaráðherra ræddi mannskap í heilbrigðiskerfinu, að við værum að ofnýta mannskap, að við værum enn að haga mannskap í heilbrigðiskerfinu eins og þegar faraldurinn var í upphafi. Nú væru hins vegar fleiri bólusettir. Þarf að skoða eitthvað hvernig viðbragðsmál eru í spítalakerfinu? „Ég tel nú að yfirvöld sóttvarnamála og spítalans séu stöðugt með sína ferla til endurskoðunar og við erum búin að sjá það í gegnum þennan faraldur. Við höfum verið að breyta hér ekki bara takmörkunum heldur til að mynda reglum um sóttkví og smitgát til þess að létta á fólki og taka tillit til bólusettrar þjóðar. Þannig að sjálfsögðu eigum við alltaf að hafa alla ferla til endurskoðunar. Það er ekkert annað í stöðunni.“ Bindur vonir við lyfjaþróun Katrín segist skora á þjóðina að mæta vel í þriðju bólusetninguna þar sem hún hafi mikla trú á því sem rannsóknir og gögnin sýni. „Eins bindur maður að sjálfsögðu vonir við þá framþróun sem við erum búin að sjá er varðar lyfjaþróun í þessum málum. Þannig að ég held að það séu bjartari tímar framundan, en ég horfi líka til þess að ef þessar ráðstafanir virka sem skyldi, þá getum við náð þessum smitfjölda niður í viðráðanlegt ástand,“ segir Katrín. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Vonbrigði að þessi staða sé uppi þrátt fyrir bólusetta þjóð Bjarni Benediktsson efnahags- og fjármálaráðherra segir það gríðarleg vonbrigði að staðan sé jafn slæm og raun ber vitni í kórónuveirufaraldrinum. Metfjöldi hefur greinst smitaður af veirunni nær alla daga þessarar viku og hafa sóttvarnaaðgerðir nú verið hertar til muna vegna stöðunnar . 12. nóvember 2021 13:25 „Það er mat manna að það skipti máli að sýna samstöðu“ Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segir það mat manna að nú skipti máli að sýna samstöðu þegar kemur að sóttvarnaaðgerðum. „Nú erum við að fara í þriðju bólusetningu og hún á að koma okkur út úr þessu svo við skulum bara sjá hvort það gangi ekki upp.“ 12. nóvember 2021 13:51 Fimmtíu manna samkomubann á miðnætti Hert verður á samkomutakmörkunum á miðnætti en þá mega fimmtíu manns koma saman en þó með svigrúmi fyrir 500 manna viðburði. Opnunartími veitinga- og skemmtistaða verður styttur um klukkustund og þeim gert að loka klukkan 22:00. 12. nóvember 2021 11:56 Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Innlent Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Fleiri fréttir Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Sjá meira
„En eins og við höfum alltaf sagt í gegnum þennan faraldur þá er veiran ófyrirsjáanleg og það sem við erum búin að sjá hér á Íslandi, að þrátt fyrir að hafa staðið okkur alveg gríðarlega vel – bæði hvað varðar hvernig við höfum tekist á við veiruna, sem birtist auðvitað í fjölda andláta hér á landi sem er auðvitað gríðarlega lítill miðað við önnur lönd, og eins hátt bólusetningarhlutfall – þá metum við það sem svo að það sé mikilvægt að bregðast við.“ Þetta sagði Katrín að loknum ríkisstjórnarfundi í hádeginu þar sem heilbrigðisráðherra kynnti hertar samkomutakmarkanir. Höfum náð árangri Katrín lagði þó áherslu á að nú sé verið að boða fólk í örvunarbólusetningu. „Þær vísbendingar sem við höfum úr rannsóknum – sem er auðvitað fyrst og fremst frá þeim þjóðum sem standa fremst í þeim málum – þær sýna að við getum verið að ná töluvert miklum árangri í því, að vörnin sem bóluefnin veita verði varanlegri. Þar erum við að sjá að við erum að ná verulegum fjölda fyrir áramót, yfir 100 þúsund manns sem er boðið í þriðja skammt fyrir áramót sem vekur mér bjartsýni.“ Ferðamálaráðherra ræddi mannskap í heilbrigðiskerfinu, að við værum að ofnýta mannskap, að við værum enn að haga mannskap í heilbrigðiskerfinu eins og þegar faraldurinn var í upphafi. Nú væru hins vegar fleiri bólusettir. Þarf að skoða eitthvað hvernig viðbragðsmál eru í spítalakerfinu? „Ég tel nú að yfirvöld sóttvarnamála og spítalans séu stöðugt með sína ferla til endurskoðunar og við erum búin að sjá það í gegnum þennan faraldur. Við höfum verið að breyta hér ekki bara takmörkunum heldur til að mynda reglum um sóttkví og smitgát til þess að létta á fólki og taka tillit til bólusettrar þjóðar. Þannig að sjálfsögðu eigum við alltaf að hafa alla ferla til endurskoðunar. Það er ekkert annað í stöðunni.“ Bindur vonir við lyfjaþróun Katrín segist skora á þjóðina að mæta vel í þriðju bólusetninguna þar sem hún hafi mikla trú á því sem rannsóknir og gögnin sýni. „Eins bindur maður að sjálfsögðu vonir við þá framþróun sem við erum búin að sjá er varðar lyfjaþróun í þessum málum. Þannig að ég held að það séu bjartari tímar framundan, en ég horfi líka til þess að ef þessar ráðstafanir virka sem skyldi, þá getum við náð þessum smitfjölda niður í viðráðanlegt ástand,“ segir Katrín.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Vonbrigði að þessi staða sé uppi þrátt fyrir bólusetta þjóð Bjarni Benediktsson efnahags- og fjármálaráðherra segir það gríðarleg vonbrigði að staðan sé jafn slæm og raun ber vitni í kórónuveirufaraldrinum. Metfjöldi hefur greinst smitaður af veirunni nær alla daga þessarar viku og hafa sóttvarnaaðgerðir nú verið hertar til muna vegna stöðunnar . 12. nóvember 2021 13:25 „Það er mat manna að það skipti máli að sýna samstöðu“ Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segir það mat manna að nú skipti máli að sýna samstöðu þegar kemur að sóttvarnaaðgerðum. „Nú erum við að fara í þriðju bólusetningu og hún á að koma okkur út úr þessu svo við skulum bara sjá hvort það gangi ekki upp.“ 12. nóvember 2021 13:51 Fimmtíu manna samkomubann á miðnætti Hert verður á samkomutakmörkunum á miðnætti en þá mega fimmtíu manns koma saman en þó með svigrúmi fyrir 500 manna viðburði. Opnunartími veitinga- og skemmtistaða verður styttur um klukkustund og þeim gert að loka klukkan 22:00. 12. nóvember 2021 11:56 Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Innlent Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Fleiri fréttir Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Sjá meira
Vonbrigði að þessi staða sé uppi þrátt fyrir bólusetta þjóð Bjarni Benediktsson efnahags- og fjármálaráðherra segir það gríðarleg vonbrigði að staðan sé jafn slæm og raun ber vitni í kórónuveirufaraldrinum. Metfjöldi hefur greinst smitaður af veirunni nær alla daga þessarar viku og hafa sóttvarnaaðgerðir nú verið hertar til muna vegna stöðunnar . 12. nóvember 2021 13:25
„Það er mat manna að það skipti máli að sýna samstöðu“ Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segir það mat manna að nú skipti máli að sýna samstöðu þegar kemur að sóttvarnaaðgerðum. „Nú erum við að fara í þriðju bólusetningu og hún á að koma okkur út úr þessu svo við skulum bara sjá hvort það gangi ekki upp.“ 12. nóvember 2021 13:51
Fimmtíu manna samkomubann á miðnætti Hert verður á samkomutakmörkunum á miðnætti en þá mega fimmtíu manns koma saman en þó með svigrúmi fyrir 500 manna viðburði. Opnunartími veitinga- og skemmtistaða verður styttur um klukkustund og þeim gert að loka klukkan 22:00. 12. nóvember 2021 11:56
Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent
Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent