Fósturforeldrar segja tilfærslu málefna fatlaðra hafa verið mikil mistök Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 13. nóvember 2021 20:15 Pétur (standandi) og Björn, ásamt Magnúsi og Líneyju en ekkert úrræði hefur fundist fyrir strákana þar sem þeir geta átt heima með sólarhringsþjónustu. Á meðan eru þeir áfram í umsjón hjónanna. Magnús Hlynur Hreiðarsson Fósturforeldrar á Selfossi segja að það hafi verið mikil mistök að færa málefni fatlaðra frá ríkinu til sveitarfélaga því málaflokkurinn sé í algjörum ólestri hjá sveitarfélögum. Þau eru með tvo tvítuga stráka í fóstri, sem komast hvorki inn á heimili á Selfossi eða á Sólheimum og þar með sé brotið á rétti þeirra. Í húsinu við Kirkjuveg 26 á Selfossi þar sem hjónin Líney Tómasdóttir og Magnús Tómasson búa er alltaf mikið fjör því húsið er oftast fullt af fósturbörnum, sem þau eru með. Börnin er á ýmsum aldri og hafa verið mislengi hjá þeim. Tveir af drengjunum, Björn, sem er tvítugur og Pétur, sem er tuttugu og eins árs þurfa sólarhrings vistun en það er því miður ekkert úrræði fyrir þá í Árborg. Pétur býr enn heima á Kirkjuveginum því hann fær hvergi annars staðar inni en Björn er á heimili í Reykjavík með þremur öðrum þó lögheimili hans sé á Selfossi en kemur á Selfoss um helgar og öll jól og páska. „Þetta er mjög erfið staða. Eins hjá okkur líka að þurfa að fara til Reykjavíkur og hitt hann og sækja hann þegar hann kemur í staðinn fyrir að geti verið hér í nærumhverfi,“ segir Magnús „Og Pétur er með umsókn inn á Sólheima en þar gerist ekkert og hérna á Selfossi líka, þannig að það er ekkert í boði fyrir hann en hann þarf sólarhrings þjónustu líka,“ bætir Líney við. Hjónin segja fátt um svör hjá Árborg, það sé engin lausn og ekkert úrræði fyrir strákana eins og í dag þrátt fyrir að það sé langt síðan að það hafi verið vitað að það kæmi að þessari þörf. „Við sáum verulega afturför eftir að þetta fór til sveitarfélaga frá ríki því sennilega eru ekki lagðir nægilega miklir peningar í málaflokkinn frá ríkinu. Sveitarfélögin ráða ekki við þetta, þetta er bara of stór pakki fyrir þá,“ segir Líney og Magnús tekur heilshugar undir orð hennar. Líney og Magnús, sem hafa verið með fjölda fósturbarna inn á heimili sínu á Selfossi síðustu ár.Magnús Hlynur Hreiðarsson Líney og Magnús kvíða framtíðinni fyrir hönd Björns og Péturs. „Já, því við eigum bara eitt og tvö ár í sextugt og við ætlum ekki að vera alltaf með áhyggjur af drengjunum, hvað verður um þá og hvert eiga þeir að fara og hvar eiga þeir að eiga heima í framtíðinni,“ segir Líney. En hvað verður þá eiginlega um strákana? „Við vitum það ekki, við erum ekki með neinar lausnir. Árborg lofar allavega að þeim verði ekki hent á götuna, þannig að þeir gera allt sem þeir telja sig geta,“ segir Magnús og Líney bætir strax við. „Ég skora á alþingismenn að skoða þennan málaflokk og gera eitthvað í þessum málum þannig að allir eigi saman rétt í þessu þjóðfélagi.“ Árborg Félagsmál Sveitarstjórnarmál Fjölskyldumál Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Sjá meira
Í húsinu við Kirkjuveg 26 á Selfossi þar sem hjónin Líney Tómasdóttir og Magnús Tómasson búa er alltaf mikið fjör því húsið er oftast fullt af fósturbörnum, sem þau eru með. Börnin er á ýmsum aldri og hafa verið mislengi hjá þeim. Tveir af drengjunum, Björn, sem er tvítugur og Pétur, sem er tuttugu og eins árs þurfa sólarhrings vistun en það er því miður ekkert úrræði fyrir þá í Árborg. Pétur býr enn heima á Kirkjuveginum því hann fær hvergi annars staðar inni en Björn er á heimili í Reykjavík með þremur öðrum þó lögheimili hans sé á Selfossi en kemur á Selfoss um helgar og öll jól og páska. „Þetta er mjög erfið staða. Eins hjá okkur líka að þurfa að fara til Reykjavíkur og hitt hann og sækja hann þegar hann kemur í staðinn fyrir að geti verið hér í nærumhverfi,“ segir Magnús „Og Pétur er með umsókn inn á Sólheima en þar gerist ekkert og hérna á Selfossi líka, þannig að það er ekkert í boði fyrir hann en hann þarf sólarhrings þjónustu líka,“ bætir Líney við. Hjónin segja fátt um svör hjá Árborg, það sé engin lausn og ekkert úrræði fyrir strákana eins og í dag þrátt fyrir að það sé langt síðan að það hafi verið vitað að það kæmi að þessari þörf. „Við sáum verulega afturför eftir að þetta fór til sveitarfélaga frá ríki því sennilega eru ekki lagðir nægilega miklir peningar í málaflokkinn frá ríkinu. Sveitarfélögin ráða ekki við þetta, þetta er bara of stór pakki fyrir þá,“ segir Líney og Magnús tekur heilshugar undir orð hennar. Líney og Magnús, sem hafa verið með fjölda fósturbarna inn á heimili sínu á Selfossi síðustu ár.Magnús Hlynur Hreiðarsson Líney og Magnús kvíða framtíðinni fyrir hönd Björns og Péturs. „Já, því við eigum bara eitt og tvö ár í sextugt og við ætlum ekki að vera alltaf með áhyggjur af drengjunum, hvað verður um þá og hvert eiga þeir að fara og hvar eiga þeir að eiga heima í framtíðinni,“ segir Líney. En hvað verður þá eiginlega um strákana? „Við vitum það ekki, við erum ekki með neinar lausnir. Árborg lofar allavega að þeim verði ekki hent á götuna, þannig að þeir gera allt sem þeir telja sig geta,“ segir Magnús og Líney bætir strax við. „Ég skora á alþingismenn að skoða þennan málaflokk og gera eitthvað í þessum málum þannig að allir eigi saman rétt í þessu þjóðfélagi.“
Árborg Félagsmál Sveitarstjórnarmál Fjölskyldumál Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Sjá meira