Greiðslukerfi hrundu á degi einhleypra: „Maður er orðinn vel þreyttur á þessu“ Árni Sæberg skrifar 12. nóvember 2021 17:51 Brynja Dan segir greiðslukerfi Valitors og Rapyd hafa hrunið í gær. Vilhelm/Aðsend Brynja Dan Gunnarsdóttir, sem heldur úti vefsíðunni 1111.is, segir greiðslukerfi Rapyd og Valitors hafa legið niðri á milli tíu og tólf í gærkvöldi. Það sé hápunktur dags einhleypra og því hlaupi tjón af þess völdum á hundruðum milljóna króna. Dagur einhleypra, eða Singles Day, er haldinn hátíðlegur ellefta nóvember ár hvert víða um heim. Fyrir nokkrum árum var hefðin tekin upp hér á landi og bjóða fjölmörg fyrirtæki vörur og þjónustu á afslætti í vefverslun. Brynja Dan Gunnarsdóttir heldur úti vefsíðunni 1111.is en þar eru tekin saman öll tilboð sem samstarfsaðilar vefsíðunnar bjóða. Hún segir í samtali við Vísi að hátt í fjögur hundruð fyrirtæki hafi skráð tilboð sín á síðunni í gær. Brynja segir daginn hafa gengið betur en nokkur hafði vonað og að sala hafi verið á pari við sölunna í fyrra. „Greinilega margir sem náðu að klára jólin á netinu,“ segir Brynja. Kerfið hrynji á hverju ári Brynja segir hins vegar að hrun greiðslukerfa Rapyd og Valitor hafa spillt gleðinni að nokkru leiti. Hún segir kerfin hafa hrunið undan álagi um klukkan tíu í gærkvöldi. Það sé einmitt sá tími sem fólk flykkist inn á netverslanir til að klára jólainnkaupin með ríflegum afslætti. Hún nefnir til dæmis að engar færslur hafi farið í geng í vefverslun Cintamani eftir klukkan tíu í gær. Hún segir það hafa verið viðbúið að vandamál yrðu í tenglsum við færsluhirðingu enda hafi það gerst á hverju ári síðan 1111.is fór í loftið. Brynjar furðar sig á því að ekki sé gert ráð fyrir því mikla álagi sem verður á kerfinu á degi einhleypra. Hún efast um að öll greiðslumiðlun fari á hliðina í Bandaríkjunum á „Black Friday“ á ári hverju. „Maður er orðinn vel þreyttur á þessu,“ segir hún. Þá segir hún að henni þyki leiðinlegt að sökinni sé skellt á 1111.is eða þær verslanir sem fólk verslar við þegar greiðslur komast ekki í gegn. Hún hefur þó skilning á því þar sem erfitt sé að hafa samband við greiðslumiðlunarfyrirtæki. Greiðslumiðlun Verslun Neytendur Mest lesið Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Dagur einhleypra, eða Singles Day, er haldinn hátíðlegur ellefta nóvember ár hvert víða um heim. Fyrir nokkrum árum var hefðin tekin upp hér á landi og bjóða fjölmörg fyrirtæki vörur og þjónustu á afslætti í vefverslun. Brynja Dan Gunnarsdóttir heldur úti vefsíðunni 1111.is en þar eru tekin saman öll tilboð sem samstarfsaðilar vefsíðunnar bjóða. Hún segir í samtali við Vísi að hátt í fjögur hundruð fyrirtæki hafi skráð tilboð sín á síðunni í gær. Brynja segir daginn hafa gengið betur en nokkur hafði vonað og að sala hafi verið á pari við sölunna í fyrra. „Greinilega margir sem náðu að klára jólin á netinu,“ segir Brynja. Kerfið hrynji á hverju ári Brynja segir hins vegar að hrun greiðslukerfa Rapyd og Valitor hafa spillt gleðinni að nokkru leiti. Hún segir kerfin hafa hrunið undan álagi um klukkan tíu í gærkvöldi. Það sé einmitt sá tími sem fólk flykkist inn á netverslanir til að klára jólainnkaupin með ríflegum afslætti. Hún nefnir til dæmis að engar færslur hafi farið í geng í vefverslun Cintamani eftir klukkan tíu í gær. Hún segir það hafa verið viðbúið að vandamál yrðu í tenglsum við færsluhirðingu enda hafi það gerst á hverju ári síðan 1111.is fór í loftið. Brynjar furðar sig á því að ekki sé gert ráð fyrir því mikla álagi sem verður á kerfinu á degi einhleypra. Hún efast um að öll greiðslumiðlun fari á hliðina í Bandaríkjunum á „Black Friday“ á ári hverju. „Maður er orðinn vel þreyttur á þessu,“ segir hún. Þá segir hún að henni þyki leiðinlegt að sökinni sé skellt á 1111.is eða þær verslanir sem fólk verslar við þegar greiðslur komast ekki í gegn. Hún hefur þó skilning á því þar sem erfitt sé að hafa samband við greiðslumiðlunarfyrirtæki.
Greiðslumiðlun Verslun Neytendur Mest lesið Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira