Undirbúningsnefnd skili af sér tillögum til kjörbréfanefndar á þriðjudag Heimir Már Pétursson og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 18. nóvember 2021 22:22 Birgir Ármannsson, formaður undirbúningskjörbréfanefndar, segist gera ráð fyrir að nefndin muni skila af sér tillögum til kjörbréfanefndar þegar hún verður kosin á þriðjudag. Vísir/Vilhelm Undirbúningskjörbréfanefnd átti langan fund í dag en nú eru aðeins fimm dagar þar til Alþingi kemur saman til að leysa úr þeirri óvissu sem ríkir um útgáfu kjörbréfa þingmanna í Norðvesturkjördæmi. Þing mun koma saman á þriðjudag til að kjósa í formlega kjörbréfanefnd, sem mun taka tillögur undirbúningsnefndarinnar til skoðunar. Fréttastofa greindi frá því fyrr í dag að undirbúningsnefndin hefði til skoðunar tvær tillögur til úrlausnar á kosningamáli Norðvesturkjördæmis. „Við höfum auðvitað verið að stilla upp mismunandi tillögum og verið að gera það í sameiningu. Við erum að vinna með nokkra mismunandi hluta í greinagerðinni, málsatvikalýsingu sem er ennþá í vinnslu og við erum að fullklára hana,“ sagði Birgir Ármannsson, formaður undirbúningskjörbréfanefndar, í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Svo höfum við verið að ræða þessa matskenndu þætti sem bæði snúa að því hvernig eigi að meta málavextina og svo líka að meta þessi lagalegu atriði. Við höfum auðvitað reynt að vinna þetta að sem mestu leyti í samvinnu. Það sem hins vegar á eftir að koma í ljós og er ennþá til umræðu er það hvort nefndarmenn komast að sameiginlegri niðurstöðu eða hvort þeir geri tvennskonar eða jafnvel fleiri tillögur,“ sagði Birgir. Umfang verkefnis undirbúningsnefndarinnar er eins og við má búast gríðarlegt en búast má þó við því að nefndin nái að skila af sér tillögunum áður en þing kemur saman. „Við auðvitað miðum við það að vera búin að ljúka af okkur þannig að undirbúningsnefndin geti skilað fullbúnu plaggi til kjörbréfanefndar. Kjörbréfanefndin tekur það síðan til yfirferðar og gerir sínar endanlegu tillögur á þeim grundvelli en undirbúningsnefndin mun auðvitað geta skilað sinni vinnu til kjörbréfanefndarinnar þegar hún hefur verið kosin á þriðjudaginn.“ Þegar búið verður að kjósa í kjörbréfanefnd á þingfundi á þriðjudag verður væntanlega gert hlé á fundinum og þing kemur aftur saman á fimmtudag í næstu viku. Þá ætti atkvæðagreiðslan að geta farið fram. Alþingi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Norðvesturkjördæmi Mest lesið Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Sjá meira
Þing mun koma saman á þriðjudag til að kjósa í formlega kjörbréfanefnd, sem mun taka tillögur undirbúningsnefndarinnar til skoðunar. Fréttastofa greindi frá því fyrr í dag að undirbúningsnefndin hefði til skoðunar tvær tillögur til úrlausnar á kosningamáli Norðvesturkjördæmis. „Við höfum auðvitað verið að stilla upp mismunandi tillögum og verið að gera það í sameiningu. Við erum að vinna með nokkra mismunandi hluta í greinagerðinni, málsatvikalýsingu sem er ennþá í vinnslu og við erum að fullklára hana,“ sagði Birgir Ármannsson, formaður undirbúningskjörbréfanefndar, í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Svo höfum við verið að ræða þessa matskenndu þætti sem bæði snúa að því hvernig eigi að meta málavextina og svo líka að meta þessi lagalegu atriði. Við höfum auðvitað reynt að vinna þetta að sem mestu leyti í samvinnu. Það sem hins vegar á eftir að koma í ljós og er ennþá til umræðu er það hvort nefndarmenn komast að sameiginlegri niðurstöðu eða hvort þeir geri tvennskonar eða jafnvel fleiri tillögur,“ sagði Birgir. Umfang verkefnis undirbúningsnefndarinnar er eins og við má búast gríðarlegt en búast má þó við því að nefndin nái að skila af sér tillögunum áður en þing kemur saman. „Við auðvitað miðum við það að vera búin að ljúka af okkur þannig að undirbúningsnefndin geti skilað fullbúnu plaggi til kjörbréfanefndar. Kjörbréfanefndin tekur það síðan til yfirferðar og gerir sínar endanlegu tillögur á þeim grundvelli en undirbúningsnefndin mun auðvitað geta skilað sinni vinnu til kjörbréfanefndarinnar þegar hún hefur verið kosin á þriðjudaginn.“ Þegar búið verður að kjósa í kjörbréfanefnd á þingfundi á þriðjudag verður væntanlega gert hlé á fundinum og þing kemur aftur saman á fimmtudag í næstu viku. Þá ætti atkvæðagreiðslan að geta farið fram.
Alþingi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Norðvesturkjördæmi Mest lesið Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Sjá meira