Föst út í vél í yfir klukkutíma vegna veðurs Eiður Þór Árnason skrifar 13. nóvember 2021 21:48 Veðrið setti svip sinn á starfsemi á Keflavíkurflugvelli í dag. Vísir/KMU Vonskuveður hefur haft áhrif á flug Icelandair í dag og þurftu farþegar á leið frá Evrópu að bíða í rúman klukkutíma út í vél að lokinni lendingu vegna hvassviðris. „Þegar hingað var komið þá voru vindhviðurnar enn það miklar að til að gæta öryggis bæði farþega og starfsmanna þá var ekki hægt að afgreiða vélarnar strax. Fólk var að bíða í svona hálftíma til rúmlega klukkutíma í vélunum þangað til það fór að lægja,“ segir Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair. Síðasta vélin lenti á fimmta tímanum í dag eftir för frá Munchen. Athygli vekur að flugvél Easyjet frá Luton-flugvelli í London seinkaði um hátt í níu tíma og lenti á Keflavíkurflugvelli klukkan 18:10 í kvöld í stað 9:40. Mögulega minniháttar tafir í fyrramálið Öllum átta flugferðum Icelandair til Keflavíkur frá Evrópu var seinkað í dag vegna veðurs og var um þriggja tíma seinkun á brottför til Kaupmannahafnar. Þar að auki var um tveggja tíma brottför á öllum ferðum Icelandair til Bandaríkjanna síðdegis í dag en síðasta flugvélin fór í loftið klukkan 19:25. Innan við hálftíma töf var á komum tveggja véla frá Tenerife á níunda tímanum. Ásdís segir að farþegar megi svo búast við minniháttar seinkunum í fyrramálið sem afleiðing af þessu. Hafði takmörkuð áhrif á Play Tvær flugferðir eru á áætlun hjá Play í dag og voru farþegar með morgunflugi til Tenerife beðnir um að mæta fyrr í flugstöðina vegna veðurs. Fór vélin svo í loftið tíu mínútur á undan áætlun, að sögn Nadine Guðrúnar Yaghi, samskiptastjóra Play. Þá var engin seinkun á komu vélar frá Tenerife sem átti að lenda klukkan 21:55 í kvöld. Fréttir af flugi Veður Icelandair Play Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Að byrja að vinna á ný í sorg Atvinnulíf Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur PlayStation 5 slær Xbox 360 við Viðskipti erlent Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Viðskipti innlent Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Sjá meira
„Þegar hingað var komið þá voru vindhviðurnar enn það miklar að til að gæta öryggis bæði farþega og starfsmanna þá var ekki hægt að afgreiða vélarnar strax. Fólk var að bíða í svona hálftíma til rúmlega klukkutíma í vélunum þangað til það fór að lægja,“ segir Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair. Síðasta vélin lenti á fimmta tímanum í dag eftir för frá Munchen. Athygli vekur að flugvél Easyjet frá Luton-flugvelli í London seinkaði um hátt í níu tíma og lenti á Keflavíkurflugvelli klukkan 18:10 í kvöld í stað 9:40. Mögulega minniháttar tafir í fyrramálið Öllum átta flugferðum Icelandair til Keflavíkur frá Evrópu var seinkað í dag vegna veðurs og var um þriggja tíma seinkun á brottför til Kaupmannahafnar. Þar að auki var um tveggja tíma brottför á öllum ferðum Icelandair til Bandaríkjanna síðdegis í dag en síðasta flugvélin fór í loftið klukkan 19:25. Innan við hálftíma töf var á komum tveggja véla frá Tenerife á níunda tímanum. Ásdís segir að farþegar megi svo búast við minniháttar seinkunum í fyrramálið sem afleiðing af þessu. Hafði takmörkuð áhrif á Play Tvær flugferðir eru á áætlun hjá Play í dag og voru farþegar með morgunflugi til Tenerife beðnir um að mæta fyrr í flugstöðina vegna veðurs. Fór vélin svo í loftið tíu mínútur á undan áætlun, að sögn Nadine Guðrúnar Yaghi, samskiptastjóra Play. Þá var engin seinkun á komu vélar frá Tenerife sem átti að lenda klukkan 21:55 í kvöld.
Fréttir af flugi Veður Icelandair Play Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Að byrja að vinna á ný í sorg Atvinnulíf Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur PlayStation 5 slær Xbox 360 við Viðskipti erlent Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Viðskipti innlent Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Sjá meira
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent